Árás á Freyju árás á alla fatlaða foreldra Snorri Másson skrifar 16. apríl 2021 12:28 Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir gagnrýnir fordómafulla umræðu um Freyju Haraldsdóttur. Aðsend Úrskurður Barnaverndarstofu um að Freyja Haraldsdóttir sé hæf til að taka að sér fósturbarn, hefur vakið umræðu sem er í mörgum tilvikum fordómafull, að mati Ingu Bjarkar fötlunaraktívista. Hún segir nauðsynlegt að fólk hætti að ákveða fyrir fólk með fötlun hvað það er fært um og hvað ekki. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir er margreyndur fötlunaraktívisti og er starfsmaður Landssamtaka Þroskahjálpar. Hún er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og notar hjólastól í daglegu lífi. Inga og sambýliskona hennar eignuðust son fyrir einu og hálfu ári, þannig að hún tekur umræðu um meinta vanhæfni foreldra með fötlun persónulega. „Þetta er auðvitað bara mjög meiðandi umræða. Það þekkir enginn betur þennan veruleika heldur en fatlaðir foreldrar sjálfir. Ég er með NPA-aðstoð inni á heimilinu hjá mér og sonur minn, sem er eins og hálfs árs gamall, hefur alist upp við að mamma hans þarf aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs. Það er ekki ein taug í syni mínum sem efast um það hver sé mamma hans þó að ég þurfi kannski aðstoð við að hræra í pottum, setja í þvottavél og klæða hann í föt. Það er auðvitað ég sem er við stýrið í allri hans umönnun og öllu hans uppeldi,“ sagði Inga í hádegisfréttum Bylgjunnar. Inga og Flosi.Facebook Inga segir að fjölskyldulífið sé yndislegt. „Við eigum bara ótrúlega gott og náið samband og njótum þess að vera saman. Eins og allir sem eiga börn vita snýst uppeldi um svo miklu, miklu meira heldur en að vera manneskjan sem hrærir í pottinum og klæðir börn í sokka. Það eru allar samverustundirnar, að ærslast saman, að púsla og lesa og uppgötva heiminn, sem auðvitað skiptir mestu máli. Þessi líkamlegi hluti er einn hluti af uppeldi barna og hann er alveg hægt að uppfylla með aðstoð.“ Fatlaðir foreldrar út um allt land Freyja Haraldsdóttir hefur farið í gegnum sjö ára ferli og þrætt öll dómstig til að fá úr því skorið að hún sé hæf til að taka að sér fósturbarn. Ljóst er að allir þar til bærir sérfræðingar hafa því metið málið þannig. Að halda öðru fram er að sögn Ingu Bjarkar árás á alla fatlaða foreldra. „Ég myndi segja að þetta einkennist af miklum fordómum vegna þess að þegar við teljum okkur geta metið getu fatlaðs fólks sem við þekkjum ekki erum við að alhæfa yfir allan hópinn. Það er margt fatlað fólk sem tekur þetta ofboðslega nærri sér. Við megum ekki gleyma því að í íslensku samfélagi út um allt land eru fatlaðir foreldrar sem eru til dæmis með NPA-aðstoð og annars konar aðstoð, sem eru að sinna sínu foreldrahlutverki með prýði. Öll umræða um meinta vanhæfni Freyju og að hún geti ekki sinnt þessu hlutverki er í raun árás á alla fatlaða foreldra.“ Talin hæfari vegna þess að hún situr upprétt Umræðan verður að breytast, rétt eins og hefur gerst að nokkru leyti með til dæmis samkynja foreldra, sem voru áður taldir síður hæfir til að ala upp börn en aðrir. „Ég held að fólk þurfi að átta sig á að það getur ekkert sagt til um hæfni og getu fatlaðs fólk sem það þekkir ekki neitt. Margir telja mig vera hæfari foreldri vegna þess að ég sit upprétt í mínum hjólastól en fólk veit samt ekkert um mína getu og hvað ég get ekki. Við getum ekki alhæft um hópa út frá því hvaða hópum einstaklingar tilheyra. Fatlað fólk er auðvitað bara mjög fjölbreytt og hefur bara sína færni og getu til að annast börn eins og aðrir.“ Börn og uppeldi Réttindi barna Dómstólar Mannréttindi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu. 13. apríl 2021 15:18 Freyja metin hæf til að taka að sér fósturbarn Barnaverndarstofa hefur metið Freyju Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmann og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, hæfa til að taka að sér fósturbarn. 13. apríl 2021 00:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir er margreyndur fötlunaraktívisti og er starfsmaður Landssamtaka Þroskahjálpar. Hún er með taugahrörnunarsjúkdóminn SMA og notar hjólastól í daglegu lífi. Inga og sambýliskona hennar eignuðust son fyrir einu og hálfu ári, þannig að hún tekur umræðu um meinta vanhæfni foreldra með fötlun persónulega. „Þetta er auðvitað bara mjög meiðandi umræða. Það þekkir enginn betur þennan veruleika heldur en fatlaðir foreldrar sjálfir. Ég er með NPA-aðstoð inni á heimilinu hjá mér og sonur minn, sem er eins og hálfs árs gamall, hefur alist upp við að mamma hans þarf aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs. Það er ekki ein taug í syni mínum sem efast um það hver sé mamma hans þó að ég þurfi kannski aðstoð við að hræra í pottum, setja í þvottavél og klæða hann í föt. Það er auðvitað ég sem er við stýrið í allri hans umönnun og öllu hans uppeldi,“ sagði Inga í hádegisfréttum Bylgjunnar. Inga og Flosi.Facebook Inga segir að fjölskyldulífið sé yndislegt. „Við eigum bara ótrúlega gott og náið samband og njótum þess að vera saman. Eins og allir sem eiga börn vita snýst uppeldi um svo miklu, miklu meira heldur en að vera manneskjan sem hrærir í pottinum og klæðir börn í sokka. Það eru allar samverustundirnar, að ærslast saman, að púsla og lesa og uppgötva heiminn, sem auðvitað skiptir mestu máli. Þessi líkamlegi hluti er einn hluti af uppeldi barna og hann er alveg hægt að uppfylla með aðstoð.“ Fatlaðir foreldrar út um allt land Freyja Haraldsdóttir hefur farið í gegnum sjö ára ferli og þrætt öll dómstig til að fá úr því skorið að hún sé hæf til að taka að sér fósturbarn. Ljóst er að allir þar til bærir sérfræðingar hafa því metið málið þannig. Að halda öðru fram er að sögn Ingu Bjarkar árás á alla fatlaða foreldra. „Ég myndi segja að þetta einkennist af miklum fordómum vegna þess að þegar við teljum okkur geta metið getu fatlaðs fólks sem við þekkjum ekki erum við að alhæfa yfir allan hópinn. Það er margt fatlað fólk sem tekur þetta ofboðslega nærri sér. Við megum ekki gleyma því að í íslensku samfélagi út um allt land eru fatlaðir foreldrar sem eru til dæmis með NPA-aðstoð og annars konar aðstoð, sem eru að sinna sínu foreldrahlutverki með prýði. Öll umræða um meinta vanhæfni Freyju og að hún geti ekki sinnt þessu hlutverki er í raun árás á alla fatlaða foreldra.“ Talin hæfari vegna þess að hún situr upprétt Umræðan verður að breytast, rétt eins og hefur gerst að nokkru leyti með til dæmis samkynja foreldra, sem voru áður taldir síður hæfir til að ala upp börn en aðrir. „Ég held að fólk þurfi að átta sig á að það getur ekkert sagt til um hæfni og getu fatlaðs fólk sem það þekkir ekki neitt. Margir telja mig vera hæfari foreldri vegna þess að ég sit upprétt í mínum hjólastól en fólk veit samt ekkert um mína getu og hvað ég get ekki. Við getum ekki alhæft um hópa út frá því hvaða hópum einstaklingar tilheyra. Fatlað fólk er auðvitað bara mjög fjölbreytt og hefur bara sína færni og getu til að annast börn eins og aðrir.“
Börn og uppeldi Réttindi barna Dómstólar Mannréttindi Fjölskyldumál Tengdar fréttir Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu. 13. apríl 2021 15:18 Freyja metin hæf til að taka að sér fósturbarn Barnaverndarstofa hefur metið Freyju Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmann og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, hæfa til að taka að sér fósturbarn. 13. apríl 2021 00:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Ekkert „plan b“ að taka barn í fóstur Freyja Haraldsdóttir, baráttukona fyrir réttindum fólks með fötlun og fyrrverandi varaþingmaður, upplifir mikinn létti og gleði yfir því að Barnaverndarstofa hafi metið hana hæfa til að taka að sér fósturbarn – og það eftir sjö ára þrautagöngu í kerfinu. 13. apríl 2021 15:18
Freyja metin hæf til að taka að sér fósturbarn Barnaverndarstofa hefur metið Freyju Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmann og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra, hæfa til að taka að sér fósturbarn. 13. apríl 2021 00:03