Eyfi 60 ára: Fæddist heima í svefnherbergi og var aldrei sendur í tónlistarskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 13:23 Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli í ár. Vísir/Vilhelm Tónlistarmaðurinn Eyjólfur Kristjánsson, betur þekktur sem Eyfi, fagnar sextugsafmæli 17. apríl næstkomandi. Eyfi hefur í gegnum tíðina samið ógrynni laga og texta sem lifað hafa með þjóðinni en Eyfi fór yfir lífið, tilveruna og tónlistina í einlægu páskaviðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í dag. Eyfi er ekki aðeins fær tónlistarmaður heldur hefur hann einnig gert gott mót á sviði íþróttanna. Hann spilaði bæði handbolta og fótbolta, stundaði skíði og varð íslandsmeistari í veggtennis svo fátt eitt sé nefnt. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Þrótti þegar hann var sex eða sjö ára en Eyfi rifjaði upp skemmtilega tíma úr æsku í viðtalinu. Lagvissir foreldrar „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist. Það var svo sem ekkert mikið um tónlist í minni fjölskyldu þannig. En pabbi og mamma voru bæði lagviss,“ segir Eyfi. Hann kom með hraði í heiminn en hann fæddist heima hjá sér árið 1961 í svefnherbergi foreldra sinna í Austurbæ Reykjavíkur. „Ég var eitthvað að flýta mér í heiminn,“ segir Eyfi. Sem ungur drengur fór hann fljótt að sýna píanóinu á heimilinu áhuga en hann kenndi sjálfum sér að spila. Þá hafði hann einnig góða söngrödd sem eftir var tekið. „Samt var ég ekki sendur í tónlistarnám, einhverra hluta vegna. Ég hef oft pælt í því,“ sagði Eyfi. Hann bjó á æskuheimilinu í Vogunum þar hann var 24 ára en þegar hann flutti að heiman var hann þegar byrjaður að vinna fyrir sér sem atvinnutónlistarmaður. Ein af fyrstu hljómsveitunum sem Eyfi var hluti af var þjóðlagasveitin Hálft í hvoru sem Eyfi fylgdi í fjögur ár. Aldrei fengið eins mikið borgað og í hitabylgjunni í Svíþjóð Í viðtalinu rifjar hann upp skemmtilegt tónlistarferðalag sveitarinnar til Svíþjóðar mikilli í hitabylgju sem þar gekk yfir sumar eitt snemma á níunda áratugnum. „Við spiluðum oftar en ekki bara úti. Þetta var eitthvað sem sænska ríkið sá um. Ég man að Hamrahlíðarkórinn var þarna líka á ferð,“ segir Eyfi. „Ég held að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikið greitt fyrir hálfs mánaðar vinnu sem tónlistarmaður á ævi minni,“ segir Eyfi og hlær. Í þættinum rifjar Eyfi einnig upp sögurnar á bak við sum af sínum vinsælustu lögum sem þjóðinni eru vel kunnug á borð við Danska lagið, Álfheiði Björk og Draumur um Nínu. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Tónlist Tímamót Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
Eyfi er ekki aðeins fær tónlistarmaður heldur hefur hann einnig gert gott mót á sviði íþróttanna. Hann spilaði bæði handbolta og fótbolta, stundaði skíði og varð íslandsmeistari í veggtennis svo fátt eitt sé nefnt. Hann byrjaði að æfa fótbolta með Þrótti þegar hann var sex eða sjö ára en Eyfi rifjaði upp skemmtilega tíma úr æsku í viðtalinu. Lagvissir foreldrar „Ég fékk mjög snemma áhuga á tónlist. Það var svo sem ekkert mikið um tónlist í minni fjölskyldu þannig. En pabbi og mamma voru bæði lagviss,“ segir Eyfi. Hann kom með hraði í heiminn en hann fæddist heima hjá sér árið 1961 í svefnherbergi foreldra sinna í Austurbæ Reykjavíkur. „Ég var eitthvað að flýta mér í heiminn,“ segir Eyfi. Sem ungur drengur fór hann fljótt að sýna píanóinu á heimilinu áhuga en hann kenndi sjálfum sér að spila. Þá hafði hann einnig góða söngrödd sem eftir var tekið. „Samt var ég ekki sendur í tónlistarnám, einhverra hluta vegna. Ég hef oft pælt í því,“ sagði Eyfi. Hann bjó á æskuheimilinu í Vogunum þar hann var 24 ára en þegar hann flutti að heiman var hann þegar byrjaður að vinna fyrir sér sem atvinnutónlistarmaður. Ein af fyrstu hljómsveitunum sem Eyfi var hluti af var þjóðlagasveitin Hálft í hvoru sem Eyfi fylgdi í fjögur ár. Aldrei fengið eins mikið borgað og í hitabylgjunni í Svíþjóð Í viðtalinu rifjar hann upp skemmtilegt tónlistarferðalag sveitarinnar til Svíþjóðar mikilli í hitabylgju sem þar gekk yfir sumar eitt snemma á níunda áratugnum. „Við spiluðum oftar en ekki bara úti. Þetta var eitthvað sem sænska ríkið sá um. Ég man að Hamrahlíðarkórinn var þarna líka á ferð,“ segir Eyfi. „Ég held að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikið greitt fyrir hálfs mánaðar vinnu sem tónlistarmaður á ævi minni,“ segir Eyfi og hlær. Í þættinum rifjar Eyfi einnig upp sögurnar á bak við sum af sínum vinsælustu lögum sem þjóðinni eru vel kunnug á borð við Danska lagið, Álfheiði Björk og Draumur um Nínu. Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Tónlist Tímamót Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira