Brennisteinsmengunin mælist um 217,8 µg/m³ en gasið berst úr suðri vegna suðaustanáttar. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu að vindinn fari að lægja um miðnætti og verði breytileg átt í fyrramálið.

Fréttastofu hafa borist símtöl um að þykkan gosmökk megi sjá yfir Vogum.
Finna má upplýsingar um loftgæði á svæðinu hér og brennisteinsmengunarspá Veðurstofunnar hér.