Krefjast þess að Ísland hætti afskiptum af innanríkismálum Kína Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2021 16:27 Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi Vísir/Einar Viðskiptaþvinganir Kína gegn íslenskum lögmanni byggja á ákvörðun yfirvalda hér á landi að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum þar í landi. Í stóryrtri yfirlýsingu frá sendiráði Kína hér á landi segir að ákvörðun stjórnvalda byggi á engu nema lygum og upplýsingafölsun. Í yfirlýsingunni, sem birt var á vef sendiráðsins, er því haldið fram að ákvörðun ríkisstjórnar Íslands brjóti bæði gegn alþjóðalögum og stöðlum í milliríkjasamskiptum. Þar að auki skemmi hún verulega samband Íslands og Kína. Þá segir að utanríkisráðuneyti Kína hafi kallað sendiherra Íslands þar á teppið og mótmælum yfirvalda í Peking komið á framfæri við hann. „Kína er staðráðið í að vernda fullveldi, öryggi og hagsmuni ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni. „Við krefjumst þess að Ísland virði fullveldi, öryggi og hagsmuni ríkisins, og hætti afskiptum af innanríkismálum Kína undir yfirskyni mannréttinda.“ Lögmanninum Jónasi Haraldssyni hefur verið meinað að ferðast til Kina og eigur hans þar, ef einhverjar, frystar. Hann hefur skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann hefur gagnrýnt yfirvöld í Kína. Guðlaugur Þór Guðlaugsson, utanríkisráðherra, hefur lýst aðgerðunum sem algerlega óviðunandi. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir berum orðum að Jónas hafi verið beittur viðskiptaþvingunum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands í síðasta mánuði um að taka þátt í samstilltum aðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum. Yfirvöld í Kína hafa undanfarin ár verið sökuð um alvarleg mannréttindabrot í Xinjiang-héraði, þar sem íbúar tilheyra flestir þjóðarbroti sem kallast Úígúrar. Um er að ræða múslima sem tala tungumál sem byggir á tyrknesku. Hundruð þúsund þeirra hafa verið færð í búðir sem yfirvöld í Kína hafa kallað „endurmenntunarbúðir“ en þaðan hafa borist fjölmargar fregnir um umfangsmikil mannréttindabrot eins og þrælkunarvinnu, þvingaðar ófrjósemisaðgerðir og alvarleg kynferðisbrot. Sjá einnig: Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Þessu hefur ítrekað verið lýst sem mannréttindabrotum og jafnvel þjóðarmorði. Ráðamenn í Peking hafa ítrekað sagt að um innanríkismál sé að ræða og það komi umheiminum ekki við. Þá hefur því verið haldið fram að um sé að ræða búðir þar sem Úígúrar hljóti þjálfun sem eigi að nýtast þeim vel í nútímasamfélagi. Kína Utanríkismál Mannréttindi Tengdar fréttir Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið. 14. apríl 2021 10:11 ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Í yfirlýsingunni, sem birt var á vef sendiráðsins, er því haldið fram að ákvörðun ríkisstjórnar Íslands brjóti bæði gegn alþjóðalögum og stöðlum í milliríkjasamskiptum. Þar að auki skemmi hún verulega samband Íslands og Kína. Þá segir að utanríkisráðuneyti Kína hafi kallað sendiherra Íslands þar á teppið og mótmælum yfirvalda í Peking komið á framfæri við hann. „Kína er staðráðið í að vernda fullveldi, öryggi og hagsmuni ríkisins,“ segir í yfirlýsingunni. „Við krefjumst þess að Ísland virði fullveldi, öryggi og hagsmuni ríkisins, og hætti afskiptum af innanríkismálum Kína undir yfirskyni mannréttinda.“ Lögmanninum Jónasi Haraldssyni hefur verið meinað að ferðast til Kina og eigur hans þar, ef einhverjar, frystar. Hann hefur skrifað greinar í Morgunblaðið þar sem hann hefur gagnrýnt yfirvöld í Kína. Guðlaugur Þór Guðlaugsson, utanríkisráðherra, hefur lýst aðgerðunum sem algerlega óviðunandi. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir berum orðum að Jónas hafi verið beittur viðskiptaþvingunum vegna ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands í síðasta mánuði um að taka þátt í samstilltum aðgerðum gegn Kína vegna mannréttindabrota á Úígúrum. Yfirvöld í Kína hafa undanfarin ár verið sökuð um alvarleg mannréttindabrot í Xinjiang-héraði, þar sem íbúar tilheyra flestir þjóðarbroti sem kallast Úígúrar. Um er að ræða múslima sem tala tungumál sem byggir á tyrknesku. Hundruð þúsund þeirra hafa verið færð í búðir sem yfirvöld í Kína hafa kallað „endurmenntunarbúðir“ en þaðan hafa borist fjölmargar fregnir um umfangsmikil mannréttindabrot eins og þrælkunarvinnu, þvingaðar ófrjósemisaðgerðir og alvarleg kynferðisbrot. Sjá einnig: Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Þessu hefur ítrekað verið lýst sem mannréttindabrotum og jafnvel þjóðarmorði. Ráðamenn í Peking hafa ítrekað sagt að um innanríkismál sé að ræða og það komi umheiminum ekki við. Þá hefur því verið haldið fram að um sé að ræða búðir þar sem Úígúrar hljóti þjálfun sem eigi að nýtast þeim vel í nútímasamfélagi.
Kína Utanríkismál Mannréttindi Tengdar fréttir Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37 Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15 Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið. 14. apríl 2021 10:11 ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10 Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37
Auðjöfur í fangelsi vegna aðildar að mótmælunum í Hong Kong Dómstóll í Hong Kong hefur dæmt fjölmiðlamógúlinn og auðjöfurinn Jimmy Lai í tólf mánaða fangelsi eftir að hafa fundið hann sekan um að hafa brotið gegn reglum um samkomur. 16. apríl 2021 09:15
Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið. 14. apríl 2021 10:11
ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma Evrópusambandið ákvað í dag að beita fjóra kínverska embættismenn og ellefu yfirmenn í her Búrma refsiaðgerðum vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í Kína annars vegar og valdaránsins í Búrma hins vegar. 22. mars 2021 16:10
Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Yfirvöld í Kína hafa flutt börn Úígúra sem flúið hafa frá Xinjianghéraði í opinber munaðarleysingjahæli, jafnvel þó þau hafi búið hjá ættingjum sínum og fjölskyldumeðlimum. 20. mars 2021 11:56
Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent