„Ótrúlegt að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju“ Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 17. apríl 2021 10:41 Ásta Magnúsdóttir er kórstjóri stúlknakórsins. AÐSEND Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í næstu viku. Myndbandið verður tekið upp á Húsavík í dag. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr Eurovision mynd Will Ferrels verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sandén, fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem stóð til að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Allir leggja hönd á plóg Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með Molly í myndbandinu. Stelpurnar fengu veður af atriðinu á fimmtudag og tökur á myndbandinu fara fram á Húsavík í dag. Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri stúlknakórsins, segir verkefnið gríðarlega skemmtilegt og alla tilbúna til að leggja hönd á plóg. „Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt, að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju.“ Hér að neðan má heyra stelpurnar syngja viðlagið á æfingu. Héldu að kórstjórinn væri að grínast Ásta segir þetta hálf óraunverulegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í atriði sem sýnt verður á óskarsverðlaunahátíðinni. „Á fimmtudaginn hringdi ég í foreldra stelpnanna og spurði hvort dóttir þeirra mætti taka þátt í óskarsverðlaunahátíðinni,“ sagði Ásta og bætir við að flestir foreldrar hafi haldið að um góðlátlegt grín væri að ræða. „Ein mamman sagði: „Ef dóttir mín segir nei þá segir þú við hana jú mamma þín sagði að þú ættir að vera með.“ Það voru lang flestar stelpur í fimmta bekk sem voru til í þetta.“ Molly Sandén kom með einkaþotu til Akureyrar í gær. Mikil leynd hvílir yfir myndbandinu „Netflix ætlar að gera allt sem þau geta til að láta þetta gerst. Fyrst að Molly fékk ekki vinnuvísa til Bandaríkjanna þá var bara næsta skref hjá Netflix að finna hvar ætti að taka þetta upp og þá varð Húsavík fyrir valinu,“ segir Ásta. Ásta segir mikla leynd hvíla yfir því hvernig myndbandið verður. „Þetta er allt mikið leyndarmál en Húsavík verður í aðalhlutverki, það er ekki hægt að segja annað.“ Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Kórar Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira
Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr Eurovision mynd Will Ferrels verið tilnefnt til Óskarsverðlauna. Sænska söngkonan Molly Sandén, fékk ekki tímabundið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og getur þar af leiðandi ekki komið fram á hátíðinni þar sem stóð til að hún myndi flytja lagið. Þess í stað var ákveðið að taka upp myndband á Húsavík sem sýnt verður á hátíðinni. Allir leggja hönd á plóg Molly er komin til landsins en framleiðslufyrirtækið True North framleiðir myndbandið í samstarfi við Netflix og Örlyg Hnefil Örlygsson. Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með Molly í myndbandinu. Stelpurnar fengu veður af atriðinu á fimmtudag og tökur á myndbandinu fara fram á Húsavík í dag. Ásta Magnúsdóttir, kórstjóri stúlknakórsins, segir verkefnið gríðarlega skemmtilegt og alla tilbúna til að leggja hönd á plóg. „Þetta er náttúrulega bara ótrúlegt, að við séum að taka upp lag fyrir óskarsverðlaunin hér niðri á bryggju.“ Hér að neðan má heyra stelpurnar syngja viðlagið á æfingu. Héldu að kórstjórinn væri að grínast Ásta segir þetta hálf óraunverulegt enda ekki á hverjum degi sem maður fær að taka þátt í atriði sem sýnt verður á óskarsverðlaunahátíðinni. „Á fimmtudaginn hringdi ég í foreldra stelpnanna og spurði hvort dóttir þeirra mætti taka þátt í óskarsverðlaunahátíðinni,“ sagði Ásta og bætir við að flestir foreldrar hafi haldið að um góðlátlegt grín væri að ræða. „Ein mamman sagði: „Ef dóttir mín segir nei þá segir þú við hana jú mamma þín sagði að þú ættir að vera með.“ Það voru lang flestar stelpur í fimmta bekk sem voru til í þetta.“ Molly Sandén kom með einkaþotu til Akureyrar í gær. Mikil leynd hvílir yfir myndbandinu „Netflix ætlar að gera allt sem þau geta til að láta þetta gerst. Fyrst að Molly fékk ekki vinnuvísa til Bandaríkjanna þá var bara næsta skref hjá Netflix að finna hvar ætti að taka þetta upp og þá varð Húsavík fyrir valinu,“ segir Ásta. Ásta segir mikla leynd hvíla yfir því hvernig myndbandið verður. „Þetta er allt mikið leyndarmál en Húsavík verður í aðalhlutverki, það er ekki hægt að segja annað.“
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Norðurþing Kórar Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Sjá meira