„Erum stoltar af því að á 93. mínútu var Breiðablik að tefja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2021 20:49 Óskar Smári Haraldsson stýrir Tindastóli ásamt Guðna Þór Einarssyni. vísir/sigurjón Óskar Smári Haraldsson, annar þjálfara Tindastóls, kvaðst ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld. Stólarnir veittu Blikum verðuga mótspyrnu en urðu að sætta sig við 1-0 tap. „Þetta er vissulega svekkjandi. Blikar hittu á góðan leik, þær voru mjög góðar í dag og réðum illa við þær á löngum köflum þar sem við vorum í miklum eltingarleik. Þetta er pínu fúlt en við erum stoltar af því að á 93. mínútu var Breiðablik að tefja. Það segir svolítið mikið um það hvað við gáfum í leikinn. Auðvitað er þetta súrt en ekkert til að dvelja yfir,“ sagði Óskar við Vísi eftir leikinn í Kópavoginum í kvöld. Murielle Tiernan fékk besta færi Tindastóls á 21. mínútu. Hún slapp þá í gegnum vörn Breiðabliks en reyndi að gefa á Hugrúnu Pálsdóttur í stað þess að skjóta. Þótt það hafi ekki gengið var Óskar á því að Murielle hafi tekið rétta ákvörðun. „Hugrún var í frábæru hlaupi og mér sýndist Jackie [Jacqueline Altschuld] líka vera þarna. Auðvitað gat hún slúttað sjálf enda frábær slúttari en þetta er það sem Murielle snýst um. Hún er mikill liðsfélagi og henni fannst annar leikmaður vera í betra færi og þess vegna sendi hún boltann. Það var rétt hjá henni en við vorum óheppnar að ná ekki að pota boltanum inn á því augnabliki,“ sagði Óskar. „Þetta gerðist hratt en ég held að hún hafi tekið rétta ákvörðun. En það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á.“ Blikar pressuðu stíft í fyrri hálfleik en Stólunum gekk betur að halda Íslandsmeisturunum í skefjum í upphafi þess seinni. „Þær halda boltanum vel og reyna að færa hann hratt á milli kanta. Við vissum að við mættum ekki lenda mikið einn á einn gegn Áslaugu Mundu [Gunnlaugsdóttur] og Öglu Maríu [Albertsdóttur] því þær eru illviðráðanlegar í þeirri stöðu. Við reyndum að þétta utan á og sýna þeim inn á miðjuna en með því að spila boltanum hratt aftur inn á miðjuna ýttu þær okkur aftarlega,“ sagði Óskar. „Í stórum kafla í fyrri hálfleik vorum við alltof aftarlega en í seinni hálfleik fórum við framar, nær þeim og í návígin og þá gekk þetta betur. Við gáfum meira pláss fyrir aftan okkur en við erum með Amber [Michel] sem er frábær og það er hraði í varnarlínunni okkar.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Tindastóll 1-0 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu torsóttan sigur á nýliðum Tindastóls, 1-0, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 19. maí 2021 20:24 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
„Þetta er vissulega svekkjandi. Blikar hittu á góðan leik, þær voru mjög góðar í dag og réðum illa við þær á löngum köflum þar sem við vorum í miklum eltingarleik. Þetta er pínu fúlt en við erum stoltar af því að á 93. mínútu var Breiðablik að tefja. Það segir svolítið mikið um það hvað við gáfum í leikinn. Auðvitað er þetta súrt en ekkert til að dvelja yfir,“ sagði Óskar við Vísi eftir leikinn í Kópavoginum í kvöld. Murielle Tiernan fékk besta færi Tindastóls á 21. mínútu. Hún slapp þá í gegnum vörn Breiðabliks en reyndi að gefa á Hugrúnu Pálsdóttur í stað þess að skjóta. Þótt það hafi ekki gengið var Óskar á því að Murielle hafi tekið rétta ákvörðun. „Hugrún var í frábæru hlaupi og mér sýndist Jackie [Jacqueline Altschuld] líka vera þarna. Auðvitað gat hún slúttað sjálf enda frábær slúttari en þetta er það sem Murielle snýst um. Hún er mikill liðsfélagi og henni fannst annar leikmaður vera í betra færi og þess vegna sendi hún boltann. Það var rétt hjá henni en við vorum óheppnar að ná ekki að pota boltanum inn á því augnabliki,“ sagði Óskar. „Þetta gerðist hratt en ég held að hún hafi tekið rétta ákvörðun. En það er auðvitað auðvelt að vera vitur eftir á.“ Blikar pressuðu stíft í fyrri hálfleik en Stólunum gekk betur að halda Íslandsmeisturunum í skefjum í upphafi þess seinni. „Þær halda boltanum vel og reyna að færa hann hratt á milli kanta. Við vissum að við mættum ekki lenda mikið einn á einn gegn Áslaugu Mundu [Gunnlaugsdóttur] og Öglu Maríu [Albertsdóttur] því þær eru illviðráðanlegar í þeirri stöðu. Við reyndum að þétta utan á og sýna þeim inn á miðjuna en með því að spila boltanum hratt aftur inn á miðjuna ýttu þær okkur aftarlega,“ sagði Óskar. „Í stórum kafla í fyrri hálfleik vorum við alltof aftarlega en í seinni hálfleik fórum við framar, nær þeim og í návígin og þá gekk þetta betur. Við gáfum meira pláss fyrir aftan okkur en við erum með Amber [Michel] sem er frábær og það er hraði í varnarlínunni okkar.“ Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild kvenna Tindastóll Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Tindastóll 1-0 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu torsóttan sigur á nýliðum Tindastóls, 1-0, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 19. maí 2021 20:24 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Fleiri fréttir Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Tindastóll 1-0 | Meistararnir mörðu nýliðana Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu torsóttan sigur á nýliðum Tindastóls, 1-0, þegar liðin áttust við á Kópavogsvelli í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í kvöld. 19. maí 2021 20:24
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn