Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 12:53 Bílaleigubílar við Keflavíkurflugvöll. Bráðabirgðagreining Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands bendir til þess að tveir þriðju hlutar 2% samdráttar í losun frá vegasamgöngum árið 2019 hafi verið tilkomnir vegna fækkunar ferðamanna á milli áranna 2018 og 2019. Vísir/Vilhelm Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. Umhverfisstofnun skilaði árlegri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2019 til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna fimmtudaginn 15. apríl. Losun sem íslensk stjórnvöld þurfa að standa skil á gagnvart Kýótó- og Parísarsamkomulaginu og ESB nam rúmum 2,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum. Þá er hvorki talin með losun og binding vegna landnotkunar né losun frá stóriðju. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands er að skera losun sína niður um 29 prósent miðað við árið 2005. Stofnanir Evrópusambandsins komu sér saman um að uppfæra sameiginlega markmiðið í 55 prósent á þessum áratug í síðustu viku. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar sagst ætla að taka þátt í því markmiði en ekki liggur fyrir hver hlutdeild Íslendinga verður í því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að hlutdeild Íslands gæti orðið allt að fjörutíu til fjörutíu og fimm prósent í desember. Samdráttur í vegasamgöngum vegna fækkunar ferðamanna Stærsti einstaki þátturinn í losuninni á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda er vegasamgöngur sem stóðu fyrir þriðjungi losunarinnar. Olíunotkun á fiskiskipum nam átján prósentum, iðragerjun tíu prósentum, nytjajarðvegur átta prósentum, losun frá kælimiðlum sjö prósentum og losun frá urðunarstöðum sex prósentum. Samdrátturinn er að mestu rakinn til vegasamgangna, fiskiskipa, landbúnaðar og urðunar úrgangs. Þannig dróst losun frá vegasamgöngum saman um tvö prósent frá 2018 til 2019. Hún hafði ekki dregist saman á milli ára frá árinu 2014. Bráðabirgðagreining Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands bendir til þess að um þriðjungur samdráttar frá vegasamgöngum hafi verið vegna innlendra aðila en tveir þriðju hlutar vegna fækkunar ferðamanna á milli 2018 og 2019. Í landbúnaði dróst losun saman um 13.000 tonn vegna færri húsdýra. Losun vegna urðunar dróst saman um 30.000 tonn sem er aðallega rakið til aukinnar metansöfnunar. Losun fiskiskipa dróst sömuleiðis saman um 30.000 tonn vegna minni olíunotkunar, um 5,4 prósent samdráttur. Losunin jókst í tveimur flokkum, annars vegna frá kælimiðlum þar sem hún jókst um 44 þúsund tonn (27 prósent aukning) og hins vegar frá jarðvarmavirkjunum um sjö þúsund tonn (fimm prósent aukning). Umhverfisstofnun telur að losun frá kælimiðlum hafi náð hámarki sínu árið 2019 vegna aðgerða í málaflokknum. Búist sé við að losun vegna þeirra minnki mikið til 2030. Losun frá landbúnaði dróst meðal annars saman vegna fækkunar húsdýra.Vísir/Vilhelm Jákvæð þróun sögð í bindingu Heildarlosun Íslands dróst einnig saman um tvö prósent þó að losun frá stóriðju sem fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sé talin með. Hún nam rúmum 4,7 milljónum tonna af koltvísýringsígildum fyrir tveimur árum og hafði þá aukist um 28 prósent frá árinu 1990. Aukningin er fyrst og fremst vegna vaxandi umsvifa í málmbræðslu á Íslandi á fyrsta áratug þessarar aldar. Þegar losun og binding vegna landnotkunar og skógræktar er tekin með í reikninginn hefur losun Íslands aukist um 3,1 prósent frá árinu 1990. Umhverfisstofnun segir jákvæða þróun hafa átt sér stað í bindingu í skóglendi. Hún hafi aukist um 10,7 prósent á milli 2018 og 2019 og sé nú í sögulegu hámarki eftir 1990. Losun frá aþjóðaflugi og siglinga falla ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Því kemur stór hluti af útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af ferðamannastraumi til Íslands ekki fram í losunarbókhaldi þess. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18. febrúar 2021 19:01 Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. 10. desember 2020 11:28 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Umhverfisstofnun skilaði árlegri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2019 til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna fimmtudaginn 15. apríl. Losun sem íslensk stjórnvöld þurfa að standa skil á gagnvart Kýótó- og Parísarsamkomulaginu og ESB nam rúmum 2,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum. Þá er hvorki talin með losun og binding vegna landnotkunar né losun frá stóriðju. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands er að skera losun sína niður um 29 prósent miðað við árið 2005. Stofnanir Evrópusambandsins komu sér saman um að uppfæra sameiginlega markmiðið í 55 prósent á þessum áratug í síðustu viku. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar sagst ætla að taka þátt í því markmiði en ekki liggur fyrir hver hlutdeild Íslendinga verður í því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að hlutdeild Íslands gæti orðið allt að fjörutíu til fjörutíu og fimm prósent í desember. Samdráttur í vegasamgöngum vegna fækkunar ferðamanna Stærsti einstaki þátturinn í losuninni á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda er vegasamgöngur sem stóðu fyrir þriðjungi losunarinnar. Olíunotkun á fiskiskipum nam átján prósentum, iðragerjun tíu prósentum, nytjajarðvegur átta prósentum, losun frá kælimiðlum sjö prósentum og losun frá urðunarstöðum sex prósentum. Samdrátturinn er að mestu rakinn til vegasamgangna, fiskiskipa, landbúnaðar og urðunar úrgangs. Þannig dróst losun frá vegasamgöngum saman um tvö prósent frá 2018 til 2019. Hún hafði ekki dregist saman á milli ára frá árinu 2014. Bráðabirgðagreining Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands bendir til þess að um þriðjungur samdráttar frá vegasamgöngum hafi verið vegna innlendra aðila en tveir þriðju hlutar vegna fækkunar ferðamanna á milli 2018 og 2019. Í landbúnaði dróst losun saman um 13.000 tonn vegna færri húsdýra. Losun vegna urðunar dróst saman um 30.000 tonn sem er aðallega rakið til aukinnar metansöfnunar. Losun fiskiskipa dróst sömuleiðis saman um 30.000 tonn vegna minni olíunotkunar, um 5,4 prósent samdráttur. Losunin jókst í tveimur flokkum, annars vegna frá kælimiðlum þar sem hún jókst um 44 þúsund tonn (27 prósent aukning) og hins vegar frá jarðvarmavirkjunum um sjö þúsund tonn (fimm prósent aukning). Umhverfisstofnun telur að losun frá kælimiðlum hafi náð hámarki sínu árið 2019 vegna aðgerða í málaflokknum. Búist sé við að losun vegna þeirra minnki mikið til 2030. Losun frá landbúnaði dróst meðal annars saman vegna fækkunar húsdýra.Vísir/Vilhelm Jákvæð þróun sögð í bindingu Heildarlosun Íslands dróst einnig saman um tvö prósent þó að losun frá stóriðju sem fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sé talin með. Hún nam rúmum 4,7 milljónum tonna af koltvísýringsígildum fyrir tveimur árum og hafði þá aukist um 28 prósent frá árinu 1990. Aukningin er fyrst og fremst vegna vaxandi umsvifa í málmbræðslu á Íslandi á fyrsta áratug þessarar aldar. Þegar losun og binding vegna landnotkunar og skógræktar er tekin með í reikninginn hefur losun Íslands aukist um 3,1 prósent frá árinu 1990. Umhverfisstofnun segir jákvæða þróun hafa átt sér stað í bindingu í skóglendi. Hún hafi aukist um 10,7 prósent á milli 2018 og 2019 og sé nú í sögulegu hámarki eftir 1990. Losun frá aþjóðaflugi og siglinga falla ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Því kemur stór hluti af útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af ferðamannastraumi til Íslands ekki fram í losunarbókhaldi þess.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18. febrúar 2021 19:01 Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. 10. desember 2020 11:28 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18. febrúar 2021 19:01
Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. 10. desember 2020 11:28