Fyrsta tap Íslandsmeistara úti í Eyjum í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2021 10:30 Delaney Baie Pridham, sem er kölluð DB, var valin besti maður vallarins af ÍBV en hún skoraði tvö fyrstu mörk Eyjaliðsins í leiknum. Instagram/@ibvstelpur Eyjakonur komu flestum á óvart með 4-2 sigri á Íslandsmeisturum Breiðabliks á Hásteinsvellinum í gær. Önnur umferð Pepsi Max deildar kvenna byrjaði á mjög óvæntum úrslitum og ÍBV, sem var spáð eitt af neðstu sætunum í deildinni, sýndi þá að liðið er stórhættulegt fyrir hvaða mótherja sem er. Blikakonur fengu draumabyrjun og komust í 1-0 í upphafi leiks en þegar þær gengu til hálfleiks þá voru þær 4-1 undir. ÍBV missti Olgu Sevcovu af velli með rautt spjald í uppbótatíma fyrri hálfleiks en hélt út manni færri í seinni hálfleik og vann leikinn 4-2. Þetta voru fyrstu stig Eyjakvenna í sumar. Nýju erlendu leikmennirnir í liði ÍBV eru mjög öflugir, framherjarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk og miðverðirnir Antoinette Jewel Williams og Liana Hinds eru báðar kraftmiklir varnarmenn. Tveir allra bestu leikmenn vallarins voru þó markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og fyrirliðinn Hanna Kallmaier inn á miðjunni. Breiðablikskonur urðu þar með fyrstu ríkjandi Íslandsmeistararnir í átta ár sem tapa leik í deildinni á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir frá og með árinu 2014 höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli út í Eyjum. Síðast unnu Eyjakonur ríkjandi Íslandsmeistara sumarið 2013 þegar Þór/KA mætti út í Eyjar og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Breiðablik hafði enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna með markatölunni 21-2 þar af 8-0 á Kópavogsvellinum í síðasta leik liðanna í fyrra. Það er ljóst á þessum úrslitum að ÍBV liðið ætlar ekkert að vera í fallbaráttunni í sumar og spámenn landsins þurfa aðeins að endurskoða mat sitt á þessum baráttuglöðum Eyjakonum. Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Önnur umferð Pepsi Max deildar kvenna byrjaði á mjög óvæntum úrslitum og ÍBV, sem var spáð eitt af neðstu sætunum í deildinni, sýndi þá að liðið er stórhættulegt fyrir hvaða mótherja sem er. Blikakonur fengu draumabyrjun og komust í 1-0 í upphafi leiks en þegar þær gengu til hálfleiks þá voru þær 4-1 undir. ÍBV missti Olgu Sevcovu af velli með rautt spjald í uppbótatíma fyrri hálfleiks en hélt út manni færri í seinni hálfleik og vann leikinn 4-2. Þetta voru fyrstu stig Eyjakvenna í sumar. Nýju erlendu leikmennirnir í liði ÍBV eru mjög öflugir, framherjarnir Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu báðar tvö mörk og miðverðirnir Antoinette Jewel Williams og Liana Hinds eru báðar kraftmiklir varnarmenn. Tveir allra bestu leikmenn vallarins voru þó markvörðurinn Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving og fyrirliðinn Hanna Kallmaier inn á miðjunni. Breiðablikskonur urðu þar með fyrstu ríkjandi Íslandsmeistararnir í átta ár sem tapa leik í deildinni á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Íslandsmeistararnir frá og með árinu 2014 höfðu unnið sex leiki og gert eitt jafntefli út í Eyjum. Síðast unnu Eyjakonur ríkjandi Íslandsmeistara sumarið 2013 þegar Þór/KA mætti út í Eyjar og þurfti að sætta sig við 3-2 tap. Breiðablik hafði enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleiki liðanna með markatölunni 21-2 þar af 8-0 á Kópavogsvellinum í síðasta leik liðanna í fyrra. Það er ljóst á þessum úrslitum að ÍBV liðið ætlar ekkert að vera í fallbaráttunni í sumar og spámenn landsins þurfa aðeins að endurskoða mat sitt á þessum baráttuglöðum Eyjakonum. Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap
Heimsóknir Íslandsmeistara út í Eyjar í Pepsi Max deildinni síðustu ár: 2021 Breiðablik: 4-2 tap 2020 Valur: 3-1 sigur 2019 Breiðablik: 2-0 sigur 2018 Þór/KA: 2-1 sigur 2017 Stjarnan: 1-1 jafntefli 2016 Breiðablik: 4-0 sigur 2015 Stjarnan: 1-0 sigur 2014 Stjarnan: 4-0 sigur 2013 Þór/KA: 3-2 tap
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Breiðablik Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira