Stofna skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 10:31 Ís sem kelfir úr Skaftafellsjökli í lón sem hefur myndast fyrir framan jökulsporðinn. Íslenskir jöklar hopa nú hratt vegna hlýnunar loftslags. Vísir/Vilhelm Veðurstofu Íslands hefur verið falið að veita nýjum samstarfsvettvangi fagstofnana um loftsagsbreytingar og aðlögun að þeim forystu. Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar á að styðja stefnu stjórnvalda um aðlögun að loftslagsbreytingum og miðla gögnum, rannsóknum og þekkingu til að takast á við loftslagsbreytingar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, kynnti stofnun nýju skrifstofunnar á ársfundi Veðurstofu Íslands í morgun. Hún á að vera sameiginlegur vettvangur háskólasamfélagsins, Rannís, fagstofnana og hagaðila. Sagði ráðherrann að Veðurstofan fengi aukið fjárframlag úr ríkissjóði til að standa straum að verkefninu. Framlag starfsmanna Veðurstofunnar, Hafrannsóknastofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Skipulagsstofnunar sem sinna vöktun og rannsóknum vegna áhrifa loftslagsbreytinga á að mynda grunninn að þeim rannsóknum, mælingum, fróðleik og öðrum gögnum sem skrifstofan mun miðla og nýta til að sinna hlutverki sínu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Veðurstofa Íslands er tengiliður (National Focal Point) við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) í umboði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þær niðurstöður sem birtar hafa verið í skýrslum IPCC eru vísindalegar forsendur fyrir þeim alþjóðlegu aðgerðum sem farið hefur verið í til að uppfylla Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) og bókanir hans (Kýótó og Parísarsamninginn). Einnig leggja þær vísindalegan grunn að áhættumati gagnvart afleiðingum loftslagsbreytinga og aðlögun að þeim. Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar er enn fremur ætlað að vera tengiliður við alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðaveðurfræðistofnunina (WMO) og ESB Kópernikusaráætlunina um vöktun jarðar. Skýrslur IPCC leggja jafnframt ákveðinn grunn að skýrslum Vísindanefndar en sú nýjasta kom út á vormánuðum 2018: Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Í þeirri skýrslu var farið yfir umfang breytinga og ummerki þeirra hér á landi á liðnum áratugum og auk þess fjallað um líklegar breytingar og afleiðingar þeirra á næstu áratugum. Nýrri skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar er ætlað að styrkja starf Vísindanefndar og sinna miðlun og útgáfu á skýrslum nefndarinnar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi Loftslagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, kynnti stofnun nýju skrifstofunnar á ársfundi Veðurstofu Íslands í morgun. Hún á að vera sameiginlegur vettvangur háskólasamfélagsins, Rannís, fagstofnana og hagaðila. Sagði ráðherrann að Veðurstofan fengi aukið fjárframlag úr ríkissjóði til að standa straum að verkefninu. Framlag starfsmanna Veðurstofunnar, Hafrannsóknastofnunar, Náttúrufræðistofnunar Íslands og Skipulagsstofnunar sem sinna vöktun og rannsóknum vegna áhrifa loftslagsbreytinga á að mynda grunninn að þeim rannsóknum, mælingum, fróðleik og öðrum gögnum sem skrifstofan mun miðla og nýta til að sinna hlutverki sínu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Veðurstofa Íslands er tengiliður (National Focal Point) við Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change, IPCC) í umboði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Þær niðurstöður sem birtar hafa verið í skýrslum IPCC eru vísindalegar forsendur fyrir þeim alþjóðlegu aðgerðum sem farið hefur verið í til að uppfylla Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) og bókanir hans (Kýótó og Parísarsamninginn). Einnig leggja þær vísindalegan grunn að áhættumati gagnvart afleiðingum loftslagsbreytinga og aðlögun að þeim. Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar er enn fremur ætlað að vera tengiliður við alþjóðastofnanir á borð við Alþjóðaveðurfræðistofnunina (WMO) og ESB Kópernikusaráætlunina um vöktun jarðar. Skýrslur IPCC leggja jafnframt ákveðinn grunn að skýrslum Vísindanefndar en sú nýjasta kom út á vormánuðum 2018: Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi. Í þeirri skýrslu var farið yfir umfang breytinga og ummerki þeirra hér á landi á liðnum áratugum og auk þess fjallað um líklegar breytingar og afleiðingar þeirra á næstu áratugum. Nýrri skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar er ætlað að styrkja starf Vísindanefndar og sinna miðlun og útgáfu á skýrslum nefndarinnar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi
Loftslagsmál Stjórnsýsla Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent The Vivienne er látin Erlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira