Þá verður fjallað ítarlega um gosið í Geldingadal. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands segir að ný sprunga gæti opnast fyrirvaralaust á gossvæðinu og áhyggjur séu af því að lífshættulegar aðstæður geti skapast annað kvöld þar sem spáð er hægviðri á svæðinu.
Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður okkar verður í Grindavík í beinni útsendingu en hann hefur heyrt í björgunarsveitarmönnum og göngumönnum í dag, sem reyndu að komast að svæðinu í dag þrátt fyrir að lokað hafi verið fyrir aðgang.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar kl. 18:30.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.