Þetta kemur fram í tilkynningu frá Viðreisn sem send var á fjölmiðla í dag.
„Eiríkur, sem er menntaður íþróttafræðingur, hefur sterk tengsl við kjördæmið. Hann var íþrótta- og tómstundafulltrúi á Egilsstöðum frá 1994 til 1996 og tók þá við starfi deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar.
Árið 2002 var hann ráðinn bæjarstjóri sveitarfélagsins Austur-Héraðs. Tveimur árum síðar var hann ráðinn bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs sem varð til við sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi.
Eiríkur fór aftur norður þegar hann var ráðinn bæjarstjóri á Akureyri árið 2010 og gegndi því starfi í átta ár. Í dag starfar hann sem sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar,“ segir í tilkynningunni.
Tilkynnt var um fræmbjóendurna í efstu sætunum í myndbandi.
Sinnir markþjálfun og fræslu
Um Sigríði, eða Siggu eins og hún er alltaf kölluð, segir að hún hafi búið á Akureyri í aldarfjórðung, sé menntuð í uppeldis- og menntunarfræði, stjórnun og með PCC-vottun sem markþjálfi.
„Sigga starfaði í tæp tuttugu ár sem ráðgjafi og stjórnandi hjá Gallup/Capacent en stofnaði árið 2017 eigið ráðgjafafyrirtæki á Akureyri, Mögnum. Þar sinnir hún meðal annars markþjálfun, fræðslu og mannauðsráðgjöf,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir að heildarlisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi verði kynntur von bráðar.