Tíndu upp leifar af hundruðum mannbrodda við eldstöðina Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 22:03 Sjálfboðaliðar samtakanna Seeds við hreinsunarstarf við gossvæðið í Geldingadölum í dag. SEEDS Átta sjálfboðaliðar frá sjö löndum tíndu upp rusl við eldstöðina í Geldingadölum í dag. Fyrir utan sígarettustubba, munntóbakspoka, dósir og annað smálegt hirtu þeir upp leifar hundraða mannbrodda frá göngufólki. Nokkuð hefur verið kvartað undan umgengni ferðafólks á gossvæðinu í Geldingadölum undanfarna daga. Um helgina var greint frá því að fólk hefði skilið eftir sig umbúðir um áfengi og að útgangurinn hafi verið eins og eftir útihátíð. Þær fréttir urðu sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tilefni til þess að skipuleggja ferð til að týna upp rusl í Geldingadölum í dag. Oscar Uscategui, forstöðumaður Seeds á Íslandi, segir að fleiri hafi viljað taka þátt en komust með. Af sóttvarnaástæðum fóru átta sjálfboðaliðar á svæðið í morgun: tveir frá Eistlandi og einn frá Sviss, Frakklandi, Kólumbíu, Spáni, Þýskalandi og Slóveníu. Hópurinn var mættur í Geldingadali áður en ferðamönnum var hleypt þangað klukkan níu í morgun. Oscar, sem er sjálfur frá Kólumbíu, segir að sjálfboðaliðarnir hafi tínt upp mikið drasl þó að ástandið hafi verið skárra en lýsingar á því hljómuðu. „Það var mikið af klæðnaði sem fólk hefur glatað eins og hönskum, vettlingum, húfum, treflum en við fundum líka hundruð mannbrodda, bæði broddana sjálfa og gúmmíið,“ segir Oscar við Vísi. Þá var mikið af sígarettustubbum og munntóbakspokum sem tóbaksfíklar höfðu skilið eftir sig, andlitsgrímur, dósir, flöskur og tappar. Hreinsunarstarfið stóð til klukkan 13:00 í dag. Oscar segir að hópurinn hafi haldið sig sunnan- og vestanmegin í dalnum þar sem hlíð austan megin við eldkeiluna var lokuð vegna vindáttar og gasmengunar í dag. Ef veður leyfir hyggst hópurinn fara aftur á gossvæðið í næstu viku og týna upp rusl austanmegin í dalnum. Sjálfboðaliðarnir týndu upp mikið af fatnaði og leifum af mannbroddum.SEEDS Hreinsuðu burtu ösku eftir Eyjafjallajökulsgosið Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem SEEDS standa fyrir hreinsunarstarfi á Íslandi. Samtökin hafa starfað hér í fimmtán ár og hefur sjálfboðaliða á sínum snærum um allt land. Þeir sinna að mestu leyti umhverfisverkefnum og náttúruvernd. Oscar nefnir sem dæmi að sjálfboðaliðar samtakanna hafi lagt hönd á plóg við að hreinsa ösku sem lagðist yfir býli í nágrenni Eyjafjallajökuls í eldgosinu þar árið 2010. „Við sendum nokkra hópa til að hjálpa bændum að losna við gosösku af túnum, húsum og hlöðum,“ segir Oscar. Þrír úr hópnum stilla sér upp með ruslapokana fyrir framan hraunið og eldkeiluna í Geldingadölum þriðjudaginn 30. mars 2021.SEEDS Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Góðverk Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Nokkuð hefur verið kvartað undan umgengni ferðafólks á gossvæðinu í Geldingadölum undanfarna daga. Um helgina var greint frá því að fólk hefði skilið eftir sig umbúðir um áfengi og að útgangurinn hafi verið eins og eftir útihátíð. Þær fréttir urðu sjálfboðaliðasamtökunum SEEDS tilefni til þess að skipuleggja ferð til að týna upp rusl í Geldingadölum í dag. Oscar Uscategui, forstöðumaður Seeds á Íslandi, segir að fleiri hafi viljað taka þátt en komust með. Af sóttvarnaástæðum fóru átta sjálfboðaliðar á svæðið í morgun: tveir frá Eistlandi og einn frá Sviss, Frakklandi, Kólumbíu, Spáni, Þýskalandi og Slóveníu. Hópurinn var mættur í Geldingadali áður en ferðamönnum var hleypt þangað klukkan níu í morgun. Oscar, sem er sjálfur frá Kólumbíu, segir að sjálfboðaliðarnir hafi tínt upp mikið drasl þó að ástandið hafi verið skárra en lýsingar á því hljómuðu. „Það var mikið af klæðnaði sem fólk hefur glatað eins og hönskum, vettlingum, húfum, treflum en við fundum líka hundruð mannbrodda, bæði broddana sjálfa og gúmmíið,“ segir Oscar við Vísi. Þá var mikið af sígarettustubbum og munntóbakspokum sem tóbaksfíklar höfðu skilið eftir sig, andlitsgrímur, dósir, flöskur og tappar. Hreinsunarstarfið stóð til klukkan 13:00 í dag. Oscar segir að hópurinn hafi haldið sig sunnan- og vestanmegin í dalnum þar sem hlíð austan megin við eldkeiluna var lokuð vegna vindáttar og gasmengunar í dag. Ef veður leyfir hyggst hópurinn fara aftur á gossvæðið í næstu viku og týna upp rusl austanmegin í dalnum. Sjálfboðaliðarnir týndu upp mikið af fatnaði og leifum af mannbroddum.SEEDS Hreinsuðu burtu ösku eftir Eyjafjallajökulsgosið Þetta er fjarri því í fyrsta skipti sem SEEDS standa fyrir hreinsunarstarfi á Íslandi. Samtökin hafa starfað hér í fimmtán ár og hefur sjálfboðaliða á sínum snærum um allt land. Þeir sinna að mestu leyti umhverfisverkefnum og náttúruvernd. Oscar nefnir sem dæmi að sjálfboðaliðar samtakanna hafi lagt hönd á plóg við að hreinsa ösku sem lagðist yfir býli í nágrenni Eyjafjallajökuls í eldgosinu þar árið 2010. „Við sendum nokkra hópa til að hjálpa bændum að losna við gosösku af túnum, húsum og hlöðum,“ segir Oscar. Þrír úr hópnum stilla sér upp með ruslapokana fyrir framan hraunið og eldkeiluna í Geldingadölum þriðjudaginn 30. mars 2021.SEEDS
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Umhverfismál Góðverk Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira