Þörf á 30 þúsund nýjum íbúðum á næstu árum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2021 18:50 Þörf er á 3000 íbúðum á ári til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. Vísir/Vilhelm Byggja þarf um 30 þúsund nýjar íbúðir á næsta áratug til að anna húsnæðisþörf í landinu. Metár var í byggingu íbúða í fyrra en þrátt fyrir það hefur húsnæðisþörfin aukist. Þetta kemur fram í uppfærðri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólksfjölgunin var meiri en gert var ráð fyrir og er því nú útlit fyrir að byggja þurfi að minnsta kosti 500 fleiri íbúðir en áður var talið til að vinna á óuppfylltri íbúðaþörf. Byggja þarf um 4.450 nýjar íbúðir til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Þá þarf um þrjú þúsund nýjar íbúðir á ári til ársins 2030 til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Ég held það sé ágætlega mikil þörf núna, sérstaklega í ljósi þessarar eftirspurnar á húsnæði þessa dagana. Við erum að byggja í kringum 3000 íbúðir á ári, sem telst frekar gott, en að það vanti 4500 íbúðir er talsvert bil,” segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Við erum samt ekki að segja með þessu að fólk verði heimilislaust, en frekar að sjá merki að fólk búi lengur heima, búi kannski í atvinnuhúsnæði eða óleyfishúsnæði, vegna þess að það vantar íbúðir,” bætir hún við. Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, segir fólk þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hins vegar sé þörf á að gefa í í uppbyggingu nýrra íbúða.Vísir/Einar Árnason Hún segir byggingaraðila hafa kvartað undan lóðaskorti. Það sé sveitarfélaganna að bregðast við því. „Lóðaskortur er hamlandi fyrir íbúðauppbyggingu. Byggingarverktakar virðast tilbúnir til að byggja meira en hafa í raun ekki tækifæri til þess.” Metár var í byggingu nýrra íbúða í fyrra, þegar þær voru um 3800 talsins. „Við erum í raun að byggja nægilega mikið, en það er mikil eftirspurn þessa dagana,” segir Karlotta. Fólk þurfi þó ekki að hafa áhyggjur. „Ég held það sé mikilvægt fyrir kaupendur að vera ekkert að flýta sér of mikið. Það munu koma fleiri íbúðir inn. Við erum að sjá miklar verðhækkanir, sem er væntanlega út af framboðsskorti, en það er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um og drífi sig ekki um of við að kaupa.” Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Þetta kemur fram í uppfærðri greiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fólksfjölgunin var meiri en gert var ráð fyrir og er því nú útlit fyrir að byggja þurfi að minnsta kosti 500 fleiri íbúðir en áður var talið til að vinna á óuppfylltri íbúðaþörf. Byggja þarf um 4.450 nýjar íbúðir til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf. Þá þarf um þrjú þúsund nýjar íbúðir á ári til ársins 2030 til að viðhalda stöðugleika á húsnæðismarkaði. „Ég held það sé ágætlega mikil þörf núna, sérstaklega í ljósi þessarar eftirspurnar á húsnæði þessa dagana. Við erum að byggja í kringum 3000 íbúðir á ári, sem telst frekar gott, en að það vanti 4500 íbúðir er talsvert bil,” segir Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. „Við erum samt ekki að segja með þessu að fólk verði heimilislaust, en frekar að sjá merki að fólk búi lengur heima, búi kannski í atvinnuhúsnæði eða óleyfishúsnæði, vegna þess að það vantar íbúðir,” bætir hún við. Karlotta Halldórsdóttir, hagfræðingur hjá HMS, segir fólk þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af húsnæðisskorti. Hins vegar sé þörf á að gefa í í uppbyggingu nýrra íbúða.Vísir/Einar Árnason Hún segir byggingaraðila hafa kvartað undan lóðaskorti. Það sé sveitarfélaganna að bregðast við því. „Lóðaskortur er hamlandi fyrir íbúðauppbyggingu. Byggingarverktakar virðast tilbúnir til að byggja meira en hafa í raun ekki tækifæri til þess.” Metár var í byggingu nýrra íbúða í fyrra, þegar þær voru um 3800 talsins. „Við erum í raun að byggja nægilega mikið, en það er mikil eftirspurn þessa dagana,” segir Karlotta. Fólk þurfi þó ekki að hafa áhyggjur. „Ég held það sé mikilvægt fyrir kaupendur að vera ekkert að flýta sér of mikið. Það munu koma fleiri íbúðir inn. Við erum að sjá miklar verðhækkanir, sem er væntanlega út af framboðsskorti, en það er ágætt að fólk hugsi sig aðeins um og drífi sig ekki um of við að kaupa.”
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira