Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Snorri Másson skrifar 5. maí 2021 10:45 Sigmar Vilhjálmsson segir að enginn geti sett sig í spor Sölva Tryggvasonar þessa stundina. Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. „Ég held að þú þurfir að vera ómennskur ef þetta snertir þig ekki. Það er engin leið að setja sig í þessi spor að fá svona líkamsárás á mannorð þitt sem þetta er,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta fái okkur til að hugsa. Því miður þurfa ný mál að koma upp til að fá okkur til að hugsa okkur um, og svo líður tíminn og við beygjum aftur af leið, en svo kemur nýtt mál sem minnir okkur á þetta,“ segir Sigmar. Á hringrás sinni á Instagram í gær sýndi Sigmar frá sjálfum sér þegar hann horfði á þátt Sölva og grét með Sölva. Með því vildi Sigmar sýna þeim málstað stuðning að tilfinningar skipti máli. Sigmar brast í grát þegar hann fylgdist með þeim kafla þar sem Sölvi lýsti því þegar fjölskyldumeðlimir hans hefðu haft áhyggjur af því að hann færi sjálfum sér að voða. Þær áhyggjur urðu til eftir að sögusagnir urðu háværar í samfélaginu þess efnis að Sölvi hefði misþyrmt vændiskonu og verið handtekinn af lögreglu. Þær sögur eru þvættingur, sagði Sölvi. Sölvi hefur sýnt fram á málaskrá frá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan hafi engin afskipti haft af honum frá 1. apríl. Sölvi sagði í þætti sínum í gær að hann hefði þó sjálfur haft samband við lögreglu í marsmánuði vegna þess sem hann kallaði hótanir einstaklings um að valda honum mannorðsmissi. Sigmar segir á Instagram: „Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í viðtalinu sem var í rauninni stórkostlegur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara tilfinningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hugrekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjánalegt að gráta, þá er það það ekki. Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“ Klippa: Simmi Vill hrærður yfir viðtali Sölva Tryggva Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
„Ég held að þú þurfir að vera ómennskur ef þetta snertir þig ekki. Það er engin leið að setja sig í þessi spor að fá svona líkamsárás á mannorð þitt sem þetta er,“ segir Sigmar í samtali við Vísi. „Ég held að þetta fái okkur til að hugsa. Því miður þurfa ný mál að koma upp til að fá okkur til að hugsa okkur um, og svo líður tíminn og við beygjum aftur af leið, en svo kemur nýtt mál sem minnir okkur á þetta,“ segir Sigmar. Á hringrás sinni á Instagram í gær sýndi Sigmar frá sjálfum sér þegar hann horfði á þátt Sölva og grét með Sölva. Með því vildi Sigmar sýna þeim málstað stuðning að tilfinningar skipti máli. Sigmar brast í grát þegar hann fylgdist með þeim kafla þar sem Sölvi lýsti því þegar fjölskyldumeðlimir hans hefðu haft áhyggjur af því að hann færi sjálfum sér að voða. Þær áhyggjur urðu til eftir að sögusagnir urðu háværar í samfélaginu þess efnis að Sölvi hefði misþyrmt vændiskonu og verið handtekinn af lögreglu. Þær sögur eru þvættingur, sagði Sölvi. Sölvi hefur sýnt fram á málaskrá frá lögreglu þar sem fram kemur að lögreglan hafi engin afskipti haft af honum frá 1. apríl. Sölvi sagði í þætti sínum í gær að hann hefði þó sjálfur haft samband við lögreglu í marsmánuði vegna þess sem hann kallaði hótanir einstaklings um að valda honum mannorðsmissi. Sigmar segir á Instagram: „Maður veltir fyrir sér: Hvað er að okkur? Ég datt inn á kafla í viðtalinu sem var í rauninni stórkostlegur. Sölvi leyfir sér að sýna, ekki bara tilfinningar, heldur opnar hann sig. Mér finnst það hugrekki og mér finnst það styrkur, að hann skuli síðan gefa út þennan þátt. Ef fólk heldur að það sé kjánalegt að gráta, þá er það það ekki. Ég ætla að henda inn þessari upptöku núna sem ákveðinni stuðningsyfirlýsingu um það að tilfinningar eru mikilvægar og grátur er ein birtingarmynd þeirra.“ Klippa: Simmi Vill hrærður yfir viðtali Sölva Tryggva
Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira