Ný stuttmynd frá Flóttamannastofnun um gildi íþrótta fyrir flóttafólk Heimsljós 6. apríl 2021 10:52 UNHCR Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna frumsýnir nýja stuttmynd um sögu ungrar flóttakonu sem keppir á Ólympíuleikum. Í dag, á alþjóðlegum degi íþrótta í þágu framfara og friðar (International Day of Sport for Development and Peace) frumsýnir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna nýja stuttmynd. Hún sýnir á áhrifamikinn hátt sögu ungrar flóttakonu frá því hún neyðist til að flýja stríðsátök þar til hún er valin til þátttöku á Ólympíuleikum. Stuttmyndin nefndist „Ferðalagið“ (The Journey). Það er skálduð saga ungrar konu sem neyðin hrekur á brott úr eigin landi vegna átaka og ofbeldis. Í miðri skothríð hleypur hún særð um rykuga vegi á sandölum og síðan taka við hættulegar ferðir á sjó og landi þar til hún endurheimtir öryggi sem flóttakona í ókunnu landi. Loks finnur hún tilgang í lífinu gegnum íþróttir og er valin til þátttöku á Ólympíuleikum. Rose Nathike Lokonyen, flóttakona frá Suður-Súdan, bar fána fyrsta ólympíuliðs flóttafólks á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro árið 2016. Hún var ráðgjafi við gerð stuttmyndarinnar en sjálf flúði hún blóðugar ættbálkaerjur í heimalandinu þegar hún var átta ári að aldri. Hún fann að lokum öryggi í Kakuma-flóttamannabúðunum í Kenía þar sem hún eignaðist vini gegnum fótbolta. Hún keppti í 800 metra hlaupi á leikunum í Brasilíu. Rose starfar nú fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með börnum í grennd við Næróbí, höfuðborg Kenía, þar sem hún þjálfar börn á flótta í ýmsum íþróttum en sjálf væntir hún þess að komast á Ólympíuleikana í Tókíó í sumar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Flóttamenn Ólympíuleikar Frjálsar íþróttir Suður-Súdan Kenía Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent
Í dag, á alþjóðlegum degi íþrótta í þágu framfara og friðar (International Day of Sport for Development and Peace) frumsýnir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna nýja stuttmynd. Hún sýnir á áhrifamikinn hátt sögu ungrar flóttakonu frá því hún neyðist til að flýja stríðsátök þar til hún er valin til þátttöku á Ólympíuleikum. Stuttmyndin nefndist „Ferðalagið“ (The Journey). Það er skálduð saga ungrar konu sem neyðin hrekur á brott úr eigin landi vegna átaka og ofbeldis. Í miðri skothríð hleypur hún særð um rykuga vegi á sandölum og síðan taka við hættulegar ferðir á sjó og landi þar til hún endurheimtir öryggi sem flóttakona í ókunnu landi. Loks finnur hún tilgang í lífinu gegnum íþróttir og er valin til þátttöku á Ólympíuleikum. Rose Nathike Lokonyen, flóttakona frá Suður-Súdan, bar fána fyrsta ólympíuliðs flóttafólks á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro árið 2016. Hún var ráðgjafi við gerð stuttmyndarinnar en sjálf flúði hún blóðugar ættbálkaerjur í heimalandinu þegar hún var átta ári að aldri. Hún fann að lokum öryggi í Kakuma-flóttamannabúðunum í Kenía þar sem hún eignaðist vini gegnum fótbolta. Hún keppti í 800 metra hlaupi á leikunum í Brasilíu. Rose starfar nú fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna með börnum í grennd við Næróbí, höfuðborg Kenía, þar sem hún þjálfar börn á flótta í ýmsum íþróttum en sjálf væntir hún þess að komast á Ólympíuleikana í Tókíó í sumar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Flóttamenn Ólympíuleikar Frjálsar íþróttir Suður-Súdan Kenía Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent