BBQ kóngurinn: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. maí 2021 15:03 Girnileg grilluð kalkúnabringa að hætti BBQ-kóngsins. Skjáskot „Þessi er algjört æði. Auðvitað er ekki nauðsynlegt að reykja bringuna en ég mæli eindregið með því. Ef ég á afgang sneiði ég bringuna þunnt niður í álegg sem er fullkomið á samlokur,“ segir grillmeistarinn Alfreð Fannar Björnsson í sjónvarpsþættinum BBQ-kóngurinn sem sýndur var á Stöð 2 nú fyrr í vetur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu og uppskrift frá fyrsta þætti BBQ-kóngsins þar sem Alfreð töfrar fram grinilega grillaða kalkúnabringu. Klippa: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Kalkúnabringa 700 g kalkúnabringa 100 g smjör 2 hlutar pipar og 1 hluti salt 1 lófafylli af eplaviðarspæni BBQ-sinnepssósaa Aðferð Kyndið grillið í 110 gráður. Blandið saman salti og pipar og kryddið bringuna vel. Setjið bringuna á grillið á óbeinan hita og setjið eplaviðarspæni beint á kolin eða í reykbox. Reykið bringuna í 30 mínútur og pakkið henni svo inn í þykkt lag af álpappír ásamt 100 grömmum af smjöri. Eldið í 1½ tíma eða þar til hún hefur náð 70 gráðum í kjarnhita. Takið bringuna af grillinu og leyfið henni að hvíla í álpappírnum í 30-60 mínútur. BBQ-sinnepssósa - passar einstaklega vel með kalkún 1 dl gult sinnep 1 dl dökkur púðursykur ½ dl edik 2 tsk Worchestersósa 1 tsk salt 1 tsk nýmalaður svartur pipar Aðferð 1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+. Matur Uppskriftir Grillréttir BBQ kóngurinn Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu og uppskrift frá fyrsta þætti BBQ-kóngsins þar sem Alfreð töfrar fram grinilega grillaða kalkúnabringu. Klippa: Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Reykt Texas-kalkúnabringa með BBQ-sinnepssósu Kalkúnabringa 700 g kalkúnabringa 100 g smjör 2 hlutar pipar og 1 hluti salt 1 lófafylli af eplaviðarspæni BBQ-sinnepssósaa Aðferð Kyndið grillið í 110 gráður. Blandið saman salti og pipar og kryddið bringuna vel. Setjið bringuna á grillið á óbeinan hita og setjið eplaviðarspæni beint á kolin eða í reykbox. Reykið bringuna í 30 mínútur og pakkið henni svo inn í þykkt lag af álpappír ásamt 100 grömmum af smjöri. Eldið í 1½ tíma eða þar til hún hefur náð 70 gráðum í kjarnhita. Takið bringuna af grillinu og leyfið henni að hvíla í álpappírnum í 30-60 mínútur. BBQ-sinnepssósa - passar einstaklega vel með kalkún 1 dl gult sinnep 1 dl dökkur púðursykur ½ dl edik 2 tsk Worchestersósa 1 tsk salt 1 tsk nýmalaður svartur pipar Aðferð 1. Blandið öllum hráefnunum saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Fyrir áhugasama er hægt að nálgasta alla þætti BBQ kóngsins á Stöð 2+.
Matur Uppskriftir Grillréttir BBQ kóngurinn Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira