Hjörtur er 26 ára varnarmaður Bröndby í Danmörku og íslenska landsliðsins. Hann varð Danmerkurmeistari með liðinu á mánudaginn og lék hann nær allan leikinn.
Hjörtur er orðaður við þýska úrvalsdeildarliðið Union Berlín en samningur hans við danska stórveldið rennur út næsta sumar. Hann hefur verið hjá Bröndby síðan 2016 en þar áður var hann á mála hjá PSV í Hollandi.
Bera skrifar í Instagram færslunni að draumur þeirra sé að rætast og fylgir með mynd af parinu ásamt hundi þeirra sem hún kallar „einkasoninn.“