Valsmenn segja frá því á miðlum sínum að Clarissa Larisey spili með Valsliðinu í sumar en hún er komin til landsins.
Larisey lék með University of Memphis í bandaríska háskólaboltanum og var með þrjú mörk og eina stoðsendingu í ellefu leikjum í vetur en á sínu besta tímabili þá var hún með 16 mörk og 4 stoðsendingar í 21 leik.
Larisey skoraði alls 34 mörk í bandaríska háskólaboltanum með liði University of Memphis.
„Hún er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður fram á við,“ segir í fréttinni um Clarissa Larisey á miðlum Valsmanna.