Fín veiði í Eyrarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 28. apríl 2021 09:40 Sjóbirtingur Eyrarvatn í Svínadal hefur yfirleitt verið best yfir hásumarið en í vatninu er mest bleikja en oft veiðist þar stöku lax og sjóbirtingur. Vatnið er nýopnað eftir veturinn fyrir veiðimönnum og það furðulega er að veiðin þar hefur bara suma daga verið góð og það er ekki bleikja sem er að veiðast núna. Þessa dagana hefur verið að veiðast töluvert af sjóbirting og við vitum af minnsta kosti einum veiðimanni sem er komin yfir tuttugu birtinga í nokkrum ferðum í vatnið. Mest af sjóbirtinginum er 2-3 pund en inn á milli eru þó stærri fiskar. Veiðimenn eru þó engu að síður hvattir til að sleppa mögrum fisk þar sem hann er á niðurgöngu úr vatnakerfinu eftir hrygningu eins er þessi magri fiskur bara ekkert spennandi að borða. Inn á milli eru samt nokkrir vel haldnir geldfiskar og þá er í lagi að hirða en veiðimenn eru engu að síður hvattir til að gæta hófs þar sem þessi stofn hefur verið í uppsveiflu en lítið mál er að ofveiða hann aftur fram á þann stað að lítið verði til að veiða. Fishpartner selja leyfi í vötnin í Svínadal. Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði
Vatnið er nýopnað eftir veturinn fyrir veiðimönnum og það furðulega er að veiðin þar hefur bara suma daga verið góð og það er ekki bleikja sem er að veiðast núna. Þessa dagana hefur verið að veiðast töluvert af sjóbirting og við vitum af minnsta kosti einum veiðimanni sem er komin yfir tuttugu birtinga í nokkrum ferðum í vatnið. Mest af sjóbirtinginum er 2-3 pund en inn á milli eru þó stærri fiskar. Veiðimenn eru þó engu að síður hvattir til að sleppa mögrum fisk þar sem hann er á niðurgöngu úr vatnakerfinu eftir hrygningu eins er þessi magri fiskur bara ekkert spennandi að borða. Inn á milli eru samt nokkrir vel haldnir geldfiskar og þá er í lagi að hirða en veiðimenn eru engu að síður hvattir til að gæta hófs þar sem þessi stofn hefur verið í uppsveiflu en lítið mál er að ofveiða hann aftur fram á þann stað að lítið verði til að veiða. Fishpartner selja leyfi í vötnin í Svínadal.
Stangveiði Mest lesið 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Síðasta holl í Haukadalsá með 21 lax Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Langá Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði