„Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. apríl 2021 17:49 Svava, Brian og Rannveig gengu að eldgosinu í dag. Það er fyrsta skiptið sem Brian og Rannveig berja eldgos augum. Vísir/Egill Stríður straumur fólks hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag og eru margir að berja eldgos augum í fyrsta sinn á æfinni. Veðrið í dag hefur líklega ekki skemmt fyrir enda sólríkt þó kuldinn sé mikill og rok á svæðinu. „Þetta var stórkostlegt en það var mjög kalt,“ segir Rannveig Marta Sarc þegar fréttamann bar að garði. „Og mikill vindur.“ Rannveig kom til landsins fyrir rúmri viku ásamt kærasta sínum, Brian Hong, en þau komu hingað alla leið frá Chicago. „Það eru engin eldfjöll þar,“ segir Brian og hlær. Hann segir að sjónarspilið hafi verið stórfenglegt. „Það vall svo mikið hraun úr sprungunum. Við komumst ekki svo nálægt í dag vegna gassins og öryggisreglna en þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Brian. Hann segir að gangan hafi tekið nokkuð á. „Á leiðinni niður hélt ég stundum að ég gæti dáið en við lifðum þetta af,“ segir Brian og hlær. Fékk að sjá Heklu gjósa árið 1970 Þetta er annað skiptið sem Brian heimsækir Ísland. Móðir Rannveigar, Svava Bernharðsdóttir, segir ekki annað hafa verið hægt en að sýna unga fólkinu eldgosið. „Dóttir mín og tengdasonur komu til landsins og ég var með mikinn móral yfir því að hafa aldrei sýnt henni eldgos. Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos. En núna get ég hakað við það, nú er ég útskrifuð, nú getur hún farið að heiman,“ segir Svava. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Svava ber eldgos augum en hún var búsett austur á Skeiðum þegar Hekla gaus árið 1970. „Við sáum það bara út um stofugluggann. Reyndar var ég að horfa á sjónvarpið þegar Eiður Guðnason fréttamaður stöðvaði útsendinguna, fölur í framan, og sagði að Hekla væri byrjuð að gjósa,“ segir Svava. „Við flugum út í stofu og horfðum á. Við fórum svo næsta dag alveg upp að hrauninu, það var ógleymanlegt. Nú fengu þau allan pakkann, eld og ís, Ísland í hnotskurn,“ segir Svava. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. 7. apríl 2021 23:37 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
„Þetta var stórkostlegt en það var mjög kalt,“ segir Rannveig Marta Sarc þegar fréttamann bar að garði. „Og mikill vindur.“ Rannveig kom til landsins fyrir rúmri viku ásamt kærasta sínum, Brian Hong, en þau komu hingað alla leið frá Chicago. „Það eru engin eldfjöll þar,“ segir Brian og hlær. Hann segir að sjónarspilið hafi verið stórfenglegt. „Það vall svo mikið hraun úr sprungunum. Við komumst ekki svo nálægt í dag vegna gassins og öryggisreglna en þetta var alveg stórkostlegt,“ segir Brian. Hann segir að gangan hafi tekið nokkuð á. „Á leiðinni niður hélt ég stundum að ég gæti dáið en við lifðum þetta af,“ segir Brian og hlær. Fékk að sjá Heklu gjósa árið 1970 Þetta er annað skiptið sem Brian heimsækir Ísland. Móðir Rannveigar, Svava Bernharðsdóttir, segir ekki annað hafa verið hægt en að sýna unga fólkinu eldgosið. „Dóttir mín og tengdasonur komu til landsins og ég var með mikinn móral yfir því að hafa aldrei sýnt henni eldgos. Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos. En núna get ég hakað við það, nú er ég útskrifuð, nú getur hún farið að heiman,“ segir Svava. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem Svava ber eldgos augum en hún var búsett austur á Skeiðum þegar Hekla gaus árið 1970. „Við sáum það bara út um stofugluggann. Reyndar var ég að horfa á sjónvarpið þegar Eiður Guðnason fréttamaður stöðvaði útsendinguna, fölur í framan, og sagði að Hekla væri byrjuð að gjósa,“ segir Svava. „Við flugum út í stofu og horfðum á. Við fórum svo næsta dag alveg upp að hrauninu, það var ógleymanlegt. Nú fengu þau allan pakkann, eld og ís, Ísland í hnotskurn,“ segir Svava.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27 Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. 7. apríl 2021 23:37 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. 8. apríl 2021 14:27
Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20
Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt. 7. apríl 2021 23:37