Örlar á óanægju með „fávitavarpið í Geldingadölum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 14:57 Ætla má að þessi maður sé ekki ýkja vinsæll hjá meðlimum hins nýja Facebook-hóps. RÚV Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi Alþingismaður, er ekki par sátt þegar fólk treður sér í mynd á beinu streymi Ríkisútvarpsins frá gossvæðinu í Geldingadölum. Í Facebook-færslu sem Ólína birti í gær sagði hún að um óþolandi yfirgang og misnotkun á þjónustu RÚV væri að ræða. „Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða andlitinu eða (sem er enn verra) auglýsingum eins og vörumerkjum inn á myndina. Rétt í þessu er ég að horfa á konu sem er með einvhern bévítans poka í höndunum sem hún glennir framan í skjáinn til þess að merkið sjáist. Hún þykist vera að tala í símann. Látum vera þó að börn freistist til þess að veifa í vélina - en fullorðið fólk sem hangir fyrir framan hana mínútum saman og eyðileggur útsýnið frá gosinu,“ skrifar Ólína. Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða...Posted by Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir on Thursday, 1 April 2021 Hún kveðst hafa haft vefstreymið á skjánum í stofunni hjá sér síðan gosið hófst. „Flíruleg andlit ferðamanna sem geta ekki hamið athyglissýkina eða stillt sig um að misnota þennan glugga að gosinu er óþolandi yfirgangur og í raun misnotkun á annars frábærri þjónustu RÚV að sýna beint frá þessum einstæða viðburði.“ „Fávitarnir sem halda að slow TV sé þáttur um slow people“ Ljóst er að Ólína er ekki ein um þess skoðun. Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“ gengur út á nákvæmlega þetta. Þar eru saman komnir yfir þúsund fésbókarmeðlimir sem telja það hinn mesta ruddaskap að ryðjast fram fyrir myndavélina og skyggja þannig á útsýnið yfir gosið. Í lýsingu hópsins segir: „Hér söfnum við inn skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft. Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum.“ Þá segir í fyrstu reglu hópsins að fólk sem lendi í því að myndir af því rati inn á hópinn eigi það „svo sannarlega skilið.“ Vert er þó að taka fram að í reglum hópsins er einnig tekið fram að börn séu undanþegin. Því er óheimilt að birta myndir af þeim í hópnum. Ríkisútvarpið Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Ólína birti í gær sagði hún að um óþolandi yfirgang og misnotkun á þjónustu RÚV væri að ræða. „Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða andlitinu eða (sem er enn verra) auglýsingum eins og vörumerkjum inn á myndina. Rétt í þessu er ég að horfa á konu sem er með einvhern bévítans poka í höndunum sem hún glennir framan í skjáinn til þess að merkið sjáist. Hún þykist vera að tala í símann. Látum vera þó að börn freistist til þess að veifa í vélina - en fullorðið fólk sem hangir fyrir framan hana mínútum saman og eyðileggur útsýnið frá gosinu,“ skrifar Ólína. Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða...Posted by Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir on Thursday, 1 April 2021 Hún kveðst hafa haft vefstreymið á skjánum í stofunni hjá sér síðan gosið hófst. „Flíruleg andlit ferðamanna sem geta ekki hamið athyglissýkina eða stillt sig um að misnota þennan glugga að gosinu er óþolandi yfirgangur og í raun misnotkun á annars frábærri þjónustu RÚV að sýna beint frá þessum einstæða viðburði.“ „Fávitarnir sem halda að slow TV sé þáttur um slow people“ Ljóst er að Ólína er ekki ein um þess skoðun. Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“ gengur út á nákvæmlega þetta. Þar eru saman komnir yfir þúsund fésbókarmeðlimir sem telja það hinn mesta ruddaskap að ryðjast fram fyrir myndavélina og skyggja þannig á útsýnið yfir gosið. Í lýsingu hópsins segir: „Hér söfnum við inn skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft. Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum.“ Þá segir í fyrstu reglu hópsins að fólk sem lendi í því að myndir af því rati inn á hópinn eigi það „svo sannarlega skilið.“ Vert er þó að taka fram að í reglum hópsins er einnig tekið fram að börn séu undanþegin. Því er óheimilt að birta myndir af þeim í hópnum.
Ríkisútvarpið Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“