Aukaverkunin er að vöðvinn nær ekki að halda augnlokinu uppi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. apríl 2021 06:00 Whitney Buha hefur sýnt frá bataferli sínu á Instagram og TikTok eftir misheppnaða bótox meðferð. Instagram „Aldrei er góð vísa of oft kveðin,“ segir húðlæknirinn Jenna Huld um hrakfarir samfélagsmiðlastjörnunnar Whitney Buha. Síðustu vikur hefur Buha leyft fylgjendum sínum að fylgjast með bataferlinu eftir að bótox var sprautað á rangan stað á andliti hennar með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig langt niður. Jenna Huld segir að það sé mikilvægt að velja meðferðaraðila vel og vandlega þegar farið er í slíkar meðferðir. „Til að bæði minnka áhættuna á mögulegum aukaverkunum og til að vera fullviss um að hann geti aðstoðað þig ef eitthvað kemur upp á.“ Buha, sem er virk á Instagram undir nafninu @somethingwhitty, lýsir því á Instagram hvernig hún fékk sjaldgæfa en þekkta aukaverkun eftir toxínmeðhöndlun á enninu. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) „Þetta er sem sagt engin varanleg aukaverkun og gengur að fullu til baka þegar áhrif toxínsins fer að dvína.“ Lítill en mikilvægur vöðvi Jenna Huld er sjálf húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og segir að það sem toxín slaka á vöðvunum séu þau mjög vinsæl meðferð til að minnka hrukkur og línur á enni, á milli augnanna og broslínur hliðlægt við augun sem stundum er kallað krákufætur. „Þegar það er sprautað of nærri augabrúnunum þá getur toxínið dreifst til lítils vöðva sem heldur augnlokunum okkar uppi og orsakað þessa aukaverkun sem kallast á ensku „ptosis“ eða latt auga á íslensku. Þá slaknar það mikið á þessum litla en mikilvæga vöðva þannig hann nær ekki að halda augnlokinu uppi og augað hálflokast. Þegar þetta gerist þá getur vöðvinn sem heldur uppi augnlokinu í hinu auganu farið á yfirkeyrslu þar sem hinn vöðvinn er ekki að sinna vinnunni sinni og þá opnast það auga óeðlilega mikið. Þetta hjálpar að sjálfsögðu ekki til þar sem þá verður munurinn á milli augnanna enn meiri og óhuggulegri,“ útskýrir Jenna. „Þessi aukaverkun er sem sagt tímabundin þar sem áhrif toxínsins dvínar með tímanum og vöðvinn nær fullum styrk. Einnig er lata augað meðhöndlað með augndropum sem flýta fyrir ferlinu þannig að áhrif toxínsins vara skemur en ella.“ Jenna segir að það sé mikilvægt er að muna að allar meðferðir hafa mögulegar aukaverkanir í för með sér. Húðlæknastöðin fjallar reglulega um ýmislegt tengt húðmeðferðum og fegrunaraðgerðum á Facebook og í hlaðvarpinu Húðkastið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir betur áhrif bótoxins á augnsvæði samfélagsmiðlastjörnunnar. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) Lýtalækningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Síðustu vikur hefur Buha leyft fylgjendum sínum að fylgjast með bataferlinu eftir að bótox var sprautað á rangan stað á andliti hennar með þeim afleiðingum að annað augnlokið seig langt niður. Jenna Huld segir að það sé mikilvægt að velja meðferðaraðila vel og vandlega þegar farið er í slíkar meðferðir. „Til að bæði minnka áhættuna á mögulegum aukaverkunum og til að vera fullviss um að hann geti aðstoðað þig ef eitthvað kemur upp á.“ Buha, sem er virk á Instagram undir nafninu @somethingwhitty, lýsir því á Instagram hvernig hún fékk sjaldgæfa en þekkta aukaverkun eftir toxínmeðhöndlun á enninu. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty) „Þetta er sem sagt engin varanleg aukaverkun og gengur að fullu til baka þegar áhrif toxínsins fer að dvína.“ Lítill en mikilvægur vöðvi Jenna Huld er sjálf húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og segir að það sem toxín slaka á vöðvunum séu þau mjög vinsæl meðferð til að minnka hrukkur og línur á enni, á milli augnanna og broslínur hliðlægt við augun sem stundum er kallað krákufætur. „Þegar það er sprautað of nærri augabrúnunum þá getur toxínið dreifst til lítils vöðva sem heldur augnlokunum okkar uppi og orsakað þessa aukaverkun sem kallast á ensku „ptosis“ eða latt auga á íslensku. Þá slaknar það mikið á þessum litla en mikilvæga vöðva þannig hann nær ekki að halda augnlokinu uppi og augað hálflokast. Þegar þetta gerist þá getur vöðvinn sem heldur uppi augnlokinu í hinu auganu farið á yfirkeyrslu þar sem hinn vöðvinn er ekki að sinna vinnunni sinni og þá opnast það auga óeðlilega mikið. Þetta hjálpar að sjálfsögðu ekki til þar sem þá verður munurinn á milli augnanna enn meiri og óhuggulegri,“ útskýrir Jenna. „Þessi aukaverkun er sem sagt tímabundin þar sem áhrif toxínsins dvínar með tímanum og vöðvinn nær fullum styrk. Einnig er lata augað meðhöndlað með augndropum sem flýta fyrir ferlinu þannig að áhrif toxínsins vara skemur en ella.“ Jenna segir að það sé mikilvægt er að muna að allar meðferðir hafa mögulegar aukaverkanir í för með sér. Húðlæknastöðin fjallar reglulega um ýmislegt tengt húðmeðferðum og fegrunaraðgerðum á Facebook og í hlaðvarpinu Húðkastið. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem sýnir betur áhrif bótoxins á augnsvæði samfélagsmiðlastjörnunnar. View this post on Instagram A post shared by Whitney Buha | Chicago Blogger (@somethingwhitty)
Lýtalækningar Samfélagsmiðlar Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira