Fengu tíu milljóna styrk eftir að samstarfi við Íslandsspil var slitið Sylvía Hall skrifar 15. apríl 2021 19:13 Einar Hermannsson, formaður SÁÁ, segir ákvörðun um að slíta samstarfi við Íslandsspil vera gæfuspor. sAMSETT Formaður SÁÁ segir ákvörðun samtakanna um að slíta formlega samstarfi við Íslandsspil sýna samtökin meti mannúð fram yfir peninga. Hann telur það mikið gæfuspor fyrir samtökin, sem geti nú loks tekið þátt í umræðu um spilafíkn út frá skjólstæðingum sínum. Í kjölfar ákvörðunarinnar veitti einstaklingur samtökunum tíu milljóna styrk til að koma til móts við fyrirsjáanlegan tekjumissi. „Eftir útgöngu okkar hafa umræður farið af stað um siðferði góðgerðasamtaka vegna reksturs á spilakössum svo og almenn umræða um spilafíkn. Það er mikill munur fyrir okkur hjá SÁÁ að geta nú tekið þátt í þeirri umræðu eingöngu út frá skjólstæðingum með spilafíkn og aðstoða þá við að ná bata,“ skrifar Einar Hermannsson í pistli á síðu SÁÁ. Hann segir finna fyrir gríðarlegri ánægju, bæði í samfélaginu og innan samtakanna, með þá ákvörðun að slíta samstarfinu. Einn einstaklingur, sem kaus að halda nafnleynd, ákvað að styrkja samtökin um tíu milljónir í kjölfar ákvörðunarinnar og vildi þannig heiðra minningu eiginkonu sinnar. Hann sé fullur þakklætis fyrir starf SÁÁ. Brot úr bréfi mannsins var birt með pistlinum á síðu SÁÁ þar sem honum er þakkað fyrir hans framlag: „Starf SÁÁ hefur lengst af verið fjármagnað með sjálfsaflafé og stuðningi félagsmanna, almennings og áhugamanna um áfengis- og vímuefnavanda. Þar sem spilafíkn er ein tegund fíknar hefur SÁÁ nú tekið þá samfélagslegu og siðferðislegu ákvörðun að taka ekki lengur við fjármunum sem fengnir eru með hagnaði af spilakössum. Af því leiðir tekjumissir fyrir samtökin, tekjumissir sem ég vil koma til móts við með því að heiðra minningu konunnar minnar og eigin edrúmennsku í rúm fjörutíu ár.“ Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Lokum spilakössunum! Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. 25. febrúar 2021 10:31 Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29 „Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. 5. febrúar 2021 15:34 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
„Eftir útgöngu okkar hafa umræður farið af stað um siðferði góðgerðasamtaka vegna reksturs á spilakössum svo og almenn umræða um spilafíkn. Það er mikill munur fyrir okkur hjá SÁÁ að geta nú tekið þátt í þeirri umræðu eingöngu út frá skjólstæðingum með spilafíkn og aðstoða þá við að ná bata,“ skrifar Einar Hermannsson í pistli á síðu SÁÁ. Hann segir finna fyrir gríðarlegri ánægju, bæði í samfélaginu og innan samtakanna, með þá ákvörðun að slíta samstarfinu. Einn einstaklingur, sem kaus að halda nafnleynd, ákvað að styrkja samtökin um tíu milljónir í kjölfar ákvörðunarinnar og vildi þannig heiðra minningu eiginkonu sinnar. Hann sé fullur þakklætis fyrir starf SÁÁ. Brot úr bréfi mannsins var birt með pistlinum á síðu SÁÁ þar sem honum er þakkað fyrir hans framlag: „Starf SÁÁ hefur lengst af verið fjármagnað með sjálfsaflafé og stuðningi félagsmanna, almennings og áhugamanna um áfengis- og vímuefnavanda. Þar sem spilafíkn er ein tegund fíknar hefur SÁÁ nú tekið þá samfélagslegu og siðferðislegu ákvörðun að taka ekki lengur við fjármunum sem fengnir eru með hagnaði af spilakössum. Af því leiðir tekjumissir fyrir samtökin, tekjumissir sem ég vil koma til móts við með því að heiðra minningu konunnar minnar og eigin edrúmennsku í rúm fjörutíu ár.“
Fíkn Fjárhættuspil Tengdar fréttir Lokum spilakössunum! Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. 25. febrúar 2021 10:31 Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29 „Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. 5. febrúar 2021 15:34 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Lokum spilakössunum! Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. 25. febrúar 2021 10:31
Spilaði bókstaflega allt frá sér Karítas Valsdóttir er 34 ára þriggja barna móðir og er hún forfallinn spilafíkill sem misst hefur allt frá sér vegna fíknarinnar. 22. febrúar 2021 10:29
„Plís ekki opna þessa kassa aftur“ Spilakassar eru tímaskekkja, segir Alma Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn, en á miðnætti opnuðu samtökin vefsíðuna lokum.is þar sem hvatt er til þess að spilasölum með spilakössum verði lokað til frambúðar. 5. febrúar 2021 15:34