Audi hættir þróun nýrra véla Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 22. mars 2021 07:00 Silfurgráir Audi bílar bíða viðskiptavina á bandarískum flugvelli. Autoblog Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur ákveðið að hætta þróun nýrra sprengihreyfilsvéla. Audi ætlar að uppfæra þær sem eru nú þegar komnar á markað. Markus Duesmann, yfirmaður hjá Audi hefur sagt við hið þýska Automobilewoche að ekki standi til að hanna og þróa nýjar vélar. Það þýðir að það verður enginn næsta kynslóð að sprengihreyfilsvélum. En núverandi bensín og dísil vélar verða uppfærðar eftir því sem strangari reglur um losun koltvísýrings koma til áhrifa. Þetta ætti ekki að koma mikið á óvart. Audi hefur þegar kynnt áform um að gera kjarna bíla í framboðinu að hreinum rafbílum áður en áratugurinn er úti, það eru A4 og A6. Í viðtalinu við Automobilewoche bætti Duesmann við að „það verði gríðarleg áskorun,“ að uppfæra núverandi vélar í takt við reglugerðarbreytingar og stífari kröfur sem koma með Euro 7 reglunum. Þær taka gildi árið 2025 og Duesmann hefur áður sagt að Audi muni einungis framleiða rafbíla frá og með 2035. Vistvænir bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent
Markus Duesmann, yfirmaður hjá Audi hefur sagt við hið þýska Automobilewoche að ekki standi til að hanna og þróa nýjar vélar. Það þýðir að það verður enginn næsta kynslóð að sprengihreyfilsvélum. En núverandi bensín og dísil vélar verða uppfærðar eftir því sem strangari reglur um losun koltvísýrings koma til áhrifa. Þetta ætti ekki að koma mikið á óvart. Audi hefur þegar kynnt áform um að gera kjarna bíla í framboðinu að hreinum rafbílum áður en áratugurinn er úti, það eru A4 og A6. Í viðtalinu við Automobilewoche bætti Duesmann við að „það verði gríðarleg áskorun,“ að uppfæra núverandi vélar í takt við reglugerðarbreytingar og stífari kröfur sem koma með Euro 7 reglunum. Þær taka gildi árið 2025 og Duesmann hefur áður sagt að Audi muni einungis framleiða rafbíla frá og með 2035.
Vistvænir bílar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent