Hraun flæðir niður í Nátthaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. maí 2021 13:08 Hörn myndaði hraunið í morgun, skömmu áður en það fór að renna niður í Nátthaga. Hörn Hrafnsdóttir „Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. „Það er töluverð vegalengd frá Nátthaga og að Suðurstrandarvegi. En þetta streymir og heldur bara áfram leið sína,“ segir Bogi. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að líklegt væri að það tæki einhverjar vikur fyrir hraun að renna yfir Suðurstrandarveg. „Mér finnst líklegt að það séu einhverjar vikur. Þegar hraunið rennur þarna niður þá tekur kólnun við. Það er töluverð vegalengd og eldfjallafræðingar hafa sagt að hraunið renni ekki langt þegar það verður fyrir mikilli kólnun þannig að fyrst tekur örugglega við tími þar sem þetta rennur niður í Nátthaga, kólnar þar og byrjar að staflast upp. Svo verður kannski spurning um nýtt jafnvægi þar sem hraunið myndar einhverskonar hraunpolla sem það getur hoppað á milli til þess að komast áfram þannig það er erfitt að spá fyrir um þetta,“ sagði Hörn. Stíflugerð neðarlega í Nátthaga möguleiki Þá sagði hún einnig að mögulega væri hægt að setja upp varnargarða neðst í Nátthaga til að reyna að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg. „Það væri mögulega hægt að skoða stíflugerð neðarlega í Nátthaga og það er heilmikið rými í Nátthaganum sjálfum en það á eftir að fara yfir þá stöðu og meta hvort menn vilji ráðast í það eða hvað, en það væri eitthvað sem hægt væri að skoða,“ sagði Hörn. Björgunarsveitarliðar eru á staðnum og fylgist með framvindu mála. „Það er lang best að vera hinum megin við varnargarðinn. Þar getur hraun auðvitað líka flætt yfir ef þetta byggist upp. Fólk þarf áfram að vera vakandi og fylgjast með, þetta er auðvitað hættusvæði.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22. maí 2021 10:37 Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21. maí 2021 18:01 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg. „Það er töluverð vegalengd frá Nátthaga og að Suðurstrandarvegi. En þetta streymir og heldur bara áfram leið sína,“ segir Bogi. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að líklegt væri að það tæki einhverjar vikur fyrir hraun að renna yfir Suðurstrandarveg. „Mér finnst líklegt að það séu einhverjar vikur. Þegar hraunið rennur þarna niður þá tekur kólnun við. Það er töluverð vegalengd og eldfjallafræðingar hafa sagt að hraunið renni ekki langt þegar það verður fyrir mikilli kólnun þannig að fyrst tekur örugglega við tími þar sem þetta rennur niður í Nátthaga, kólnar þar og byrjar að staflast upp. Svo verður kannski spurning um nýtt jafnvægi þar sem hraunið myndar einhverskonar hraunpolla sem það getur hoppað á milli til þess að komast áfram þannig það er erfitt að spá fyrir um þetta,“ sagði Hörn. Stíflugerð neðarlega í Nátthaga möguleiki Þá sagði hún einnig að mögulega væri hægt að setja upp varnargarða neðst í Nátthaga til að reyna að koma í veg fyrir að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg. „Það væri mögulega hægt að skoða stíflugerð neðarlega í Nátthaga og það er heilmikið rými í Nátthaganum sjálfum en það á eftir að fara yfir þá stöðu og meta hvort menn vilji ráðast í það eða hvað, en það væri eitthvað sem hægt væri að skoða,“ sagði Hörn. Björgunarsveitarliðar eru á staðnum og fylgist með framvindu mála. „Það er lang best að vera hinum megin við varnargarðinn. Þar getur hraun auðvitað líka flætt yfir ef þetta byggist upp. Fólk þarf áfram að vera vakandi og fylgjast með, þetta er auðvitað hættusvæði.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Tengdar fréttir Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22. maí 2021 10:37 Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21. maí 2021 18:01 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Sjá meira
Ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga Umhverfis- og byggingaverkfræðingur ráðleggur fólki frá því að vera efst í Nátthaga þar sem líkur eru á að hraun fari fljótlega að renna niður brekkuna og ofan í Nátthaga. 22. maí 2021 10:37
Hraunið komið yfir nýlagðan ljósleiðara Ljósleiðari var grafinn niður fyrir framan annan varnargarðinn á gosstöðvunum síðasta þriðjudag til að mæla áhrif hraunrennslis á ljósleiðara. Ljóst er að ef gosið heldur mikið lengur áfram mun hraun á endanum renna niður að Suðurstrandavegi en áður en það næði þangað myndi það renna yfir ljósleiðara Mílu sem hringtengir Reykjanesið. 21. maí 2021 18:01