Eitt frægasta myndband YouTube kveður vefinn Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 15:09 Bræðrastundin sem seinna var seld fyrir hátt í hundrað milljónir. YouTube Flestir netverjar ættu að þekkja til bræðranna Charlie og Harry, sem slógu rækilega í gegn á YouTube eftir að fjölskylda þeirra birti myndband af þeim síðarnefnda sitja með barnungan bróður sinn. Hugguleg bræðrastund varð þó fljótlega að einu frægasta augnabliki Internetsins þar sem Harry, sá yngri, bítur í fingur bróður síns á meðan sá eldri kvartar sáran. Myndbandið fræga hefur nú verið selt fyrir 760 þúsund Bandaríkjadali, sem samsvarar um 94 milljónum íslenskra króna. Kaupandinn, sem er nafnlaus en gengur undir notendanafninu 3fmusic, keypti myndandið í NFT formi sem er geymt í bálkakeðju [e. blockchain]. Frá þessu er greint á vef CBS en uppboðið fór fram í gær. Fjölskyldan stóð fyrir uppboði myndbandsins og var slegist um myndbandið á lokastundum þess. Það var svo 3fmusic sem varð hlutskarpastur og tryggði sér eignarréttinn yfir myndbandinu. Upprunalega myndbandið er með rúmlega 883 milljónir áhorfa á YouTube en það var birt á vefnum þann 22. maí árið 2007. Það hefur nú verið afskráð af vefnum en er enn aðgengilegt og segir í titli þess að „beðið sé eftir NFT-ákvörðun“. Það er þó ekki aðeins eignarréttur yfir myndbandinu sjálfu sem fylgir með í kaupunum heldur mun eigandinn fá tækifæri til þess að „endurgera“ myndbandið með upprunalegum stjörnum þess; Charlie og Harry. Fjölskyldan kveðst vona að salan muni hjálpa bræðrunum í framtíðinni en þeir eru nú 15 og 17 ára gamlir. Að öllum líkindum verður söluféð notað í að fjárfesta í menntun þeirra að sögn föður þeirra. Samfélagsmiðlar Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Myndbandið fræga hefur nú verið selt fyrir 760 þúsund Bandaríkjadali, sem samsvarar um 94 milljónum íslenskra króna. Kaupandinn, sem er nafnlaus en gengur undir notendanafninu 3fmusic, keypti myndandið í NFT formi sem er geymt í bálkakeðju [e. blockchain]. Frá þessu er greint á vef CBS en uppboðið fór fram í gær. Fjölskyldan stóð fyrir uppboði myndbandsins og var slegist um myndbandið á lokastundum þess. Það var svo 3fmusic sem varð hlutskarpastur og tryggði sér eignarréttinn yfir myndbandinu. Upprunalega myndbandið er með rúmlega 883 milljónir áhorfa á YouTube en það var birt á vefnum þann 22. maí árið 2007. Það hefur nú verið afskráð af vefnum en er enn aðgengilegt og segir í titli þess að „beðið sé eftir NFT-ákvörðun“. Það er þó ekki aðeins eignarréttur yfir myndbandinu sjálfu sem fylgir með í kaupunum heldur mun eigandinn fá tækifæri til þess að „endurgera“ myndbandið með upprunalegum stjörnum þess; Charlie og Harry. Fjölskyldan kveðst vona að salan muni hjálpa bræðrunum í framtíðinni en þeir eru nú 15 og 17 ára gamlir. Að öllum líkindum verður söluféð notað í að fjárfesta í menntun þeirra að sögn föður þeirra.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira