Hugleiðingar: Mikið ekinn nýlegur bíll eða lítið ekinn eldri bíll Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. apríl 2021 07:00 Lada 110. Að því gefnu að aðrir þættir eins og öryggi og ástand sé svipað. Hvort er betra að kaupa fjögurra til fimm ára bíl sem er lítið ekinn eða eins til þriggja ára bíl sem er meira ekinn. Spurningin er góð og erfið að svara, það eru auðvitað fleiri breytur sem þarf að taka með í reikninginn. Almennt mun eins til þriggja ára bíll hafa nýlegri öryggisþætti, tækni og aðra virkni. Þótt að akstur bíla sýni augljóslega hversu mikið þeir hafa verið notaðir þá segir akstur ekki endilega alla söguna. Það er hægt að fá vel viðhaldinn bíl sem hefur verið ekið um 150.000km sem er í miklu betra ásigkomulagi en bíll sem er ekinn 50.000km en hefur verið hugsað illa um. Bílar gefast ekki sjálfkrafa upp þegar þeir rjúfa 100.000km múrinn og árátta fyrir því að finna bíla með „einungis einn eiganda“ hjálpar engum. Sá eigandi gæti hafa hugsað illa um bílinn. Ætla má að það muni vera verðmunur á milli nýrri bílsins og þess eldri, þrátt fyrir að sá yngri sé meira ekinn. Á endanum er þetta því spurning um besta bílinn sem þú getur fengið fyrir þann pening sem þú vilt setja í bílinn og hvaða þarfir þú ert með sem kaupandi. Til að draga saman þá er ekki hægt að alhæfa um bílakaup án allra viðeigandi forsendna, sem kunna að vera huldar þegar notaðir bílar eru keyptir. Auk þess sem þarfir einstaklinga eru afar ólíkar. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður
Spurningin er góð og erfið að svara, það eru auðvitað fleiri breytur sem þarf að taka með í reikninginn. Almennt mun eins til þriggja ára bíll hafa nýlegri öryggisþætti, tækni og aðra virkni. Þótt að akstur bíla sýni augljóslega hversu mikið þeir hafa verið notaðir þá segir akstur ekki endilega alla söguna. Það er hægt að fá vel viðhaldinn bíl sem hefur verið ekið um 150.000km sem er í miklu betra ásigkomulagi en bíll sem er ekinn 50.000km en hefur verið hugsað illa um. Bílar gefast ekki sjálfkrafa upp þegar þeir rjúfa 100.000km múrinn og árátta fyrir því að finna bíla með „einungis einn eiganda“ hjálpar engum. Sá eigandi gæti hafa hugsað illa um bílinn. Ætla má að það muni vera verðmunur á milli nýrri bílsins og þess eldri, þrátt fyrir að sá yngri sé meira ekinn. Á endanum er þetta því spurning um besta bílinn sem þú getur fengið fyrir þann pening sem þú vilt setja í bílinn og hvaða þarfir þú ert með sem kaupandi. Til að draga saman þá er ekki hægt að alhæfa um bílakaup án allra viðeigandi forsendna, sem kunna að vera huldar þegar notaðir bílar eru keyptir. Auk þess sem þarfir einstaklinga eru afar ólíkar.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður