Engin gosaska mælist frá eldstöðvunum og er talið að ekki sé mikil hætta á að gasmengun komi til með að valda miklum óþægindum nema næst gosstöðvunum.
Eldgos heldur áfram og hraunflæði virðist vera stöðugt. Engin gosaska mælist frá eldstöðvunum og er talið að ekki sé mikil hætta á að gasmengun komi til með að valda miklum óþægindum nema næst gosstöðvunum. #Reykjanes #eldgos
— Icelandic Meteorological Office - IMO (@Vedurstofan) March 21, 2021
Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal en gsmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar. Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir gosið miklu minna en gosið á Fimmvörðuhálsi. Mögulega þriðjungi eða fjórðungi minna.
Hann sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að gasmengun sé ekki mikil í mikilli fjarlægð gosinu. Öðru máli gegnir um gossvæðið sjálft, sérstaklega í lægð þar sem er enginn vindur.