Fluttur af gossvæðinu með sjúkrabíl Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2021 23:35 Fjölmargir hafa gert sér ferð í Geldingadali til að bera tignarlegt eldgosið augum. Vísir/vilhelm Tveir voru fluttir af gossvæðinu í Geldingadölum í gærkvöldi og var annar þeirra fluttur á brott með sjúkrabíl. Mikil mengun mældist við gosið og fundu margir fyrir sviða í augum og öndunarfærum. Báðir aðilar fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og nutu aðstoðar björgunarsveitarfólks við að komast niður að Suðurstrandarvegi. Annar þeirra var keyrður á brott í einkabíl. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu og ekki er hægt að fullyrða um það hvort mengunin hafi haft áhrif á líðan þeirra. Mjög há gildi mældust á svæðinu Ólafur Jón Jónsson, liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, var meðal þeirra sem sinntu vettvangsstjórn á svæðinu í gærkvöldi. Hann segir það gerast sjaldan að flytja þurfi fólk með sjúkrabíl af svæðinu en það sé ekki óalgengt að það þurfi að hjálpa fólki niður sem hafi slasast eða ofreynt sig. Hann segir að sums staðar í gær hafi magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælst allt að 15 kg/s sem teljist mjög hátt gildi. „Mengunin var frekar mikil þarna um tíma og ef fólk hefði verið í töluverðan tíma þá hefði það getað haft áhrif á það á mjög neikvæðan hátt,“ segir Ólafur sem efast um leið að björgunasveitarfólk hafi náð að mæla hæstu gildin í gærkvöldi. Hálfgerð Þjóðhátíðarstemning hefur gjarnan myndast í stúkunni svokölluðu.Vísir/vilhelm Hann telur að gasmagnið hafi verið hvað mest upp úr klukkan 21:30 og fram eftir kvöldi þegar stíf norð- og norðaustanátt var á svæðinu. „Ég er auðvitað ekki búinn að vera þarna á öllum vöktum en ég er búinn að vera töluvert og þetta er í fyrsta skipti sem það er svona hátt gildi þar sem er svolítill mannfjöldi.“ Ólafur á þar við um vinsælt svæði við enda gönguleiðar A sem hefur verið kallað stúkan. Þar má gjarnan sjá fólk safnast saman í brekkunni til að bera gosið augum í allri sinni dýrð. „Mökkinn lagði í rauninni þar yfir, af og til af því að vindáttin var breytileg. Okkar fólk setti upp gasgrímur og reyndi að fá fólk til að færa sig á öruggari stað innan svæðisins.“ Þar að auki var fólki sem streymdi í stúkuna af gönguleið A snúið við og beint inn á gönguleið B. Nokkur viðbúnaður hefur verið á svæðinu. Vísir/vilhelm Farið að hægjast um Ólafur skýtur lauslega á að um og yfir 200 manns hafi verið utan í fellinu og í stúkunni þegar björgunarsveitarfólk fór að beina því úr mengunarmóðunni sem lagði þar yfir. Gönguleið A hefur notið mun meiri vinsælda en gönguleið B þar sem sú fyrrnefnda liggur nær gosinu og gerir fólki kleift að horfa ofan í einn af gígunum. Dæmi voru um að fólk hafi valið að fylgja gönguleið A í gærkvöldi þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn niðri við Suðurstrandarveg hafi mælt með að sneitt yrði hjá henni í ljósi hárra mengunargilda. Almennt segir Ólafur að viðráðanlegur fjöldi fólks hafi verið á gossvæðinu í gærkvöldi og greinilegt að aðeins sé farið að hægjast um. „Fleira fólk er auðvitað búið að sjá þetta og fara jafnvel í þriðju eða fjórðu ferð.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Báðir aðilar fundu fyrir verkjum og öðrum óþægindum og nutu aðstoðar björgunarsveitarfólks við að komast niður að Suðurstrandarvegi. Annar þeirra var keyrður á brott í einkabíl. Ekki er vitað um líðan þeirra að svo stöddu og ekki er hægt að fullyrða um það hvort mengunin hafi haft áhrif á líðan þeirra. Mjög há gildi mældust á svæðinu Ólafur Jón Jónsson, liðsmaður í Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, var meðal þeirra sem sinntu vettvangsstjórn á svæðinu í gærkvöldi. Hann segir það gerast sjaldan að flytja þurfi fólk með sjúkrabíl af svæðinu en það sé ekki óalgengt að það þurfi að hjálpa fólki niður sem hafi slasast eða ofreynt sig. Hann segir að sums staðar í gær hafi magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) mælst allt að 15 kg/s sem teljist mjög hátt gildi. „Mengunin var frekar mikil þarna um tíma og ef fólk hefði verið í töluverðan tíma þá hefði það getað haft áhrif á það á mjög neikvæðan hátt,“ segir Ólafur sem efast um leið að björgunasveitarfólk hafi náð að mæla hæstu gildin í gærkvöldi. Hálfgerð Þjóðhátíðarstemning hefur gjarnan myndast í stúkunni svokölluðu.Vísir/vilhelm Hann telur að gasmagnið hafi verið hvað mest upp úr klukkan 21:30 og fram eftir kvöldi þegar stíf norð- og norðaustanátt var á svæðinu. „Ég er auðvitað ekki búinn að vera þarna á öllum vöktum en ég er búinn að vera töluvert og þetta er í fyrsta skipti sem það er svona hátt gildi þar sem er svolítill mannfjöldi.“ Ólafur á þar við um vinsælt svæði við enda gönguleiðar A sem hefur verið kallað stúkan. Þar má gjarnan sjá fólk safnast saman í brekkunni til að bera gosið augum í allri sinni dýrð. „Mökkinn lagði í rauninni þar yfir, af og til af því að vindáttin var breytileg. Okkar fólk setti upp gasgrímur og reyndi að fá fólk til að færa sig á öruggari stað innan svæðisins.“ Þar að auki var fólki sem streymdi í stúkuna af gönguleið A snúið við og beint inn á gönguleið B. Nokkur viðbúnaður hefur verið á svæðinu. Vísir/vilhelm Farið að hægjast um Ólafur skýtur lauslega á að um og yfir 200 manns hafi verið utan í fellinu og í stúkunni þegar björgunarsveitarfólk fór að beina því úr mengunarmóðunni sem lagði þar yfir. Gönguleið A hefur notið mun meiri vinsælda en gönguleið B þar sem sú fyrrnefnda liggur nær gosinu og gerir fólki kleift að horfa ofan í einn af gígunum. Dæmi voru um að fólk hafi valið að fylgja gönguleið A í gærkvöldi þrátt fyrir að björgunarsveitarmenn niðri við Suðurstrandarveg hafi mælt með að sneitt yrði hjá henni í ljósi hárra mengunargilda. Almennt segir Ólafur að viðráðanlegur fjöldi fólks hafi verið á gossvæðinu í gærkvöldi og greinilegt að aðeins sé farið að hægjast um. „Fleira fólk er auðvitað búið að sjá þetta og fara jafnvel í þriðju eða fjórðu ferð.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira