Segir viðbúnað á gossvæðinu „eitthvað sem gengur ekki til lengri tíma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2021 20:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt og mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu í dag. Unnið er að breytingu á skipulögðum viðbúnaði á svæðinu. Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíðar sprungur gætu þýtt aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan en að of snemmt væri að fullyrða um það. Gasmengun í höfuðborginni Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að hún hafi áhrif á heilsu fólks. Líkur eru á að mengunin verði meiri í borginni í kvöld og er fólk hvatt til að fylgjast vel með gasmengunarspám. Mikill kostnaður Gossvæðið var vaktað af lögreglu og björgunarsveitum í dag og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Viðbragðsaðilar munu standa vaktina frá hádegi til miðnættis næstu daga en almannavarnir vinna nú að breytingu á viðbúnaði á svæðinu til lengri tíma litið. „En eins og ég sagði áðan þá er þetta eitthvað sem getur ekki gengið með svona miklum mannafla til lengri tíma og kostnaðurinn af þessu er auðvitað mjög mikill,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Helstu áhyggjur almannavarna snúa að fólki sem er illa búið á svæðinu. „Alvarlegustu verkefnin undanfarna daga hafa einmitt snúið að því að fólk hefur verið að detta og meiða sig og fólk hefur verið að fara inn á svæði sem við teljum mjög varasöm og þar af leiðandi höfum við þurft að senda okkar viðbragðsaðila á eftir fólki til að sækja það og koma því frá. Oft er þetta fólk sem áttar sig ekki á aðstæðum og verður hughrifið á staðnum. Þetta er auðvitað mikið sjónarspil. Sérstaklega í myrkrinu,“ sagði Víðir. Á þessu korti almannavarna sést svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan hættusvæðisins geta verið aðrar hættur á borð við gassöfnun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira
Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíðar sprungur gætu þýtt aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan en að of snemmt væri að fullyrða um það. Gasmengun í höfuðborginni Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að hún hafi áhrif á heilsu fólks. Líkur eru á að mengunin verði meiri í borginni í kvöld og er fólk hvatt til að fylgjast vel með gasmengunarspám. Mikill kostnaður Gossvæðið var vaktað af lögreglu og björgunarsveitum í dag og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Viðbragðsaðilar munu standa vaktina frá hádegi til miðnættis næstu daga en almannavarnir vinna nú að breytingu á viðbúnaði á svæðinu til lengri tíma litið. „En eins og ég sagði áðan þá er þetta eitthvað sem getur ekki gengið með svona miklum mannafla til lengri tíma og kostnaðurinn af þessu er auðvitað mjög mikill,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Helstu áhyggjur almannavarna snúa að fólki sem er illa búið á svæðinu. „Alvarlegustu verkefnin undanfarna daga hafa einmitt snúið að því að fólk hefur verið að detta og meiða sig og fólk hefur verið að fara inn á svæði sem við teljum mjög varasöm og þar af leiðandi höfum við þurft að senda okkar viðbragðsaðila á eftir fólki til að sækja það og koma því frá. Oft er þetta fólk sem áttar sig ekki á aðstæðum og verður hughrifið á staðnum. Þetta er auðvitað mikið sjónarspil. Sérstaklega í myrkrinu,“ sagði Víðir. Á þessu korti almannavarna sést svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan hættusvæðisins geta verið aðrar hættur á borð við gassöfnun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Innlent „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Innlent Fleiri fréttir Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Sjá meira