„Hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2021 13:50 Katrín Tanja með falleg skilaboð. „Kertið í ár er, þú ert ljós í mínu lífi, þú lýsir upp daginn. Hugmyndin kom frá litlum miða en amma skrifaði ljóð fyrir mig rétt áður en hún dó árið 2016,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir tvöfaldur heimsmeistari í Cross Fit í myndbandi á Facebook-síðu Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Katrín valdi fallegan texta í skilaboðakertið í ár. Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn á heimsleikunum árið 2016 með þessum orðum „þetta er fyrir þig“. Ljóðið sem Katrín talar um er eftirfarandi: Hugsaðu til himins, hafðu fæturna á jörðinni og hjartað á réttum stað. Mundu. Lýstu upp daginn með geislum þakklætis. „Þetta eru orð sem ég reyni að lifa eftir á hverjum einasta degi. Hennar bestu eiginleiki var sá að hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í. Hún hafði þann eiginleika, sem mér finnst svo fallegur, að henni gat látið öllum líða eins og þeir séu mikilvægir. Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að ég á svo ótrúlega mikið af konum sem eru það fyrir mig. Mig langar að gefa mömmu minni þetta kerti og systur minni sem núna er mamma og það á mæðradaginn því þær eru þetta í mínu lífi og lýsa upp minn dag.“ Á morgun fer fram athöfn tengdu þessu átak á Bessastöðum og hefst hún klukkan ellefu. Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til náms í því markmiði að auka möguleika þeirra á að finna störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 73 konum styrki til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt rúmlega 300 styrki. Eliza Reid og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafa verið sérstakir velunnarar sjóðsins undanfarin ár og tekið dyggan þátt í að vekja athygli á honum og því hlutverki hans að styrkja tekjulágar konur til mennta. Líkt og áður bætist nýr velunnari í hópinn í ár, en það er að þessu sinni Katrín Tanja. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú fjórða árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Ís-blómi, Netto.is og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 1. maí til 15. maí. CrossFit Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar Sjá meira
Katrín valdi fallegan texta í skilaboðakertið í ár. Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn á heimsleikunum árið 2016 með þessum orðum „þetta er fyrir þig“. Ljóðið sem Katrín talar um er eftirfarandi: Hugsaðu til himins, hafðu fæturna á jörðinni og hjartað á réttum stað. Mundu. Lýstu upp daginn með geislum þakklætis. „Þetta eru orð sem ég reyni að lifa eftir á hverjum einasta degi. Hennar bestu eiginleiki var sá að hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í. Hún hafði þann eiginleika, sem mér finnst svo fallegur, að henni gat látið öllum líða eins og þeir séu mikilvægir. Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að ég á svo ótrúlega mikið af konum sem eru það fyrir mig. Mig langar að gefa mömmu minni þetta kerti og systur minni sem núna er mamma og það á mæðradaginn því þær eru þetta í mínu lífi og lýsa upp minn dag.“ Á morgun fer fram athöfn tengdu þessu átak á Bessastöðum og hefst hún klukkan ellefu. Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til náms í því markmiði að auka möguleika þeirra á að finna störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 73 konum styrki til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt rúmlega 300 styrki. Eliza Reid og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafa verið sérstakir velunnarar sjóðsins undanfarin ár og tekið dyggan þátt í að vekja athygli á honum og því hlutverki hans að styrkja tekjulágar konur til mennta. Líkt og áður bætist nýr velunnari í hópinn í ár, en það er að þessu sinni Katrín Tanja. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú fjórða árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Ís-blómi, Netto.is og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 1. maí til 15. maí.
CrossFit Mest lesið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar Sjá meira