Flestir hafa kosið að vera grímulausir Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 25. maí 2021 12:12 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir afnám grímuskyldunnar létti fyrir starfsfólk. Vísir/Egill Margir viðskiptavina verslana og starfsfólk hafa kosið að vera ekki með grímu í dag þar sem slíkt er nú leyfilegt. Framkvæmdastjóri Krónunnar segir afnám grímuskyldunnar marka mikil tímamót fyrir starfsfólk verslana. Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Frá og með miðnætti féll grímuskylda niður í verslunum og á vinnustöðum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áfram verður gerð krafa um að fólk beri grímu á sitjandi viðburðum, svo sem leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Þá verður skylt að bera grímu í tengslum við þjónustu sem krefst mikillar nándar, til að mynda á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Margir sem hafa farið í verslanir í morgun hafa kosið að vera ekki með grímu og það sama má segja um starfsfólkið. „Okkar starfsfólk sem er auðvitað búið að bera grímu svo mánuðum skiptir og kannski margir orðnir langþreyttir á því hefur núna tækifæri á því að láta grímuna falla. Þó svo vissulega séu einhverjir sem vilji bera grímuna áfram. Sérstaklega kannski starfsfólk í afgreiðslu við afgreiðslukassana en þetta er auðvitað valkvætt hjá okkur. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum eins og þær hafa verið lagðar út núna í þetta sinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Eftir þessa fyrstu tvo tíma dagsins hér í morgun þá er alveg ljóst að þetta er mikill léttir fyrir starfsfólkið. Við sjáum það líka náttúrulega með viðskiptavinina sem hafa verið að mæta til okkar í morgun að þar virðast flestir sleppa grímunni. Við höfum kannski verið að sjá að svona þriðji fjórði hver viðskiptavinur ber grímu.“ Ásta segir að vel sé hugað áfram að sóttvörnum í verslunum. „Við höfum áfram aukin þrif í verslunum. Við erum að spritta á milli afgreiðslna í sjálfsafgreiðslu og við veitum að sjálfsögðu starfsfólki líka aðgengi að grímum þeim að kostnaðarlausu og svo sjáum við bara hvernig næstu dagar þróast. En þetta eru bara gríðarlega mikil tímamót fyrir verslunarfólk um land allt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Frá og með miðnætti féll grímuskylda niður í verslunum og á vinnustöðum, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Áfram verður gerð krafa um að fólk beri grímu á sitjandi viðburðum, svo sem leiksýningum, bíósýningum, í kirkjuathöfnum á íþróttaviðburðum og viðlíka. Þá verður skylt að bera grímu í tengslum við þjónustu sem krefst mikillar nándar, til að mynda á hárgreiðslustofum, nuddstofum og við sambærilegar aðstæður. Margir sem hafa farið í verslanir í morgun hafa kosið að vera ekki með grímu og það sama má segja um starfsfólkið. „Okkar starfsfólk sem er auðvitað búið að bera grímu svo mánuðum skiptir og kannski margir orðnir langþreyttir á því hefur núna tækifæri á því að láta grímuna falla. Þó svo vissulega séu einhverjir sem vilji bera grímuna áfram. Sérstaklega kannski starfsfólk í afgreiðslu við afgreiðslukassana en þetta er auðvitað valkvætt hjá okkur. Við fylgjum bara lögum og reglugerðum eins og þær hafa verið lagðar út núna í þetta sinn,“ segir Ásta Sigríður Fjeldsted framkvæmdastjóri Krónunnar. „Eftir þessa fyrstu tvo tíma dagsins hér í morgun þá er alveg ljóst að þetta er mikill léttir fyrir starfsfólkið. Við sjáum það líka náttúrulega með viðskiptavinina sem hafa verið að mæta til okkar í morgun að þar virðast flestir sleppa grímunni. Við höfum kannski verið að sjá að svona þriðji fjórði hver viðskiptavinur ber grímu.“ Ásta segir að vel sé hugað áfram að sóttvörnum í verslunum. „Við höfum áfram aukin þrif í verslunum. Við erum að spritta á milli afgreiðslna í sjálfsafgreiðslu og við veitum að sjálfsögðu starfsfólki líka aðgengi að grímum þeim að kostnaðarlausu og svo sjáum við bara hvernig næstu dagar þróast. En þetta eru bara gríðarlega mikil tímamót fyrir verslunarfólk um land allt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01 Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Slakað á grímuskyldu og samkomutakmörkunum Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun. 25. maí 2021 00:01
Hugsanlega engar skráðar sóttvarnarreglur upp úr miðju sumri Sóttvarnalæknir telur að að öllu óbreyttu verði engar skráðar sóttvarnareglur hér á landi upp úr miðju sumri. Annan daginn í röð greindist enginn með covid-19 hér á landi í gær. 22. maí 2021 11:44