Hvarflaði að Siggu Beinteins að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2021 15:30 Sigga á rúntinum með Bjarna. Þættirnir Á rúntinum hófu göngu sína á Vísi nú í maí en það þeir Bjarni Freyr Pétursson og Arnfinnur Rúnar Sigmundsson sem halda utan um þættina. Þriðji gesturinn er enginn annar en tónlistarkonan Sigríður Beinteinsdóttir eða Sigga Beinteins. Í þættinum ræðir hún allt milli himins og jarðar enn Sigga hefur síðan árið 1987 starfað við tónlist. Áður en hún gat lifað eingöngu af tónlistinni vann hún meðal annars sem dúkari og málari í skamma stund. „Það eru ekkert rosalega margir sem lifa á því að vera eingöngu í tónlist sko. Maður hefur bara verið heppinn og unnið með góðu fólki og náð að halda sér á floti,“ segir Sigga á rúntinum. Aðspurð hvort hún hafi hugsað sér að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna segir hún að það hafi nú gerst. „Einhvern tímann hefur það nú hvarflað að manni. Það er auðveldara að segja það en gera það.“ Sigga er þekkt fyrir skemmtilega sviðsframkomu og segist leggja áherslu á að fara í ræktina og hreyfa sig enda geti tekið á að standa á sviði í oft hátt í þrjá tíma. „Maður finnur bara mikinn mun á því leið og maður fer að hreyfa sig hvað þetta skiptir miklu máli að hérna vera í þokkalegu formi líkamlega,“ segir Sigga. Þá ræðir Sigga í þættinum um Söngvaborgina. Hún segir að upphaflega hafi frændi hennar komið til hennar með hugmynd um söngvastund sem var gerð í stúdíói bara með píanói þar sem Sigga söng gömul barnalög með krökkum. „Síðan ákveðum við María Björk að færa þetta upp á meiri level. Fara í stúdíó, vinna tónlistina, fara jafnvel í stúdíó og vinna tónlistina og fá jafnvel ný barnalög og gera þetta meira í svona sketsum.“ Fyrsti diskurinn kom út árið 2000 en þær stöllur hafa gefið út sjö diska. Hún segist ánægð með að nú rúmum tveimur áratugum síðar sé þetta enn eitt vinsælasta barnaefnið. Þá skellir Sigga sér í þættinum niður að tjörn til að gefa öndunum brauð þar sem hún ræddir meðal annars um stefnumótaforrit. Hún segist einstaklega heimakær og lítið um að skella sér á djammið í miðbænum. Klippa: Hvarflaði að Siggu Beinteins að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna Hér að neðan má hlusta á lögin úr þættinum. Á rúntinum Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira
Þriðji gesturinn er enginn annar en tónlistarkonan Sigríður Beinteinsdóttir eða Sigga Beinteins. Í þættinum ræðir hún allt milli himins og jarðar enn Sigga hefur síðan árið 1987 starfað við tónlist. Áður en hún gat lifað eingöngu af tónlistinni vann hún meðal annars sem dúkari og málari í skamma stund. „Það eru ekkert rosalega margir sem lifa á því að vera eingöngu í tónlist sko. Maður hefur bara verið heppinn og unnið með góðu fólki og náð að halda sér á floti,“ segir Sigga á rúntinum. Aðspurð hvort hún hafi hugsað sér að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna segir hún að það hafi nú gerst. „Einhvern tímann hefur það nú hvarflað að manni. Það er auðveldara að segja það en gera það.“ Sigga er þekkt fyrir skemmtilega sviðsframkomu og segist leggja áherslu á að fara í ræktina og hreyfa sig enda geti tekið á að standa á sviði í oft hátt í þrjá tíma. „Maður finnur bara mikinn mun á því leið og maður fer að hreyfa sig hvað þetta skiptir miklu máli að hérna vera í þokkalegu formi líkamlega,“ segir Sigga. Þá ræðir Sigga í þættinum um Söngvaborgina. Hún segir að upphaflega hafi frændi hennar komið til hennar með hugmynd um söngvastund sem var gerð í stúdíói bara með píanói þar sem Sigga söng gömul barnalög með krökkum. „Síðan ákveðum við María Björk að færa þetta upp á meiri level. Fara í stúdíó, vinna tónlistina, fara jafnvel í stúdíó og vinna tónlistina og fá jafnvel ný barnalög og gera þetta meira í svona sketsum.“ Fyrsti diskurinn kom út árið 2000 en þær stöllur hafa gefið út sjö diska. Hún segist ánægð með að nú rúmum tveimur áratugum síðar sé þetta enn eitt vinsælasta barnaefnið. Þá skellir Sigga sér í þættinum niður að tjörn til að gefa öndunum brauð þar sem hún ræddir meðal annars um stefnumótaforrit. Hún segist einstaklega heimakær og lítið um að skella sér á djammið í miðbænum. Klippa: Hvarflaði að Siggu Beinteins að reyna fyrir sér fyrir utan landsteinanna Hér að neðan má hlusta á lögin úr þættinum.
Á rúntinum Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Sjá meira