„Ég kom rétt áður en hann dó“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. mars 2021 13:30 Auri hefur aðstoðað Sigrúnu Ósk oft í leit hennar að foreldrum ættleiddra Íslendinga. Áhorfendur fengu að kynnast Auri Hinriksson strax í fyrstu þáttaröð af Leitinni að upprunanum og var fjallað ítarlega um þessa mögnuðu konu í þætti gærkvöldsins á Stöð 2. Strax í annarri þáttaröð sáu áhorfendur meira af henni en þá tókst henni það sem þaulreyndu þriggja manna rannsóknarteymi hafði mistekist þegar fann hún líffræðilega fjölskyldu Þorvarðar Andra Haukssonar. Það er margt í fari Auriar sem vakti athygli áhorfenda enda blasir það ekki við í fyrstu hvað fær konu sem verður sjötug á næsta ári til að eyða tíma sínum og orku í að leita að ættingjum barna sem voru ættleidd frá Sri Lanka fyrir margt löngu. Auri er lífsglöð og skemmtileg kona sem endaði fyrir tilviljun á Ísafirði. Auri hefur farið út ellefu sinnum og reynt að finna fjölskyldur fólks í leit. „Mér hefur mistekist oftar en ég mér hefur tekist að finna fólk. Ástæðan er sú að ég fæ rangar upplýsingar. Ættleiðingarskjölin eru gölluð. Það var svo margt óheiðarlegt í gangi,“ segir Auri í samtali við Sigrúnu. Hún segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir leit sína. Hún heitir raunar Aurangasri, en stytti það í Árny eða Auri fyrir okkur Íslendinga. Tekur ekki við neinni greiðslu Hún er komin af nokkuð efnuðu fólki í Sri Lanka, faðir hennar var virtur læknir og sjálf er hún með doktorsgráðu í ensku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í tæpa fjóra áratugi eða frá því hún fluttist hingað með eiginmanni sínum heitnum, Þóri Hinrikssyni, en þau hjónin kynntust þegar þau störfuðu bæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar en Auri hefur aldrei getað hugsað sér að taka við greiðslum fyrir að aðstoða fólk í upprunaleit. „Ég tók aldrei við greiðslu, þetta er fólkið mitt. Þessi börn eru fólkið mitt.“ En öll þessi ferðalög Auriar hafa ekki alltaf verið hættulaus og fyrir þremur árum munaði minnstu að Auri missti af tækifærinu til að kveðja eiginmann sinn áður en hann lést heima á Ísafirði. „Ég leitaði uppi fjölskyldu og þau hringdu um miðja nótt og hótuðu mér og ég slökkti á símanum. Sonur minn reyndi að hringja í mig því maðurinn minn var orðinn mjög veikur. Ég svaraði ekki í símann því ég var áreitt af fjölskyldunni því ég hafði grafið upp leyndarmál hennar.“ Hættan leið hjá, Auri ákvað að óhætt væri að kveikja á símanum og einkasonur hennar náði loksins sambandi við hana. „Hann sagði mér að taka næstu flugvél heim, maðurinn þinn er mjög veikur. Ég kom rétt áður en hann dó. Ef ég hafði ekki svarað í símann hefði ég ekki verið hjá honum þegar hann dó.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Auri sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Ég kom rétt áður en hann dó Leitin að upprunanum Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira
Strax í annarri þáttaröð sáu áhorfendur meira af henni en þá tókst henni það sem þaulreyndu þriggja manna rannsóknarteymi hafði mistekist þegar fann hún líffræðilega fjölskyldu Þorvarðar Andra Haukssonar. Það er margt í fari Auriar sem vakti athygli áhorfenda enda blasir það ekki við í fyrstu hvað fær konu sem verður sjötug á næsta ári til að eyða tíma sínum og orku í að leita að ættingjum barna sem voru ættleidd frá Sri Lanka fyrir margt löngu. Auri er lífsglöð og skemmtileg kona sem endaði fyrir tilviljun á Ísafirði. Auri hefur farið út ellefu sinnum og reynt að finna fjölskyldur fólks í leit. „Mér hefur mistekist oftar en ég mér hefur tekist að finna fólk. Ástæðan er sú að ég fæ rangar upplýsingar. Ættleiðingarskjölin eru gölluð. Það var svo margt óheiðarlegt í gangi,“ segir Auri í samtali við Sigrúnu. Hún segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir leit sína. Hún heitir raunar Aurangasri, en stytti það í Árny eða Auri fyrir okkur Íslendinga. Tekur ekki við neinni greiðslu Hún er komin af nokkuð efnuðu fólki í Sri Lanka, faðir hennar var virtur læknir og sjálf er hún með doktorsgráðu í ensku. Hún hefur verið búsett á Íslandi í tæpa fjóra áratugi eða frá því hún fluttist hingað með eiginmanni sínum heitnum, Þóri Hinrikssyni, en þau hjónin kynntust þegar þau störfuðu bæði fyrir Sameinuðu þjóðirnar en Auri hefur aldrei getað hugsað sér að taka við greiðslum fyrir að aðstoða fólk í upprunaleit. „Ég tók aldrei við greiðslu, þetta er fólkið mitt. Þessi börn eru fólkið mitt.“ En öll þessi ferðalög Auriar hafa ekki alltaf verið hættulaus og fyrir þremur árum munaði minnstu að Auri missti af tækifærinu til að kveðja eiginmann sinn áður en hann lést heima á Ísafirði. „Ég leitaði uppi fjölskyldu og þau hringdu um miðja nótt og hótuðu mér og ég slökkti á símanum. Sonur minn reyndi að hringja í mig því maðurinn minn var orðinn mjög veikur. Ég svaraði ekki í símann því ég var áreitt af fjölskyldunni því ég hafði grafið upp leyndarmál hennar.“ Hættan leið hjá, Auri ákvað að óhætt væri að kveikja á símanum og einkasonur hennar náði loksins sambandi við hana. „Hann sagði mér að taka næstu flugvél heim, maðurinn þinn er mjög veikur. Ég kom rétt áður en hann dó. Ef ég hafði ekki svarað í símann hefði ég ekki verið hjá honum þegar hann dó.“ Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu við Auri sem var sýnt á Stöð 2 í gærkvöldi. Klippa: Ég kom rétt áður en hann dó
Leitin að upprunanum Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Sjá meira