Ætluðu að gera sex þætti en nú eru komnir 150 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. mars 2021 10:40 Sindri Sindrason hefur stýrt þættinum Heimsókn síðustu tíu ár. Brennslan „Þessi fyrsti þáttur verður númer 150, í tíundu þáttaröðinni,“ segir Sindri Sindrason sem fer aftur af stað með Heimsókn á Stöð 2 í kvöld. Sindri var gestur í Brennslunni og ræddi vinsældir þáttanna sem fara sífellt vaxandi. Það er mikið um falleg heimili hér á landi svo Sindri er aldrei í vandræðum með viðmælendur til að heimsækja. „Fólk er meira að koma með ábendingar en svo finnst mér bara ekkert mál að ef maður er úti að skokka eða eitthvað, ég banka bara upp á hjá fólki,“ viðurkennir Sindri. „Ég meina, hvað er það versta sem getur gerst? Fólk er bara pínu „flattered“ að manni finnist húsið þess fallegt.“ Vinnur tugi þátta í einu Sindri segir að það sé orðið miklu auðveldara í dag að fá fólk til að taka þátt í þessum sjónvarpsþáttum. Akkúrat núna er hann með þrjátíu þætti í vinnslu, mikið af fyrir og eftir breytingum. Því gæti verið eitthvað í að þær breytingar muni birtast á skjám landsmanna. „Þetta er ekkert voðalega erfitt núna, það eina leiðinlega við þessa seríu er að ég fer ekkert til útlanda,“ segir Sindri en heimsfaraldurinn takmarkaði tökustaði hans við Ísland í þetta skiptið. „Þetta verður rosalega flott sería og svolítið mikið af fyrir og eftir, penthouse íbúðir, risa einbýlishús og íbúðir sem eru teknar í gegn frá A til Ö.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr fyrstu þáttaröðinni. Gæti gengið að eilífu Sindri segir að fólk hafi alltaf áhuga á að sjá inn til annarra, sjálfur fer hann sjö sinnum á dag á fasteignavefinn á Vísi. Hann segir að Heimsókn sé ekki hönnunarþáttur, heldur þáttur um skemmtilegt fólk sem hefur áhuga á sínu heimili. „Þetta getur í raun gengið að eilífu. Nýtt fólk, ný heimili, mögulega nýr þáttastjórnandi en þetta er gaman. Heimilið segir alveg fullt um mann.“ Heimsókn fer af stað kl.19.10 í kvöld og fer þátturinn svo inn á Stöð 2+ efnisveituna. Sindri segir að í þætti kvöldsins sé kíkt til fagurkerans og ljósmyndarans Kára Sverris og til Ragnar Sigurðssonar innanhúsarkiteks. Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Sindra í heild sinni Brennslan Hús og heimili Heimsókn Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Sindri var gestur í Brennslunni og ræddi vinsældir þáttanna sem fara sífellt vaxandi. Það er mikið um falleg heimili hér á landi svo Sindri er aldrei í vandræðum með viðmælendur til að heimsækja. „Fólk er meira að koma með ábendingar en svo finnst mér bara ekkert mál að ef maður er úti að skokka eða eitthvað, ég banka bara upp á hjá fólki,“ viðurkennir Sindri. „Ég meina, hvað er það versta sem getur gerst? Fólk er bara pínu „flattered“ að manni finnist húsið þess fallegt.“ Vinnur tugi þátta í einu Sindri segir að það sé orðið miklu auðveldara í dag að fá fólk til að taka þátt í þessum sjónvarpsþáttum. Akkúrat núna er hann með þrjátíu þætti í vinnslu, mikið af fyrir og eftir breytingum. Því gæti verið eitthvað í að þær breytingar muni birtast á skjám landsmanna. „Þetta er ekkert voðalega erfitt núna, það eina leiðinlega við þessa seríu er að ég fer ekkert til útlanda,“ segir Sindri en heimsfaraldurinn takmarkaði tökustaði hans við Ísland í þetta skiptið. „Þetta verður rosalega flott sería og svolítið mikið af fyrir og eftir, penthouse íbúðir, risa einbýlishús og íbúðir sem eru teknar í gegn frá A til Ö.“ Hér fyrir neðan má sjá brot úr fyrstu þáttaröðinni. Gæti gengið að eilífu Sindri segir að fólk hafi alltaf áhuga á að sjá inn til annarra, sjálfur fer hann sjö sinnum á dag á fasteignavefinn á Vísi. Hann segir að Heimsókn sé ekki hönnunarþáttur, heldur þáttur um skemmtilegt fólk sem hefur áhuga á sínu heimili. „Þetta getur í raun gengið að eilífu. Nýtt fólk, ný heimili, mögulega nýr þáttastjórnandi en þetta er gaman. Heimilið segir alveg fullt um mann.“ Heimsókn fer af stað kl.19.10 í kvöld og fer þátturinn svo inn á Stöð 2+ efnisveituna. Sindri segir að í þætti kvöldsins sé kíkt til fagurkerans og ljósmyndarans Kára Sverris og til Ragnar Sigurðssonar innanhúsarkiteks. Hér fyrir neðan má heyra viðtalið við Sindra í heild sinni
Brennslan Hús og heimili Heimsókn Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira