8 ára „sauðfjárbóndi“ sem les Hrútaskrána Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2021 20:05 Helgi Fannar, 8 ára tilvonandi sauðfjárbóndi með Hrútaskrána, sem hann les spjaldanna á milli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó hann sé ekki nema 8 ára er hann búin fyrir löngu að ákveða hvað hann ætlar að verða þegar hann verður stór. Hér erum við að tala um Helga Fannar Oddsson á bænum Hrafnkelsstöðum við Flúðir, sem ætlar sér að verða sauðfjárbóndi. Hrútaskráin er uppáhalds bókin hans. Það var gaman að koma í fjárhúsið á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og sjá Helga Fannar að störfum í miðjum sauðburði að gefa kindunum og aðstoða foreldra sína í sauðburðinum. Yngri bróðir hans, Hákon Orri, sem er fjögurra ára er líka mjög liðtækur í fjárhúsinu og verður líklega líka sauðfjárbóndi eins og Helgi Fannar ætlar sér. „Sauðburðurinn hefur gengið vel hjá okkur, við erum með 320 fjár. Ég sé um að gefa á garðann, vatna, sópa ganginn og krærnar,“ segir Helgi Fannar aðspurður í búskapinn og helstu verkefni hans. Bræðurnir að gefa lömbum mjólk úr flöskum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Fannar segir að það sé best ef hver kind ber tveimur lömbum. „Já, út af því að ein rolla er með tvo spena“. Helgi segist vera harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi þegar hann verður fullorðinn. Bræðurnir eru duglegir að gefa þeim lömbum sem þess þurfa mjólk úr pela. En þegar Helgi Fannar sest niður til að hvíla sig þá notar hann tækifærið og les hrútaskránna. Hákon Orri verður líklega líka bóndi, hann hefur allavega mikinn áhuga á dráttarvélum. Hann er fjögurra ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er sko beðið eftir Hrútaskránni á hverju ári og þegar hún kemur í hús þá er ekkert annað lesið. Það er Hrútaskráin öll kvöld og hann er með bókhald utan um hvernig hrút, þannig að það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því,“ segir Jóhanna Bríet Helgadóttir, mamma Helga Fannars. En hefur Helgi Fannar alltaf verið svona áhugasamur um sauðfjárbúskapinn? „Já, hann fæddist náttúrulega á Hvanneyri, því landbúnaðarsamfélagi, sem það er. Svo er þetta í öllum fjölskyldum í kringum hann, þannig að hann já, hefur alltaf verið svona svakalega duglegur,“ segir Jóhanna Bríet. Jóhanna Bríet Helgadóttir og Helgi Fannar í fjárhúsinu á Hrafnkelsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Landbúnaður Krakkar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það var gaman að koma í fjárhúsið á Hrafnkelsstöðum í Hrunamannahreppi og sjá Helga Fannar að störfum í miðjum sauðburði að gefa kindunum og aðstoða foreldra sína í sauðburðinum. Yngri bróðir hans, Hákon Orri, sem er fjögurra ára er líka mjög liðtækur í fjárhúsinu og verður líklega líka sauðfjárbóndi eins og Helgi Fannar ætlar sér. „Sauðburðurinn hefur gengið vel hjá okkur, við erum með 320 fjár. Ég sé um að gefa á garðann, vatna, sópa ganginn og krærnar,“ segir Helgi Fannar aðspurður í búskapinn og helstu verkefni hans. Bræðurnir að gefa lömbum mjólk úr flöskum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Helgi Fannar segir að það sé best ef hver kind ber tveimur lömbum. „Já, út af því að ein rolla er með tvo spena“. Helgi segist vera harðákveðin í að verða sauðfjárbóndi þegar hann verður fullorðinn. Bræðurnir eru duglegir að gefa þeim lömbum sem þess þurfa mjólk úr pela. En þegar Helgi Fannar sest niður til að hvíla sig þá notar hann tækifærið og les hrútaskránna. Hákon Orri verður líklega líka bóndi, hann hefur allavega mikinn áhuga á dráttarvélum. Hann er fjögurra ára.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er sko beðið eftir Hrútaskránni á hverju ári og þegar hún kemur í hús þá er ekkert annað lesið. Það er Hrútaskráin öll kvöld og hann er með bókhald utan um hvernig hrút, þannig að það er mjög skemmtilegt að fylgjast með því,“ segir Jóhanna Bríet Helgadóttir, mamma Helga Fannars. En hefur Helgi Fannar alltaf verið svona áhugasamur um sauðfjárbúskapinn? „Já, hann fæddist náttúrulega á Hvanneyri, því landbúnaðarsamfélagi, sem það er. Svo er þetta í öllum fjölskyldum í kringum hann, þannig að hann já, hefur alltaf verið svona svakalega duglegur,“ segir Jóhanna Bríet. Jóhanna Bríet Helgadóttir og Helgi Fannar í fjárhúsinu á Hrafnkelsstöðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Landbúnaður Krakkar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira