Fór í djúpt þunglyndi eftir ungfrú Ísland og Áttuna Stefán Árni Pálsson skrifar 15. apríl 2021 15:30 Donna Cruz opnar sig um þunglyndi í samtali við Sölva Tryggvason. Donna Cruz flutti fjögurra ára gömul til Íslands frá Filippseyjum, hún sló nýlega í gegn fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Agnes Joy þar sem hún fór með eitt af aðalhlutverkunum. Donna skaust fyrst fram á sjónarsviðið á Íslandi sem þáttakandi í Ungfrú Ísland og síðar sem einn af meðlimum Áttunnar en hún er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. „Ég fékk talsverða athygli eftir Ungfrú Ísland og þaðan fór ég í Áttuna og það stækkaði svo hratt og þá byrjaði ég að fá mikla athygli á samfélagsmiðlum. Ég vildi það alveg, en svo þegar athyglin var komin vissi ég ekki alveg hvernig ég ætti að haga mér. Ég var svo ung að ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að höndla það og það hafði áhrif á andlegu hliðina hjá mér. Fólk leyfir sér að segja alls konar hluti á samfélagsmiðlum og þó að maður viti að maður eigi ekki að taka það inn á sig hefur það samt bara áhrif á mann, ég var oft lítil í mér á þessum tíma og ég er mikil tilfinningavera, en með árunum hef ég lært að taka þetta ekki jafn mikið inn á mig,“ segir Donna, sem á tímabili var komin í slæmt þunglyndi. ,,Það er alltaf erfitt að opna gömul sár, en maður verður að gera það og það hjálpar að tala um það, en ég er stundum treg til að leita mér hjálpar þegar ég ætti að gera það. Þetta náði hápunkti þegar ég var 16-17 ára gömul og endaði með því að ég reyndi að fyrirfara mér. Ég var búinn að bæla svo margt niður í mörg ár.“ Var ekki viss hvort það væri pláss fyrir sig á Íslandi Donna hafði nánast gefið drauminn um að verða leikkona upp á bátinn þegar henni var boðið í áheyrnarprufur fyrir Agnes Joy. „Mig hefur alltaf langað að verða leikkona, alveg frá því að ég var lítil stelpa, en var ekki viss um að það væri pláss fyrir mig á Íslandi. Þannig að ég var búinn að setja þennan draum á hilluna þegar það var haft samband við mig út af Agnes Joy. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað grín og datt ekki í hug að þetta væri svona stórt hlutverk….Ég var mjög stressuð í áheyrnarprufunum og eftir að ég fór út í bíl og sagði kærastanum mínum frá þessu þurfti ég að biðja hann um að stoppa bílinn og ég opnaði hurðina og ældi.” Þegar Donna byrjaði í grunnskóla var lítið um innflytjendur á Íslandi og hún upplifði erfiðleika við að vera öðruvísi sem barn. „Þegar ég byrjaði í grunnskóla vorum við fimm sem vorum af erlendu bergi brotin í öllum skólanum. Ég man að ég skammaðist mín mjög mikið fyrir að vera öðruvísi og fannst ég aldrei alveg eiga heima þarna. Nestið mitt var öðruvísi en hjá hinum krökkunum og ég man að ég sagði oft við mömmu að ég vildi ekki taka nestið með mér. Maturinn minn var öðruvísi og það var önnur lykt af honum og ég henti nestinu oft. En ég hef sett rosalega margt af því sem ég upplifði sem barn ofan í skúffu, af því að ef ég væri stanslaust að pæla í því myndi ég ekki lifa af. Ég er búinn að vera að bæla sumt niður, en eftir Black Lives Matter og fleira hef ég verið að opna skúffuna meira og horfa á þessar upplifanir. Það er stundum vont, en það er mikilvægt til þess að þekkja sjálfan sig betur. En ég geri það í skömmtum svo það verði ekki yfirþyrmandi. Sem betur fer er margt að breytast og ég held að í dag þætti það bara flott að mæta með asískan mat í skólann og krakkarnir myndu vilja smakka.” Hætt í Vottum Jehóva en mjög trúuð Donna var í Vottum Jehóva í gegnum alla barnæskuna, en á unglingsaldri áttaði hún sig á því að hún vildi hætta í söfnuðinum. „Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað. Við fórum í messu tvisvar í viku og út að predika á laugardögum. Ég fór þá á milli húsa með ömmu minni og við töluðum við fólk. En svo þegar ég var orðin 14-15 ára fór ég að hlusta betur á boðskapinn og fann að þetta var ekki alveg fyrir mig þó að ég sé mjög trúuð. Þegar ég hætti var það mjög erfitt af því að mér leið eins og ég væri að hætta með ömmu minni. Hún tók því frekar illa og við töluðum ekki saman í 3 mánuði, sem er mjög mikið fyrir okkur. En þegar afi minn lést töluðum við saman aftur og þá skildi hún þetta vel og við urðum aftur mjög góðar vinkonur en þó að ég hafi hætt í Vottum Jehóva er ég mjög trúuð og bið mikið alltaf þegar ég er að ganga í gegnum erfið tímabil. Þó að ég mæti ekki í messur er ég alveg viss um að það er einhver æðri máttur sem er stærri en við.“ Í þættinum ræða Sölvi og Donna um leiklistina, samfélagsmiðla, falinn rasisma á Íslandi og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Geðheilbrigði Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Donna skaust fyrst fram á sjónarsviðið á Íslandi sem þáttakandi í Ungfrú Ísland og síðar sem einn af meðlimum Áttunnar en hún er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. „Ég fékk talsverða athygli eftir Ungfrú Ísland og þaðan fór ég í Áttuna og það stækkaði svo hratt og þá byrjaði ég að fá mikla athygli á samfélagsmiðlum. Ég vildi það alveg, en svo þegar athyglin var komin vissi ég ekki alveg hvernig ég ætti að haga mér. Ég var svo ung að ég vissi ekki alveg hvernig ég ætti að höndla það og það hafði áhrif á andlegu hliðina hjá mér. Fólk leyfir sér að segja alls konar hluti á samfélagsmiðlum og þó að maður viti að maður eigi ekki að taka það inn á sig hefur það samt bara áhrif á mann, ég var oft lítil í mér á þessum tíma og ég er mikil tilfinningavera, en með árunum hef ég lært að taka þetta ekki jafn mikið inn á mig,“ segir Donna, sem á tímabili var komin í slæmt þunglyndi. ,,Það er alltaf erfitt að opna gömul sár, en maður verður að gera það og það hjálpar að tala um það, en ég er stundum treg til að leita mér hjálpar þegar ég ætti að gera það. Þetta náði hápunkti þegar ég var 16-17 ára gömul og endaði með því að ég reyndi að fyrirfara mér. Ég var búinn að bæla svo margt niður í mörg ár.“ Var ekki viss hvort það væri pláss fyrir sig á Íslandi Donna hafði nánast gefið drauminn um að verða leikkona upp á bátinn þegar henni var boðið í áheyrnarprufur fyrir Agnes Joy. „Mig hefur alltaf langað að verða leikkona, alveg frá því að ég var lítil stelpa, en var ekki viss um að það væri pláss fyrir mig á Íslandi. Þannig að ég var búinn að setja þennan draum á hilluna þegar það var haft samband við mig út af Agnes Joy. Ég hélt fyrst að það væri eitthvað grín og datt ekki í hug að þetta væri svona stórt hlutverk….Ég var mjög stressuð í áheyrnarprufunum og eftir að ég fór út í bíl og sagði kærastanum mínum frá þessu þurfti ég að biðja hann um að stoppa bílinn og ég opnaði hurðina og ældi.” Þegar Donna byrjaði í grunnskóla var lítið um innflytjendur á Íslandi og hún upplifði erfiðleika við að vera öðruvísi sem barn. „Þegar ég byrjaði í grunnskóla vorum við fimm sem vorum af erlendu bergi brotin í öllum skólanum. Ég man að ég skammaðist mín mjög mikið fyrir að vera öðruvísi og fannst ég aldrei alveg eiga heima þarna. Nestið mitt var öðruvísi en hjá hinum krökkunum og ég man að ég sagði oft við mömmu að ég vildi ekki taka nestið með mér. Maturinn minn var öðruvísi og það var önnur lykt af honum og ég henti nestinu oft. En ég hef sett rosalega margt af því sem ég upplifði sem barn ofan í skúffu, af því að ef ég væri stanslaust að pæla í því myndi ég ekki lifa af. Ég er búinn að vera að bæla sumt niður, en eftir Black Lives Matter og fleira hef ég verið að opna skúffuna meira og horfa á þessar upplifanir. Það er stundum vont, en það er mikilvægt til þess að þekkja sjálfan sig betur. En ég geri það í skömmtum svo það verði ekki yfirþyrmandi. Sem betur fer er margt að breytast og ég held að í dag þætti það bara flott að mæta með asískan mat í skólann og krakkarnir myndu vilja smakka.” Hætt í Vottum Jehóva en mjög trúuð Donna var í Vottum Jehóva í gegnum alla barnæskuna, en á unglingsaldri áttaði hún sig á því að hún vildi hætta í söfnuðinum. „Ég var í Vottum Jehóva þangað til að ég var fimmtán ára og þekkti ekkert annað. Við fórum í messu tvisvar í viku og út að predika á laugardögum. Ég fór þá á milli húsa með ömmu minni og við töluðum við fólk. En svo þegar ég var orðin 14-15 ára fór ég að hlusta betur á boðskapinn og fann að þetta var ekki alveg fyrir mig þó að ég sé mjög trúuð. Þegar ég hætti var það mjög erfitt af því að mér leið eins og ég væri að hætta með ömmu minni. Hún tók því frekar illa og við töluðum ekki saman í 3 mánuði, sem er mjög mikið fyrir okkur. En þegar afi minn lést töluðum við saman aftur og þá skildi hún þetta vel og við urðum aftur mjög góðar vinkonur en þó að ég hafi hætt í Vottum Jehóva er ég mjög trúuð og bið mikið alltaf þegar ég er að ganga í gegnum erfið tímabil. Þó að ég mæti ekki í messur er ég alveg viss um að það er einhver æðri máttur sem er stærri en við.“ Í þættinum ræða Sölvi og Donna um leiklistina, samfélagsmiðla, falinn rasisma á Íslandi og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Geðheilbrigði Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira