„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 06:44 Talið er að þúsundir hafi lagt leið sína á gosstöðvarnar um helgina. Myndin er tekin í gærdag en í gærkvöldi fór veður mjög að versna á svæðinu og þurftu björgunarsveitarmenn að aðstoða fjölda fólks sem lenti í miklum vandræðum. Vísir/Vilhelm Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. Gul viðvörun er í gildi á svæðinu þar sem spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu og þá er spáð slyddu eða snjóéljum og slæmu skyggni. Gossvæðinu hefur verið lokað vegna hættulegrar gasmengunar. Steinar Þór Kristinsson, sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að enn sé verið að reyna að staðsetja fólk sem talið er að hafi lagt af stað að gosstöðvunum og þar með skilið bíla sína eftir. Á sjöunda tímanum í morgun taldi björgunarsveitarfólk enn um átta til tíu mannlausa bíla. Bílnúmerin voru rakin og hringt í fólk en enn eru tveir mannlausir bílar í nágrenni gosstöðvanna. Steinar segir að gönguhópar séu að fara af stað til að leita að fólkinu sem komið hafi í þessum bílum en ekki sé til að mynda vitað að hversu mörgum verið sé að leita. Þá segist Steinar eiginlega hafa misst töluna á þeim fjölda sem björgunarsveitirnar þurftu að aðstoða í nótt en að minnsta kosti fjörutíu manns hafi farið í gegnum fjöldahjálparmiðstöðina í Grindavík. Kalla þurfti út aukamannskap allt frá Snæfellsnesi austur í sveitir til að anna verkefnunum. „Staðan var bara mjög tvísýn hérna um tíma. Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand. Það var þannig á tímabili að fólk lá bara í vegköntunum hérna við Festarfjallið og því var sópað upp. Þetta leit ekkert vel út um tíma,“ segir Steinar sem áætlar að mesta álagið hafi verið upp úr miðnætti og eitthvað fram eftir. Þá segir hann að fólk sé enn að leggja leið sína að svæðinu og reyna að komast upp eftir. Hann biðlar til almennings að halda sig heima; aðstæður á svæðinu séu mjög hættulegar og veðurspáin mjög slæm. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að við mælingar í morgun hafi komið í ljós að gasmengun sé á svæðinu. Mælingin sé komin yfir hættumörk og hefur svæðinu við gosið því verið lokað. Fólk er beðið um að virða þá lokun. „Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er. Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fréttin var uppfærð klukkan 07:30. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Grindavík Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi á svæðinu þar sem spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu og þá er spáð slyddu eða snjóéljum og slæmu skyggni. Gossvæðinu hefur verið lokað vegna hættulegrar gasmengunar. Steinar Þór Kristinsson, sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að enn sé verið að reyna að staðsetja fólk sem talið er að hafi lagt af stað að gosstöðvunum og þar með skilið bíla sína eftir. Á sjöunda tímanum í morgun taldi björgunarsveitarfólk enn um átta til tíu mannlausa bíla. Bílnúmerin voru rakin og hringt í fólk en enn eru tveir mannlausir bílar í nágrenni gosstöðvanna. Steinar segir að gönguhópar séu að fara af stað til að leita að fólkinu sem komið hafi í þessum bílum en ekki sé til að mynda vitað að hversu mörgum verið sé að leita. Þá segist Steinar eiginlega hafa misst töluna á þeim fjölda sem björgunarsveitirnar þurftu að aðstoða í nótt en að minnsta kosti fjörutíu manns hafi farið í gegnum fjöldahjálparmiðstöðina í Grindavík. Kalla þurfti út aukamannskap allt frá Snæfellsnesi austur í sveitir til að anna verkefnunum. „Staðan var bara mjög tvísýn hérna um tíma. Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand. Það var þannig á tímabili að fólk lá bara í vegköntunum hérna við Festarfjallið og því var sópað upp. Þetta leit ekkert vel út um tíma,“ segir Steinar sem áætlar að mesta álagið hafi verið upp úr miðnætti og eitthvað fram eftir. Þá segir hann að fólk sé enn að leggja leið sína að svæðinu og reyna að komast upp eftir. Hann biðlar til almennings að halda sig heima; aðstæður á svæðinu séu mjög hættulegar og veðurspáin mjög slæm. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að við mælingar í morgun hafi komið í ljós að gasmengun sé á svæðinu. Mælingin sé komin yfir hættumörk og hefur svæðinu við gosið því verið lokað. Fólk er beðið um að virða þá lokun. „Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er. Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fréttin var uppfærð klukkan 07:30.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Grindavík Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“