Allt að 37 prósenta verðmunur á páskaeggjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2021 12:53 Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum og Hagkaup með það hæsta. Vilhelm Gunnarsson Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum og Hagkaup með það hæsta samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og páskaeggjum sem gerð var þann 25. mars. Krónan var í mörgum tilfellum nálægt Bónus í verði og munaði oft einungis einni krónu á verði. Mesti munur á hæsta og lægsta verði var hjá Góu páskaeggi númer fjögur eða 37 prósent. Eggið kostaði 1.098 krónur í Bónus en 1.499 krónur í Hagkaup og Iceland. 77 prósenta verðmunur á ýsuflökum Hagkaup var oftast með hæsta verðið á matvöru og annarri heimilisvöru. Heimkaup var með lægsta verðið í 37 tilvikum en Bónus næst oftast, í 33 tilvikum. Í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í flokki kjöt- og mjólkurvara. 40 prósenta munur var á kílóverði af stóru stykki af góðosti. Lægst var verðið í Nettó og Iceland en hæst í Fjarðarkaupum. „Einnig var mikill verðmunur á fiski en 77% munur var á hæsta og lægsta verði á frosnum, beinlausum ýsuflökum. Lægst var verðið í Bónus, 1.298 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 2.292 kr.“ segir í tilkynningunni. Í könnuninni var hilluverð á 112 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Flatahrauni, Krónunni Flatahrauni, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Matur Verðlag Páskar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Krónan var í mörgum tilfellum nálægt Bónus í verði og munaði oft einungis einni krónu á verði. Mesti munur á hæsta og lægsta verði var hjá Góu páskaeggi númer fjögur eða 37 prósent. Eggið kostaði 1.098 krónur í Bónus en 1.499 krónur í Hagkaup og Iceland. 77 prósenta verðmunur á ýsuflökum Hagkaup var oftast með hæsta verðið á matvöru og annarri heimilisvöru. Heimkaup var með lægsta verðið í 37 tilvikum en Bónus næst oftast, í 33 tilvikum. Í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í flokki kjöt- og mjólkurvara. 40 prósenta munur var á kílóverði af stóru stykki af góðosti. Lægst var verðið í Nettó og Iceland en hæst í Fjarðarkaupum. „Einnig var mikill verðmunur á fiski en 77% munur var á hæsta og lægsta verði á frosnum, beinlausum ýsuflökum. Lægst var verðið í Bónus, 1.298 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 2.292 kr.“ segir í tilkynningunni. Í könnuninni var hilluverð á 112 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Flatahrauni, Krónunni Flatahrauni, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Matur Verðlag Páskar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira