Virknin slokknar og rýkur svo upp með stórum kvikustrókum Sylvía Hall skrifar 2. maí 2021 10:13 Einhvers konar þrýstingsbreyting veldur því að virknin í gosinu slokknar í smá stund áður en hún rýkur upp með stærðarinnar kvikustrókum. Náttúruvárhópur Suðurlands telur strókana sennilega vera þá stærstu í eldgosinu hingað til. Skjáskot/Sigfús Steindórsson Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. „Það kemur í svona hviðum má segja, það slokknar niður virknin í tvær mínútur í senn og rýkur upp aftur með þessum stóru kvikustrókum sem sjást alla leið frá Reykjavík og við höfum séð hér á Veðurstofunni. Svo er virknin svona nokkuð jöfn í átta mínútur þangað til að það slokknar aftur niður í þessu og undirbýr sig undir það næsta,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir í samtali við fréttastofu. Myndband, sem tekið er í Hafnarfirði af Sigfúsi Steindórssyni, sýnir greinilega hversu háir kvikustrókarnir verða. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti færslu í nótt með myndbandi af strókunum. Er talið að þessi öfluga strókavirkni hafi sennilega skilað stærstu strókum sem sést hafa í eldgosinu og áætlað að þeir hafi farið 200 til 300 metra upp frá hrauntjörninni. Hrauntungurnar í Meradölum náðu saman í gær og lokuðu þar með vegi björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Að sögn Salóme er líklegt að aðrar leiðir séu á svæðinu, en hún segir hættu geta myndast ef hraunslettur fara að falla á fólk sem er nálægt. Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm „Fólk verður að fara með gát en björgunarsveitaraðilar og lögreglan og öll viðbragðsstjórn á svæðinu er mjög meðvituð um þetta og við erum í sambandi við þau. Það er í þeirra höndum að taka ákvörðun um hvað er hættusvæði og hvað ekki,“ segir Salóme en sérfræðingar fylgjast vel með stöðunni. „Við erum að bíða og sjá hvað sérfræðingar segja og viljum taka ákvarðanir með þeim, hvað er í rauninni að valda og lesa í þetta. Það er einhvers konar þrýstingsbreyting sem verður, hvort sem það er í uppsprettunni eða gosopinu sjálfu. Það dettur niður þrýstingurinn sem gýs síðan aftur upp með þessum kvikustrókum.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54 Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
„Það kemur í svona hviðum má segja, það slokknar niður virknin í tvær mínútur í senn og rýkur upp aftur með þessum stóru kvikustrókum sem sjást alla leið frá Reykjavík og við höfum séð hér á Veðurstofunni. Svo er virknin svona nokkuð jöfn í átta mínútur þangað til að það slokknar aftur niður í þessu og undirbýr sig undir það næsta,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir í samtali við fréttastofu. Myndband, sem tekið er í Hafnarfirði af Sigfúsi Steindórssyni, sýnir greinilega hversu háir kvikustrókarnir verða. Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands birti færslu í nótt með myndbandi af strókunum. Er talið að þessi öfluga strókavirkni hafi sennilega skilað stærstu strókum sem sést hafa í eldgosinu og áætlað að þeir hafi farið 200 til 300 metra upp frá hrauntjörninni. Hrauntungurnar í Meradölum náðu saman í gær og lokuðu þar með vegi björgunarsveitarmenn og aðrir hafa notað. Að sögn Salóme er líklegt að aðrar leiðir séu á svæðinu, en hún segir hættu geta myndast ef hraunslettur fara að falla á fólk sem er nálægt. Stórir kvikustrókar hafa sést langar leiðir.Vísir/Vilhelm „Fólk verður að fara með gát en björgunarsveitaraðilar og lögreglan og öll viðbragðsstjórn á svæðinu er mjög meðvituð um þetta og við erum í sambandi við þau. Það er í þeirra höndum að taka ákvörðun um hvað er hættusvæði og hvað ekki,“ segir Salóme en sérfræðingar fylgjast vel með stöðunni. „Við erum að bíða og sjá hvað sérfræðingar segja og viljum taka ákvarðanir með þeim, hvað er í rauninni að valda og lesa í þetta. Það er einhvers konar þrýstingsbreyting sem verður, hvort sem það er í uppsprettunni eða gosopinu sjálfu. Það dettur niður þrýstingurinn sem gýs síðan aftur upp með þessum kvikustrókum.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54 Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Dróninn bráðnaði í beinni útsendingu Drónaútsendingunni á gossvæðinu við Fagradalsfjalli lauk um klukkan 6:30 í morgun eftir um tólf tíma útsendingu. Útsendingunni lauk með því að einum drónanum var flogið lágt yfir virkasta gíginn þannig að áhorfendur gátu fylgst með kvikunni í miklu návígi, og allt í beinni útsendingu. Dróninn bráðnaði svo að lokum og hrapaði ofan í sjálfan gíginn. 28. apríl 2021 07:54
Telja að spennubreytingar hafi valdið stóra skjálftanum Vísindamenn telja að stóri skjálftinn sem reið yfir á Reykjanesskaga í gærkvöldi tengist uppsafnaðri spennu sem hafi myndast áður en gos hófst í Fagradalsfjalli þann 19. mars. 21. apríl 2021 12:45