Fluttur af gossvæðinu með sjúkrabíl Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2021 23:35 Fjölmargir hafa gert sér ferð í Geldingadali til að bera tignarlegt eldgosið augum. Vísir/vilhelm Tveir voru fluttir af gossvæðinu í Geldingadölum í gærkvöldi og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum. Báðir aðilar fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og nutu aðstoðar björgunarsveitarfólks við að komast niður að Suðurstrandarvegi. Annar þeirra var keyrður á brott í einkabíl. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu og ekki er hægt að fullyrða um það hvort mengunin hafi haft áhrif á líðan þeirra. Mjög há gildi mældust á svæðinu Ólafur Jón Jónsson, liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, var meðal þeirra sem sinntu vettvangsstjórn á svæðinu í gærkvöldi. Hann segir það gerast sjaldan að flytja þurfi fólk með sjúkrabíl af svæðinu en það sé ekki óalgengt að það þurfi að hjálpa fólki niður sem hafi slasast eða ofreynt sig. Hann segir að sums staðar í gær hafi magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælst allt að 15 kg/s sem teljist mjög hátt gildi. „Mengunin var frekar mikil þarna um tíma og ef fólk hefði verið í töluverðan tíma þá hefði það getað haft áhrif á það á mjög neikvæðan hátt,“ segir Ólafur sem efast um leið að björgunasveitarfólk hafi náð að mæla hæstu gildin í gærkvöldi. Hálfgerð Þjóðhátíðarstemning hefur gjarnan myndast í stúkunni svokölluðu.Vísir/vilhelm Hann telur að gasmagnið hafi verið hvað mest upp úr klukkan 21:30 og fram eftir kvöldi þegar stíf norð- og norðaustanátt var á svæðinu. „Ég er auðvitað ekki búinn að vera þarna á öllum vöktum en ég er búinn að vera töluvert og þetta er í fyrsta skipti sem það er svona hátt gildi þar sem er svolítill mannfjöldi.“ Ólafur á þar við um vinsælt svæði við enda gönguleiðar A sem hefur verið kallað stúkan. Þar má gjarnan sjá fólk safnast saman í brekkunni til að bera gosið augum í allri sinni dýrð. „Mökkinn lagði í rauninni þar yfir, af og til af því að vindáttin var breytileg. Okkar fólk setti upp gasgrímur og reyndi að fá fólk til að færa sig á öruggari stað innan svæðisins.“ Þar að auki var fólki sem streymdi í stúkuna af gönguleið A snúið við og beint inn á gönguleið B. Nokkur viðbúnaður hefur verið á svæðinu. Vísir/vilhelm Farið að hægjast um Ólafur skýtur lauslega á að um og yfir 200 manns hafi verið utan í fellinu og í stúkunni þegar björgunarsveitarfólk fór að beina því úr mengunarmóðunni sem lagði þar yfir. Gönguleið A hefur notið mun meiri vinsælda en gönguleið B þar sem sú fyrrnefnda liggur nær gosinu og gerir fólki kleift að horfa ofan í einn af gígunum. Dæmi voru um að fólk hafi valið að fylgja gönguleið A í gærkvöldi þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn niðri við Suðurstrandarveg hafi mælt með að sneitt yrði hjá henni í ljósi hárra mengunargilda. Almennt segir Ólafur að viðráðanlegur fjöldi fólks hafi verið á gossvæðinu í gærkvöldi og greinilegt að aðeins sé farið að hægjast um. „Fleira fólk er auðvitað búið að sjá þetta og fara jafnvel í þriðju eða fjórðu ferð.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Báðir aðilar fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og nutu aðstoðar björgunarsveitarfólks við að komast niður að Suðurstrandarvegi. Annar þeirra var keyrður á brott í einkabíl. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu og ekki er hægt að fullyrða um það hvort mengunin hafi haft áhrif á líðan þeirra. Mjög há gildi mældust á svæðinu Ólafur Jón Jónsson, liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, var meðal þeirra sem sinntu vettvangsstjórn á svæðinu í gærkvöldi. Hann segir það gerast sjaldan að flytja þurfi fólk með sjúkrabíl af svæðinu en það sé ekki óalgengt að það þurfi að hjálpa fólki niður sem hafi slasast eða ofreynt sig. Hann segir að sums staðar í gær hafi magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælst allt að 15 kg/s sem teljist mjög hátt gildi. „Mengunin var frekar mikil þarna um tíma og ef fólk hefði verið í töluverðan tíma þá hefði það getað haft áhrif á það á mjög neikvæðan hátt,“ segir Ólafur sem efast um leið að björgunasveitarfólk hafi náð að mæla hæstu gildin í gærkvöldi. Hálfgerð Þjóðhátíðarstemning hefur gjarnan myndast í stúkunni svokölluðu.Vísir/vilhelm Hann telur að gasmagnið hafi verið hvað mest upp úr klukkan 21:30 og fram eftir kvöldi þegar stíf norð- og norðaustanátt var á svæðinu. „Ég er auðvitað ekki búinn að vera þarna á öllum vöktum en ég er búinn að vera töluvert og þetta er í fyrsta skipti sem það er svona hátt gildi þar sem er svolítill mannfjöldi.“ Ólafur á þar við um vinsælt svæði við enda gönguleiðar A sem hefur verið kallað stúkan. Þar má gjarnan sjá fólk safnast saman í brekkunni til að bera gosið augum í allri sinni dýrð. „Mökkinn lagði í rauninni þar yfir, af og til af því að vindáttin var breytileg. Okkar fólk setti upp gasgrímur og reyndi að fá fólk til að færa sig á öruggari stað innan svæðisins.“ Þar að auki var fólki sem streymdi í stúkuna af gönguleið A snúið við og beint inn á gönguleið B. Nokkur viðbúnaður hefur verið á svæðinu. Vísir/vilhelm Farið að hægjast um Ólafur skýtur lauslega á að um og yfir 200 manns hafi verið utan í fellinu og í stúkunni þegar björgunarsveitarfólk fór að beina því úr mengunarmóðunni sem lagði þar yfir. Gönguleið A hefur notið mun meiri vinsælda en gönguleið B þar sem sú fyrrnefnda liggur nær gosinu og gerir fólki kleift að horfa ofan í einn af gígunum. Dæmi voru um að fólk hafi valið að fylgja gönguleið A í gærkvöldi þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn niðri við Suðurstrandarveg hafi mælt með að sneitt yrði hjá henni í ljósi hárra mengunargilda. Almennt segir Ólafur að viðráðanlegur fjöldi fólks hafi verið á gossvæðinu í gærkvöldi og greinilegt að aðeins sé farið að hægjast um. „Fleira fólk er auðvitað búið að sjá þetta og fara jafnvel í þriðju eða fjórðu ferð.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira