Reynslusögum af ofbeldi rignir á Twitter Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2021 16:47 Fjölmargir Íslendingar hafa opnað sig um kynferðislegt ofbeldi á samfélagsmiðlinum Twitter síðustu daga. Í kjölfar þess að tvær konur kærðu Sölva Tryggvason til lögreglu í gær hefur hver einstaklingurinn á fætur öðrum stigið fram á samfélagsmiðlum og deilt reynslusögum undir myllumerkingu #metoo. Konur eru þar í miklum meirihluta en karlar hafa sögur að segja sömuleiðis. Frásagnirnar eiga það flestar sammerkt að meintur gerandi er karlmaður. Vísir hefur tekið saman sögur af Twitter sem sjá má hér að neðan. „Maðurinn sem vinkona mín var að hitta og tók svo upp á því að hópnauðga henni með vinum sínum? Ekki sakfelldur, það eina sem ég hef til að vara aðrar við honum eru "slúðursögur". Minn nauðgari? Ekki sakfelldur, ekkert nema "slúðursögur" frá mér sem geta varað aðra við honum.“ „Hvarflaði ekki að mér að leita til lögreglu á sínum tíma. Ekki í sekúndu. Myndi líklega ekki gera það heldur í dag. Hann er samt ekki saklaus, fjarri því.“ „Ég var 14 ára. Hann var kennarinn minn. Ég var sögð vera að slúðra og skemma mannorð hans #metoo.“ María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur er á meðal þeirra sem dáist að hugrekki þeirra sem stíga fram. Sé hugrekkið hjá ykkur öllum sem opnið ykkur um kynferðisofbeldi og -áreitni. Treysti mér ekki með ykkur útí dagsljósið, en dáist að ykkur. Takk fyrir að deila. Umræðan skiptir máli.— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) May 6, 2021 „16 ára þegar “vinur” káfaði á mér og ég þóttist bara sofa til að hann myndi hætta. Sagði ekkert og við vorum alveg vinir áfram í einhvern tíma. Hann man örugglega ekkert eftir þessu, bara “dæmigert af hálfu sextán ára gaurs” „Ég var ca 10 ára þegar ég fattaði að það er ekki eðlilegt að pabbi manns þukli á manni eða reyni að fara í sleik við mann á nóttunni. Hann segir að þetta sé ekki satt en áfallastreitan mín segir annað.“ „Datt ekki einu sinni í hug að kæra eftir að mér var nauðgað. Það var samt 2018. Þessi umræða sýnir að við erum ekki komin neitt lengra árið 2021.“ „Gaurinn sem nuddaði mig og reyndi ítrekað að komast lengra þegar ég var sofandi og drukkin dreifði því hvað ég væri mikil drusla og ömurleg þegar ég neitaði honum. Hann sparkaði upp hurð helgina eftir þar sem stúlka hafði læst sig inni til að komast frá honum.“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, stendur með konunum. Ég trúi ykkur og stend með ykkur ❤️— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) May 6, 2021 „Það tók mig mörg ár að opna mig við vinkonur mínar um það þegar strákur sem ég þekkti og kyssti á djamminu elti mig heim og ég hugsaði að það væri "auðveldara" að sofa hjá honum til að losna við hann, frekar en að reita hann til reiði. Ég hef bara sagt mínum nánustu frá þessu.“ „Ég hef unnið í kvikmyndabransanum og hef lent í kynferðislegri áreitni af mjög mjög mjög þekktum leikara, ekki þeim sama og þið eruð að kæra en úff, þetta er svo hrikalega erfitt. Ég gat ekki mætt á frumsýninguna af því ég ældi við að hugsa um að fólk myndi klappa fyrir honum. Ég hef farið úr leikhúsi þegar ég sá hann, oft. Ég hef grenjað í bílnum mínum í klukkutíma eftir að sjá glitta í hann. Ég hef verið föst í heilaskanna og ekki mátt hreyfa mig þegar útvarpsauglýsingar með honum voru spilaðar. Ég hef verið á fyrirlestri þar sem var spilað myndband með honum og labbaði út á meðan. Ég hef ekki fengið vinnu hjá framleiðslufyrirtækinu sem þetta gerðist hjá aftur. Hann hefur leikið fullt eftir þetta og man örugglega ekki einu sinni hvað ég heiti.“ „Mætti manninum sem beitti mig kynferðisofbeldi fyrir 14 árum á Laugaveginum í gær. Hann þekkti mig ekki. Við vorum bæði með barnavagna. Hann var að spjalla við konuna sína og hlæja. Ég vona að hann sé góður við hana.“ „Ég er að triggerast svo mikið að ég þarf að loka forritinu. Það var brotið á mér sem barni en það er enn verið að kalla það misskilning og sópa því undir, svo að já. Sé ykkur eftir helgi vinir, megið hugsa hlýtt til mín er að verja meistararitgerð á eftir í geðshræringu. “ „Næstum fimmtán árum seinna þori ég ekki enn að tala of opinskátt um það þegar mér var nauðgað af því ég veit að sá sem nauðgaði mér myndi hiklaust drepa mig ef ég nafngreindi hann því hann hefur hótað því áður og ég trúi því. Hann nauðgaði mér þegar ég var áfengisdauður og vaknaði við hann ofan á mér. Ég hrinti honum af mér þegar ég fattaði hvað var að gerast og fór að hágráta og hljóp í burtu. Skömmin var svo mikil að ég lokaði á þetta í tíu ár. Ég var sjálfur ekki kominn út úr skápnum þarna. Hann er en þá í mínu nærumhverfi og það er ekki langt síðan ég rakst á hann fyrir tilviljun þegar ég var á leiðinni í hundagarðinn og hafði stoppað í sjoppu. Hann var út úr því og bað mig um að skutla sér heim en rakst svo á vin sinn sem endaði með að skutla honum. Ég var í svo miklu sjokki að ég man ekki eftir næsta hálftímanum. Allt í einu var ég kominn í hundagarðinn, útgrátinn. Ég mun aldrei fá réttlætinu framgengt af því óttinn við hvað hann myndi gera er bókstaflega lamandi.“ Hildur Lilliendahl þakkar konunum fyrir allt það sem þær hafa gert. Öll feedin mín eru stútfull af triggeruðum þolendum. Hugur minn er hjá ykkur öllum. Munið að fara vel með ykkur á svona dögum og anda djúpt. Þetta er ógeðslega erfitt og þið skuldið engum þátttöku í baráttunni. Það má alltaf taka breik. Takk fyrir allt sem þið hafið gert 💞— Hildur ♀ BLM (@hillldur) May 6, 2021 „Þroskaheftur bróðir mömmu bjó hjá okkur í nokkur ár og braut oft á mér og örugglega fleiri strákum, bæði í hverfinu og fjölskyldunni. Var kynferðislegt rándýr. Strípaðist sjálfur, fékk okkur úr fötunum, snerti, fiktaði og skaddaði pottþétt til lífstíðar. Ég trúi þolendum. #MeToo.“ „Hann suðaði allt kvöldið að fá að fara heim með mér. Á endanum gafst ég upp og samþykkti það með því skilyrði að við myndum ekki stunda kynlíf. Við enduðum þó á því eftir áframhaldandi suð heima. Vaknaði svo 3x yfir nóttina við það að hann var að reyna að troða sér inn. #MeToo.“ „Datt ekki einu sinni í hug að kæra eftir að mér var nauðgað. Það var samt 2018. Þessi umræða sýnir að við erum ekki komin neitt lengra árið 2021. #MeToo.“ „11 ára gamall var ég beittur kynferðisofbeldi, það ásamt öðrum áföllum þróaði mig smám saman úr þolanda yfir í geranda ofbeldis. Ég hélt lengi að afbrýðisemin og brjálæðisköstin mín væru ekki andlegt ofbeldi en leitaði mér loks hjálpar fyrir nokkrum árum og er frjáls í dag.“ Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV, er meðal þeirra sem stíga fram og segist trúa konunum sem lögðu fram kæru í gær. Hryllilegt að lesa frásagnir þessara kvenna í gærkvöldi og stór hluti viðbragðanna eru nýr lágpunktur. Ég trúi þeim og vona að réttlætinu verði fullnægt.— Atli Fannar (@atlifannar) May 6, 2021 „Gerandinn minn hefur birst mér óvænt í genum sjónvarpið, eftir 7 ár af sjálfsvinnu finnst mér samt ekki í lagi þegar hann birtist óvænt á skjánum og ég í mínu öruggasta rými, rúminu mínu, að reyna slappa af #MeToo.“ „Ég var 19 ára. Hann 54 ára lögreglumaður. Ég hafði vitni. Ég sendi SMS „hjálp” til vinkonu minnar sem ræsti út lögreglu sem tók á móti mér brotinni í taugaáfalli. Það fannst dna. Hann er ennþá lögreglumaður. Ég flúði land. Ég missti fjölskyldumeðlimi og vini. Umtöluð drusla.“ Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira
Konur eru þar í miklum meirihluta en karlar hafa sögur að segja sömuleiðis. Frásagnirnar eiga það flestar sammerkt að meintur gerandi er karlmaður. Vísir hefur tekið saman sögur af Twitter sem sjá má hér að neðan. „Maðurinn sem vinkona mín var að hitta og tók svo upp á því að hópnauðga henni með vinum sínum? Ekki sakfelldur, það eina sem ég hef til að vara aðrar við honum eru "slúðursögur". Minn nauðgari? Ekki sakfelldur, ekkert nema "slúðursögur" frá mér sem geta varað aðra við honum.“ „Hvarflaði ekki að mér að leita til lögreglu á sínum tíma. Ekki í sekúndu. Myndi líklega ekki gera það heldur í dag. Hann er samt ekki saklaus, fjarri því.“ „Ég var 14 ára. Hann var kennarinn minn. Ég var sögð vera að slúðra og skemma mannorð hans #metoo.“ María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur er á meðal þeirra sem dáist að hugrekki þeirra sem stíga fram. Sé hugrekkið hjá ykkur öllum sem opnið ykkur um kynferðisofbeldi og -áreitni. Treysti mér ekki með ykkur útí dagsljósið, en dáist að ykkur. Takk fyrir að deila. Umræðan skiptir máli.— Maria Bjarnadottir (@RunMrb) May 6, 2021 „16 ára þegar “vinur” káfaði á mér og ég þóttist bara sofa til að hann myndi hætta. Sagði ekkert og við vorum alveg vinir áfram í einhvern tíma. Hann man örugglega ekkert eftir þessu, bara “dæmigert af hálfu sextán ára gaurs” „Ég var ca 10 ára þegar ég fattaði að það er ekki eðlilegt að pabbi manns þukli á manni eða reyni að fara í sleik við mann á nóttunni. Hann segir að þetta sé ekki satt en áfallastreitan mín segir annað.“ „Datt ekki einu sinni í hug að kæra eftir að mér var nauðgað. Það var samt 2018. Þessi umræða sýnir að við erum ekki komin neitt lengra árið 2021.“ „Gaurinn sem nuddaði mig og reyndi ítrekað að komast lengra þegar ég var sofandi og drukkin dreifði því hvað ég væri mikil drusla og ömurleg þegar ég neitaði honum. Hann sparkaði upp hurð helgina eftir þar sem stúlka hafði læst sig inni til að komast frá honum.“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna 78, stendur með konunum. Ég trúi ykkur og stend með ykkur ❤️— Þorbjörg Þorvaldsdóttir (@torbjorg) May 6, 2021 „Það tók mig mörg ár að opna mig við vinkonur mínar um það þegar strákur sem ég þekkti og kyssti á djamminu elti mig heim og ég hugsaði að það væri "auðveldara" að sofa hjá honum til að losna við hann, frekar en að reita hann til reiði. Ég hef bara sagt mínum nánustu frá þessu.“ „Ég hef unnið í kvikmyndabransanum og hef lent í kynferðislegri áreitni af mjög mjög mjög þekktum leikara, ekki þeim sama og þið eruð að kæra en úff, þetta er svo hrikalega erfitt. Ég gat ekki mætt á frumsýninguna af því ég ældi við að hugsa um að fólk myndi klappa fyrir honum. Ég hef farið úr leikhúsi þegar ég sá hann, oft. Ég hef grenjað í bílnum mínum í klukkutíma eftir að sjá glitta í hann. Ég hef verið föst í heilaskanna og ekki mátt hreyfa mig þegar útvarpsauglýsingar með honum voru spilaðar. Ég hef verið á fyrirlestri þar sem var spilað myndband með honum og labbaði út á meðan. Ég hef ekki fengið vinnu hjá framleiðslufyrirtækinu sem þetta gerðist hjá aftur. Hann hefur leikið fullt eftir þetta og man örugglega ekki einu sinni hvað ég heiti.“ „Mætti manninum sem beitti mig kynferðisofbeldi fyrir 14 árum á Laugaveginum í gær. Hann þekkti mig ekki. Við vorum bæði með barnavagna. Hann var að spjalla við konuna sína og hlæja. Ég vona að hann sé góður við hana.“ „Ég er að triggerast svo mikið að ég þarf að loka forritinu. Það var brotið á mér sem barni en það er enn verið að kalla það misskilning og sópa því undir, svo að já. Sé ykkur eftir helgi vinir, megið hugsa hlýtt til mín er að verja meistararitgerð á eftir í geðshræringu. “ „Næstum fimmtán árum seinna þori ég ekki enn að tala of opinskátt um það þegar mér var nauðgað af því ég veit að sá sem nauðgaði mér myndi hiklaust drepa mig ef ég nafngreindi hann því hann hefur hótað því áður og ég trúi því. Hann nauðgaði mér þegar ég var áfengisdauður og vaknaði við hann ofan á mér. Ég hrinti honum af mér þegar ég fattaði hvað var að gerast og fór að hágráta og hljóp í burtu. Skömmin var svo mikil að ég lokaði á þetta í tíu ár. Ég var sjálfur ekki kominn út úr skápnum þarna. Hann er en þá í mínu nærumhverfi og það er ekki langt síðan ég rakst á hann fyrir tilviljun þegar ég var á leiðinni í hundagarðinn og hafði stoppað í sjoppu. Hann var út úr því og bað mig um að skutla sér heim en rakst svo á vin sinn sem endaði með að skutla honum. Ég var í svo miklu sjokki að ég man ekki eftir næsta hálftímanum. Allt í einu var ég kominn í hundagarðinn, útgrátinn. Ég mun aldrei fá réttlætinu framgengt af því óttinn við hvað hann myndi gera er bókstaflega lamandi.“ Hildur Lilliendahl þakkar konunum fyrir allt það sem þær hafa gert. Öll feedin mín eru stútfull af triggeruðum þolendum. Hugur minn er hjá ykkur öllum. Munið að fara vel með ykkur á svona dögum og anda djúpt. Þetta er ógeðslega erfitt og þið skuldið engum þátttöku í baráttunni. Það má alltaf taka breik. Takk fyrir allt sem þið hafið gert 💞— Hildur ♀ BLM (@hillldur) May 6, 2021 „Þroskaheftur bróðir mömmu bjó hjá okkur í nokkur ár og braut oft á mér og örugglega fleiri strákum, bæði í hverfinu og fjölskyldunni. Var kynferðislegt rándýr. Strípaðist sjálfur, fékk okkur úr fötunum, snerti, fiktaði og skaddaði pottþétt til lífstíðar. Ég trúi þolendum. #MeToo.“ „Hann suðaði allt kvöldið að fá að fara heim með mér. Á endanum gafst ég upp og samþykkti það með því skilyrði að við myndum ekki stunda kynlíf. Við enduðum þó á því eftir áframhaldandi suð heima. Vaknaði svo 3x yfir nóttina við það að hann var að reyna að troða sér inn. #MeToo.“ „Datt ekki einu sinni í hug að kæra eftir að mér var nauðgað. Það var samt 2018. Þessi umræða sýnir að við erum ekki komin neitt lengra árið 2021. #MeToo.“ „11 ára gamall var ég beittur kynferðisofbeldi, það ásamt öðrum áföllum þróaði mig smám saman úr þolanda yfir í geranda ofbeldis. Ég hélt lengi að afbrýðisemin og brjálæðisköstin mín væru ekki andlegt ofbeldi en leitaði mér loks hjálpar fyrir nokkrum árum og er frjáls í dag.“ Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri samfélagsmiðla hjá RÚV, er meðal þeirra sem stíga fram og segist trúa konunum sem lögðu fram kæru í gær. Hryllilegt að lesa frásagnir þessara kvenna í gærkvöldi og stór hluti viðbragðanna eru nýr lágpunktur. Ég trúi þeim og vona að réttlætinu verði fullnægt.— Atli Fannar (@atlifannar) May 6, 2021 „Gerandinn minn hefur birst mér óvænt í genum sjónvarpið, eftir 7 ár af sjálfsvinnu finnst mér samt ekki í lagi þegar hann birtist óvænt á skjánum og ég í mínu öruggasta rými, rúminu mínu, að reyna slappa af #MeToo.“ „Ég var 19 ára. Hann 54 ára lögreglumaður. Ég hafði vitni. Ég sendi SMS „hjálp” til vinkonu minnar sem ræsti út lögreglu sem tók á móti mér brotinni í taugaáfalli. Það fannst dna. Hann er ennþá lögreglumaður. Ég flúði land. Ég missti fjölskyldumeðlimi og vini. Umtöluð drusla.“
Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Sonur Tinu Turner látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Fleiri fréttir Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Sjá meira