Kýrnar á Hurðarbaki mjólka mest allra kúa á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. mars 2021 14:01 Reynir Þór og Fanney hæstánægð með verðlaunin, sem þau fengu í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands enda mega þau vera það með sinn frábæra árangur á Hurðarbaksbúinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa voru verðlaunaðir í gær fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi á síðasta ári. Kýrnar hjá þeim mjólkuðu að meðaltali 8.445 lítra en á bænum eru um 50 mjólkandi kýr. Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar síðastliðinn veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi fyrir árið 2020, sem var hjá þeim Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónssyni á Hurðarbaki í Flóahreppi. Þar sem aðalfundurinn var í fjarfundi var ekki hægt að veita verðlaunin þar en þau voru hins vegar afhent í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands á Selfossi af Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. Einnig voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi hjá Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur og Sigurði Ágústssyni, en hún mjólkaði 14.062 lítra. Þetta er annað árið í röð, sem Hurðarbaksbúið er afurðahæsta búið á Suðurlandi. „Það er bara gaman þegar vel gengur og gaman að fá verðlaun þegar gengur vel. Við erum bara alsæl. Það er bara búið að ganga vel hjá okkur en það gengur líka mjög vel hjá mörgum öðrum en jú, það er búið að ganga vel undanfarin tvö ár,“ segir Fanney hógværð. En hverju þakka þau þennan góða árangur? „Það hefur allt gengið upp í heyverkun og öllu bara, heilbrigði og allt, það er bara það sem skiptir öllu til að ná árangri,“ segir Reynir. Þessi stytta fór nú annað árið í röð til ungu bændanna á Hurðarbaki í Flóahreppi. Hvað er skemmtilegast við kúabúskapinn? „Ég held að það sé bara hvað maður sér árangurinn vel af vinnunni, maður uppsker eins og maður sáir. Þannig að allt sem maður gerir skilar sér til baka svo greinilega, það finnst mér skemmtilegast. Svo finnst mér líka skemmtilegt með náttúruna, hvað náttúran spilar stórt hlutverk í þessu, það skiptir miklu máli veðurfar og annað . Það getur verið mikil áraskipti út af því og það er alltaf ákveðin spenna í því hvernig mun ganga, það fer eftir veðri og árferði hverju sinni,“ segir Fanney. Reynir og Fanney eiga fimm börn, sem taka þátt í búrekstrinum á einn eða annan hátt með því en á búinu eru líka kindur og nokkur hross. Hjónin ætla að halda upp á verðlaunin með börnum sínum og svo er bara að ná því að verða líka afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2021 og ná þannig verðlaununum heim á bæinn þriðja árið í röð. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar síðastliðinn veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi fyrir árið 2020, sem var hjá þeim Fanneyju Ólafsdóttur og Reyni Þór Jónssyni á Hurðarbaki í Flóahreppi. Þar sem aðalfundurinn var í fjarfundi var ekki hægt að veita verðlaunin þar en þau voru hins vegar afhent í gær á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands á Selfossi af Sveini Sigurmundssyni, framkvæmdastjóra sambandsins. Einnig voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020, sem var Ösp frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi hjá Fjólu Ingveldi Kjartansdóttur og Sigurði Ágústssyni, en hún mjólkaði 14.062 lítra. Þetta er annað árið í röð, sem Hurðarbaksbúið er afurðahæsta búið á Suðurlandi. „Það er bara gaman þegar vel gengur og gaman að fá verðlaun þegar gengur vel. Við erum bara alsæl. Það er bara búið að ganga vel hjá okkur en það gengur líka mjög vel hjá mörgum öðrum en jú, það er búið að ganga vel undanfarin tvö ár,“ segir Fanney hógværð. En hverju þakka þau þennan góða árangur? „Það hefur allt gengið upp í heyverkun og öllu bara, heilbrigði og allt, það er bara það sem skiptir öllu til að ná árangri,“ segir Reynir. Þessi stytta fór nú annað árið í röð til ungu bændanna á Hurðarbaki í Flóahreppi. Hvað er skemmtilegast við kúabúskapinn? „Ég held að það sé bara hvað maður sér árangurinn vel af vinnunni, maður uppsker eins og maður sáir. Þannig að allt sem maður gerir skilar sér til baka svo greinilega, það finnst mér skemmtilegast. Svo finnst mér líka skemmtilegt með náttúruna, hvað náttúran spilar stórt hlutverk í þessu, það skiptir miklu máli veðurfar og annað . Það getur verið mikil áraskipti út af því og það er alltaf ákveðin spenna í því hvernig mun ganga, það fer eftir veðri og árferði hverju sinni,“ segir Fanney. Reynir og Fanney eiga fimm börn, sem taka þátt í búrekstrinum á einn eða annan hátt með því en á búinu eru líka kindur og nokkur hross. Hjónin ætla að halda upp á verðlaunin með börnum sínum og svo er bara að ná því að verða líka afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2021 og ná þannig verðlaununum heim á bæinn þriðja árið í röð.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira