Mjög óvarlegt að ganga nálægt svæðinu án þess að huga að gosmengun Eiður Þór Árnason skrifar 20. mars 2021 12:29 Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/vilhelm Gosið í Geldingadal er líklega minna en það sem kom upp í Fimmvörðuhálsi árið 2010 og ekki er talið að það muni hafa áhrif á flugumferð. Mesta hættan er af gasmengun en hún virðist þó ekki vera mikil að sögn veðurfræðings. „Innst inn í Geldingadal er eldgos hafið í litlum hól sem er þar og það rennur nú aðallega út í dalinn sjálfan og safnast fyrir þar. Þetta er ekki mikið gos og hægt að bera það saman við Fimmvörðuhálsinn, sérstaklega hvernig það byrjar. Þetta er eins og stendur afskaplega lítið,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofu Íslands sem flaug yfir gossvæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Hann segir nú unnið að því að leggja mat á hraunflæðið og útbreiðslu hraunsins. „Það fer í þennan dal og kemst ekkert í burtu þaðan í bili. Það er þetta lítið magn að er þó nokkuð í að það fari lengra en fari annað.“ Þá sé verið að klára að meta gosmökkinn, öskufall og leggja mat á gasmengun. „Við vitum að mökkurinn er ekki mjög hár hann nær svona tæplega einum kílómetra í þriggja, fjögurra kílómetra fjarlægð.“ Umfang gossins í samræmi við spá „Á meðan við vitum ekki hversu mikið gas gæti verið þarna þá er mjög óvarlegt að vera að vera að labba að þarna sérstaklega í lægðum vegna þess að gasið getur safnast saman í lægðum,“ segir Halldór. Best sé að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Hann segir að gosið sé í nokkuð góðu samræmi við spár vísindamanna um gos á Reykjanesskaga. „Þarna vissum við að gæti komið upp gos. Menn voru auðvitað alls ekki vissir um hvort það myndi gerast, flestir gangar fara ekki upp á yfirborðið en síðan þegar hann fer upp á yfirborðið þá passar það vel að þetta er ekki stórt gos þar sem gangurinn var líka lítill.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33 Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
„Innst inn í Geldingadal er eldgos hafið í litlum hól sem er þar og það rennur nú aðallega út í dalinn sjálfan og safnast fyrir þar. Þetta er ekki mikið gos og hægt að bera það saman við Fimmvörðuhálsinn, sérstaklega hvernig það byrjar. Þetta er eins og stendur afskaplega lítið,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofu Íslands sem flaug yfir gossvæðið með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Hann segir nú unnið að því að leggja mat á hraunflæðið og útbreiðslu hraunsins. „Það fer í þennan dal og kemst ekkert í burtu þaðan í bili. Það er þetta lítið magn að er þó nokkuð í að það fari lengra en fari annað.“ Þá sé verið að klára að meta gosmökkinn, öskufall og leggja mat á gasmengun. „Við vitum að mökkurinn er ekki mjög hár hann nær svona tæplega einum kílómetra í þriggja, fjögurra kílómetra fjarlægð.“ Umfang gossins í samræmi við spá „Á meðan við vitum ekki hversu mikið gas gæti verið þarna þá er mjög óvarlegt að vera að vera að labba að þarna sérstaklega í lægðum vegna þess að gasið getur safnast saman í lægðum,“ segir Halldór. Best sé að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Hann segir að gosið sé í nokkuð góðu samræmi við spár vísindamanna um gos á Reykjanesskaga. „Þarna vissum við að gæti komið upp gos. Menn voru auðvitað alls ekki vissir um hvort það myndi gerast, flestir gangar fara ekki upp á yfirborðið en síðan þegar hann fer upp á yfirborðið þá passar það vel að þetta er ekki stórt gos þar sem gangurinn var líka lítill.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Tengdar fréttir „Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33 Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Innlent Fleiri fréttir Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Sjá meira
„Móðir náttúra gefur okkur stórkostlega náttúrusmíð“ Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, segir eldgosið í Geldingadal líklega vera það minnsta sem hann hafi séð hingað til. Það sé þó mjög fallegt. 20. mars 2021 11:25
Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Almannavarnastig hefur verið lækkað niður á hættustig vegna eldgoss í Geldingadal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Neyðtarstigi var lýst í gærkvöldi þegar ljóst var að byrjað var að gjósa. 20. mars 2021 10:33
Þetta vitum við um eldgosið í Geldingadal Eldgos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall klukkan 20:45 í gærkvöldi. Klukkan 21:36 hringdi kona inn á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og velti því upp hvort gos væri mögulega hafið á Reykjanesskaga. Hún taldi sig hafa séð rauðan bjarma á vefmyndavél sem hún var að fylgjast með. 20. mars 2021 03:28