Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Óskar eftir starfslokum

Óskar Hauksson, fjármálastjóri Símans, hefur ákveðið að láta af störfum hjá félaginu. Óskar hefur starfað hjá Símanum frá árinu 2005, en sem fjármálastjóri frá 2011. Hann mun láta af störfum þann 1. október næstkomandi og verður forstjóra innan handar þar til ráðið hefur verið í starfið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fylla í skörð reynslubolta

Tækniskólinn hefur ráðið tvo nýja stjórnendur sem tekið hafa til starfa. Guðrún Ýrr Tómasdóttir tekur við starfi skólastjóra Raftækniskólans og Baldvin Freysteinsson stöðu fjármálastjóra Tækniskólans. Þau taka bæði við af lykilstarfsmönnum sem hafa gegnt þessum stöðum frá stofnun Tækniskólans.

Innlent
Fréttamynd

Forstjóraskipti hjá Ice-Group

Jón Gunnarsson forstjóri sjávarútvegsfélagsins Ice-Group hefur látið af störfum sem forstjóri félagsins vegna aldurs eftir fimm ár í starfinu. Hann tekur við stjórnarformennsku hjá félaginu. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ása Ninna kveður Bylgjuna

Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir mun láta af störfum á Bylgjunni. Hún hefur unnið við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni síðustu þrjú ár og stjórnað þættinum Bakaríinu á laugardagsmorgnum, en einnig í öðrum þáttum á Bylgjunni.

Lífið
Fréttamynd

Markús nýr safn­stjóri Lista­safns Reykja­víkur

Markús Þór Andrésson hefur verið ráðinn safnstjóri Listasafns Reykjavíkur en hann hefur starfað sem deildarstjóri sýninga og miðlunar hjá safninu frá árinu 2017.  Alls bárust sjö umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.

Lífið