Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum hafa þrír slökkviliðsbílar verið sendir á staðinn og einhver mannskapur. Útkallið kom skömmu fyrir klukkan 14.
Víkurfréttir hafa eftir slökkviliðsstjóra að eldarnir logi ekki langt frá eggjabúinu, Nesbúeggjum, norðaustan við Voga.




Almannavarnir juku viðbúnað og lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda allt frá Eyjafjöllum í austri að Breiðafirði í vestri í hádeginu.
Ákvörðunin var tekin vegna viðvarandi þurrks sem ekki sér fyrir endann á.
Fréttin hefur verið uppfærð.