Menning

Al­dís ráðin for­stöðu­maður Hafnar­borgar

Atli Ísleifsson skrifar
Aldís Arnardóttir.
Aldís Arnardóttir. Hafnarfjarðarbær

Aldís Arnardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hafnarborgar – menningar - og listamiðstöð Hafnarfjarðar.

Í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að Aldís þekki vel til safnastarfa sem sjálfstætt starfandi listfræðingur og sýningarstjóri. Hún hafi víðtæka reynslu og þekkingu á listasögu og myndlist.

„Aldís er með MA próf í listfræði frá Háskóla Íslands og BA prófi í listfræði og menningarfræði frá sama skóla. Aldís hefur störf hjá Hafnarborg þann 1. maí nk.“

Hafnarborg var stofnuð árið 1983 og varð um leið aðsetur listaverkasafns Hafnarfjarðarbæjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×