Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 16:20 Koltvísýringurinn verðru fluttur á vökvaformi í sérhönnuðum skipum sem ganga fyrir vistvænu eldsneyti. Í Straumsvík verður koltvísýringurinn svo bundinn í berg. Carbfix Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030. Sérhönnuð skip danska félagsins eiga að flytja 12-24 þúsund tonn af koltvísýringi á vökvaformi hvert og eitt frá Norður-Evrópu. Þau ganga fyrir vistvænu eldsneyti og á kolefnissporið sem hlýst af flutningnum að nema 3-6% af þeim koltvísýringi sem verður fargað í Straumsvík fyrst um sinn en það á svo að fara lækkandi, að því er segir í tilkynningu frá Carbfix. Móttöku- og förungarmiðstöð Carbfix byggir á tækni við að dæla uppleystum koltvísýringi niður í jörðina og binda hann þar til langs tíma. Hún er sögð verða sú fyrsta sinnar tegundar. Byggja á miðstöðina, sem nefnist Coda Terminal, í þremur áföngum. Undirbúningur að fyrsta áfanga á að hefjast um mitt þetta ár með forhönnun og vinnu við leyfisferla. Rannsóknarboranir eiga að hefjast á næsta ári og rekstur árið 2025. Miðstöðin verði fullbyggð árið 2030. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti sér Carbfix-verkefnið í Hellisheiðarvirkjun á fyrsta degi heimsóknar sinnar hingað til lands í gær. Loftslagsmál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Segir kolefnisförgun geta orðið eina stærstu atvinnugrein Íslendinga Að binda kolefni í bergi gæti mögulega verið orðin ein stærsta tekjulind Íslendinga eftir um áratug. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson vegna áforma fyrirtækisins Carbfix um að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að taka við milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu á hverju ári. 23. apríl 2021 13:00 Sex hundruð störf skapist vegna kolefnisförgunarmiðstöðvar Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári. 22. apríl 2021 21:22 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Sérhönnuð skip danska félagsins eiga að flytja 12-24 þúsund tonn af koltvísýringi á vökvaformi hvert og eitt frá Norður-Evrópu. Þau ganga fyrir vistvænu eldsneyti og á kolefnissporið sem hlýst af flutningnum að nema 3-6% af þeim koltvísýringi sem verður fargað í Straumsvík fyrst um sinn en það á svo að fara lækkandi, að því er segir í tilkynningu frá Carbfix. Móttöku- og förungarmiðstöð Carbfix byggir á tækni við að dæla uppleystum koltvísýringi niður í jörðina og binda hann þar til langs tíma. Hún er sögð verða sú fyrsta sinnar tegundar. Byggja á miðstöðina, sem nefnist Coda Terminal, í þremur áföngum. Undirbúningur að fyrsta áfanga á að hefjast um mitt þetta ár með forhönnun og vinnu við leyfisferla. Rannsóknarboranir eiga að hefjast á næsta ári og rekstur árið 2025. Miðstöðin verði fullbyggð árið 2030. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kynnti sér Carbfix-verkefnið í Hellisheiðarvirkjun á fyrsta degi heimsóknar sinnar hingað til lands í gær.
Loftslagsmál Hafnarfjörður Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Segir kolefnisförgun geta orðið eina stærstu atvinnugrein Íslendinga Að binda kolefni í bergi gæti mögulega verið orðin ein stærsta tekjulind Íslendinga eftir um áratug. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson vegna áforma fyrirtækisins Carbfix um að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að taka við milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu á hverju ári. 23. apríl 2021 13:00 Sex hundruð störf skapist vegna kolefnisförgunarmiðstöðvar Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári. 22. apríl 2021 21:22 Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Sjá meira
Segir kolefnisförgun geta orðið eina stærstu atvinnugrein Íslendinga Að binda kolefni í bergi gæti mögulega verið orðin ein stærsta tekjulind Íslendinga eftir um áratug. Þetta segir Ólafur Ragnar Grímsson vegna áforma fyrirtækisins Carbfix um að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík sem á að taka við milljónum tonna af koltvísýringi frá Evrópu á hverju ári. 23. apríl 2021 13:00
Sex hundruð störf skapist vegna kolefnisförgunarmiðstöðvar Fyrirtækið Carbfix ætlar að reisa kolefnisförgunarmiðstöð í Straumsvík. Áætlanir eru uppi um að taka við og farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi frá Norður-Evrópu á ári. 22. apríl 2021 21:22
Ætla að farga milljónum tonna koltvísýrings í Straumsvík Um sexhundruð ný störf eru sögð geta skapast með tilkomu kolefnisförgunarmiðstöðvar sem Carbfix, dótturfyrirtæki Orku náttúrunnar, ætlar að byggja í Straumsvík. Miðstöðin, sem á að taka við kolefni frá Norður-Evrópu, verður kynnt á opnum fundi á degi jarðar í dag. 22. apríl 2021 08:01