„Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta" Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2021 23:03 Hér má sjá varnargarðinn sem reisa á vestanmegin á svæðinu. Vísir/Arnar Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. Hraunflæði hefur að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Byrjað var að hanna varnargarða tveimur vikum áður en gos hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Óttast var að hraun myndi renna í Nátthaga og ætti þá greiða leið yfir ljósleiðara og Suðurstrandaveg, sem eru afar mikilvægir innviðir fyrir Grindavík og nágrannabyggðir á Suðurnesjum. Reisa á tvo garða til að þvera skörð í Meradölum og varna því að gosið fari í Nátthaga. Er vonast til að þannig megi halda hraunflæðinu í núverandi mynd og það renni síðan til austurs. Áætlað er að ljúka verkinu á þremur til fjórum dögum. Garðarnir verða í fjögurra metra hæð fyrst um sinn en hönnunin gerir ráð fyrir að hækka megi þá um fjóra metra til viðbótar. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kom að hönnun garðanna ásamt fleiri verkfræðingum hjá Verkís. Hann segir reynsluna hafa sýnt erlendis og í Vestmannaeyjagosinu að hraun getur verið hærra aftan við varnargarðana en þeir samt skilað tilætluðum árangri. „En við munum fylgjast vel með þróuninni og hækka þá ef þurfa þykir,“ segir Ari. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta virki? „Þetta er alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta. Suðurstrandavegurinn er mikilvægur fyrir svæðið og við vinnum okkur inn töluverðan tíma með því að beina rennslinu í Merardali. Það er alveg þess virði,“ segir Ari. Óvænt breyting varð á hraunrennslinu í gær sem gerði það að verkum að hraunkanturinn nálgaðist svæðið í Nafnlausdalnum mun hraðar en áður. Var þá rokið af stað með vinnuvélar á svæðið og nóttin nýtt til að koma verkinu af stað. Þó gosið hafi tekið miklum breytingum frá því það hófst í mars segir Ari að það hafa haldist í takt við þau hraunlíkön sem voru notuð til að spá fyrir framþróun þess. Í Vestmannaeyjagosinu var vatnskælingu beitt til að reyna að hemja hraunrennslið. Ari segir ekki standa til að beita slíkri aðferð í þetta skiptið. „Nei, það voru varnargarðar þar líka sem skiluðu árangri og fór ekki eins hátt í fréttum. Hér komumst við ekki í vatn en fyrst og fremst voru það varnargarðarnir sem skiluðu árangri.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Hraunflæði hefur að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Byrjað var að hanna varnargarða tveimur vikum áður en gos hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Óttast var að hraun myndi renna í Nátthaga og ætti þá greiða leið yfir ljósleiðara og Suðurstrandaveg, sem eru afar mikilvægir innviðir fyrir Grindavík og nágrannabyggðir á Suðurnesjum. Reisa á tvo garða til að þvera skörð í Meradölum og varna því að gosið fari í Nátthaga. Er vonast til að þannig megi halda hraunflæðinu í núverandi mynd og það renni síðan til austurs. Áætlað er að ljúka verkinu á þremur til fjórum dögum. Garðarnir verða í fjögurra metra hæð fyrst um sinn en hönnunin gerir ráð fyrir að hækka megi þá um fjóra metra til viðbótar. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kom að hönnun garðanna ásamt fleiri verkfræðingum hjá Verkís. Hann segir reynsluna hafa sýnt erlendis og í Vestmannaeyjagosinu að hraun getur verið hærra aftan við varnargarðana en þeir samt skilað tilætluðum árangri. „En við munum fylgjast vel með þróuninni og hækka þá ef þurfa þykir,“ segir Ari. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta virki? „Þetta er alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta. Suðurstrandavegurinn er mikilvægur fyrir svæðið og við vinnum okkur inn töluverðan tíma með því að beina rennslinu í Merardali. Það er alveg þess virði,“ segir Ari. Óvænt breyting varð á hraunrennslinu í gær sem gerði það að verkum að hraunkanturinn nálgaðist svæðið í Nafnlausdalnum mun hraðar en áður. Var þá rokið af stað með vinnuvélar á svæðið og nóttin nýtt til að koma verkinu af stað. Þó gosið hafi tekið miklum breytingum frá því það hófst í mars segir Ari að það hafa haldist í takt við þau hraunlíkön sem voru notuð til að spá fyrir framþróun þess. Í Vestmannaeyjagosinu var vatnskælingu beitt til að reyna að hemja hraunrennslið. Ari segir ekki standa til að beita slíkri aðferð í þetta skiptið. „Nei, það voru varnargarðar þar líka sem skiluðu árangri og fór ekki eins hátt í fréttum. Hér komumst við ekki í vatn en fyrst og fremst voru það varnargarðarnir sem skiluðu árangri.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent