Flott opnun í Leirá Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2021 09:00 Veiðisumarið 2021 hófst 1. apríl og eru fréttir farnar að berast af veiðisvæðum víða um land en mest er veitt af sjóbirting þessa fyrstu daga. Veiðisumarið 2021 hófst 1. apríl og eru fréttir farnar að berast af veiðisvæðum víða um land en mest er veitt af sjóbirting þessa fyrstu daga. Leirá er yfirleitt mjög lítil en og nett en fyrstu dagana á vorin er hún þó vatnsmeiri og þegar miklar rigningar hafa gengið yfir hækkar meira í ánni og það er einmitt það sem veiðimenn vilja. Veiði hófst í Leirá 1. apríl eins og víða og það er gekk vonum framar og bera veiðitölur merki um að áinn sé í góðri sókn. Bara á fyrstu vakt komu 20 birtingar á land og þar af einn 90 sm sem er líklega einn sá stærsti sem við höfum heyrt af úr Leirá fyrr og síðar. Fyrir nokkrum árum var sett á sú regla að öllum fiski skyldi sleppa aftur og það er greinilega að hafa góð áhrif því bæði er meira af fiski í henni en menn muna eftir sem og að hann er stærri. Sala veiðileyfa hefur verið frábær í Leirá og er svo komið að okkur skilst að apríl sé gott sem uppseldur en einhverjir örfáir dagar séu eftir í maí. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði
Veiðisumarið 2021 hófst 1. apríl og eru fréttir farnar að berast af veiðisvæðum víða um land en mest er veitt af sjóbirting þessa fyrstu daga. Leirá er yfirleitt mjög lítil en og nett en fyrstu dagana á vorin er hún þó vatnsmeiri og þegar miklar rigningar hafa gengið yfir hækkar meira í ánni og það er einmitt það sem veiðimenn vilja. Veiði hófst í Leirá 1. apríl eins og víða og það er gekk vonum framar og bera veiðitölur merki um að áinn sé í góðri sókn. Bara á fyrstu vakt komu 20 birtingar á land og þar af einn 90 sm sem er líklega einn sá stærsti sem við höfum heyrt af úr Leirá fyrr og síðar. Fyrir nokkrum árum var sett á sú regla að öllum fiski skyldi sleppa aftur og það er greinilega að hafa góð áhrif því bæði er meira af fiski í henni en menn muna eftir sem og að hann er stærri. Sala veiðileyfa hefur verið frábær í Leirá og er svo komið að okkur skilst að apríl sé gott sem uppseldur en einhverjir örfáir dagar séu eftir í maí.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði