Ein öflugasta flugan í silung Karl Lúðvíksson skrifar 11. maí 2021 11:41 Það er eitt það skemmtilegasta við fluguveiði að finna út hvaða agn silungurinn er að taka hverju sinni en það getur stundum verið áskorun. Það eru að vísu til veiðimenn sem veiða mikið á sömu flugurnar og þegar maður kíkir í boxinn hjá þeim eru kannski fjórar til fimm tegundir en í mörgum stærðum. Ef þessum flugum sem eru mikið notaðar má nefna Peacock, Héraeyra, Taylor, Pheasant Tail, Killer og svo auðvitað púpuna sem margir telja þá bestu í bleikju. Krókurinn er mögnuð fluga, það er bara þannig. Þetta er ein af þessum flugum sem þú þarft að eiga í nokkrum stærðum, bæði þyngda og óþyngda. Hún veiðir best nálægt botni og þá helst þegar hún er dregin löturhægt inn. Þetta er eins og veiðimenn vita sáraeinföld fluga að hnýta og eina efnið sem þarf er rubber dub, fasanafanir og djúprauð ull. Það eru þó til mismunandi útgáfur af henni þar sem aðeins er leikið sér með efni og liti en frumgerðin virðist þó virka best. Hún veiði bæði vel í vötnum og ám og það virðist ekki miklu skipta um hvenær á tímabilinu hún er hnýtt undir. Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði
Það eru að vísu til veiðimenn sem veiða mikið á sömu flugurnar og þegar maður kíkir í boxinn hjá þeim eru kannski fjórar til fimm tegundir en í mörgum stærðum. Ef þessum flugum sem eru mikið notaðar má nefna Peacock, Héraeyra, Taylor, Pheasant Tail, Killer og svo auðvitað púpuna sem margir telja þá bestu í bleikju. Krókurinn er mögnuð fluga, það er bara þannig. Þetta er ein af þessum flugum sem þú þarft að eiga í nokkrum stærðum, bæði þyngda og óþyngda. Hún veiðir best nálægt botni og þá helst þegar hún er dregin löturhægt inn. Þetta er eins og veiðimenn vita sáraeinföld fluga að hnýta og eina efnið sem þarf er rubber dub, fasanafanir og djúprauð ull. Það eru þó til mismunandi útgáfur af henni þar sem aðeins er leikið sér með efni og liti en frumgerðin virðist þó virka best. Hún veiði bæði vel í vötnum og ám og það virðist ekki miklu skipta um hvenær á tímabilinu hún er hnýtt undir.
Stangveiði Mest lesið Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Ellefu milljónir úr Veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna Veiði Nýtt veiðihús klárt fyrir næsta sumar í Brynjudalsá Veiði Kröftugar göngur í Eystri Rangá Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Fréttir úr Tungufljóti Veiði Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði